Fréttatíminn - 11.03.2017, Blaðsíða 47
· Stofnuð í júní 1991 og er í eigu hagsmunasamtaka í íslensku
atvinnulífi.
· Hlutverk að veita íslensku atvinnulífi hagkvæma vottunarþjónustu.
· Sérhæfir sig í vottun stjórnunarkerfa samkvæmt alþjóðlegum stöðl-
um.
· Hefur vottað stjórnunarkerfi tæplega 100 fyrirtækja og stofnana.
Vottunarstofan Vottun hf.
Andri Ómarsson er verkefnastjóri
hjá Hafnarfjarðarbæ.
Kjartan J. Kárason, framkvæmdastjóri Vottunar hf., segir að íslensk fyrirtæki séu
misjafnlega í stakk búin til að gangast undir jafnlaunavottun. Mynd | Hari
Embætti tollstjóra hlaut fyrir skemmstu vottun á jafnlaunakerfi sitt hjá Vottun hf.
Á myndinni eru Kjartan J. Kárason, framkvæmdastjóri Vottunar hf., og Snorri Olsen
tollstjóri. Mynd | Björn Guðmundsson
Jafnlaunaráð var skipað
í byrjun árs 2016. Í ráðinu
sitja Lúvísa Sigurðardóttir
gæðastjóri, Haraldur Eggertsson
verkefnastjóri, Berglind G.
Bergþórsdóttir mannauðsstjóri og
Andri Ómarsson verkefnastjóri.
Hafnarfjarðarbær var fyrst
íslenskra sveitarfélaga til að
innleiða samskiptamiðilinn
Workplace by Facebook
fyrir sína starfsmenn.
11 LAUGARDAGUR 11. MARS 2017 LAUNAJAFNRÉTTI
„Hafnarfjarða
rbær
hefur á tímabi
linu
mótað launast
efnu,
uppfært jafnré
ttisáætlun
og látið gera g
reiningu
á launum karla
og
kvenna “
Ætlum að útrýma
óútskýrðum launamun
Hafnarfjarðarbær hefur verið þátttakandi í tilraunaverkefni fjármála- og
velferðarráðuneytis um innleiðingu jafnlaunastaðals síðan 2013 en markmiðið
er að eyða óútskýrðum launamun og uppfylla lagaskyldu atvinnurekenda um
að greiða konum og körlum jöfn laun og tryggja að þau njóti sömu kjara fyrir
sömu eða jafn verðmæt störf.
Unnið í samstarfi við
Hafnarfjarðarbæ.
Í upphafi var ráðinn verkefnastjóri sem sinnti áætlanagerð vegna innleiðingar, en eftir að ýmsum hindrunum hafði verið rutt úr
vegi tók stýrihópur, svokallað jafn-
launaráð, til starfa í byrjun árs 2016.
„Innleiðingin felst að mestu leyti
í því að skjalfesta það verklag sem
hefur verið viðhaft hingað til. Hér
eru engar kollvarpanir á ferð
en þessi vinna hefur leitt
af sér ýmis umbóta-
verkefni,“ segir
Andri Ómarsson
verkefnastjóri hjá
Hafnarfjarðarbæ.
Hafnar-
fjarðarbær hef-
ur á tímabilinu
mótað launa-
stefnu, uppfært
jafnréttisáætlun
og látið gera grein-
ingu á launum karla og
kvenna. Samkvæmt staðlin-
um skal umfang kerfisins ná til alls
starfsfólks en hjá Hafnarfjarðarbæ
starfa að jafnaði um 1.800 starfs-
menn á 70 starfsstöðum. „Þar sem
Hafnarfjarðarbær er stór vinnu-
staður verða ýmis verkefni risastór
og tímafrek. Menntun er t.d. einn
þáttur sem hefur áhrif á laun og því
þótti mikilvægt að skrá menntun
starfsfólks. Ég held að það hafi
tekið okkur um þrjá mánuði að
fara í gegnum skjalaskápa og skrá
menntun allra í mannauðskerfið.
En það þýðir að við getum reiknað
fyrir áhrifum menntunar og fleiri
þátta í jafnlaunaúttekt til þess að
finna þann launamun sem eingöngu
verður rakinn til kyns,“ segir Andri.
Gæðastjóri var ráðinn til Hafnar-
fjarðarbæjar í upphafi árs sem
meðal annars kemur sterkur inn í
þetta umfangsmikla ver-
kefni.
Fyrstu niður-
stöður jafn-
launaúttektar
benda til þess
að allt sé á
réttri leið og
eru markmið
Hafnarfjarðar-
bæjar á þessu
sviði háleit.
Verið er að rýna
ferla, skilgreina og
flokka störf og bregð-
ast við frávikum með það
fyrir augum að útrýma óútskýrðum
launamun. „Þegar við teljum okkur
hafa innleitt staðalinn með full-
nægjandi hætti munum við leita til
vottunarstofu til að fá staðfestingu
á því að unnið sé eftir þeim kröfum
sem staðallinn setur og hljóta jafn-
launamerki velferðarráðuneytis,“
segir Andri að lokum.
Eina íslenska
vottunarstofan
Vottun hf. framkvæmir jafnlaunavottun fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Unnið í samstarfi við Vottun hf.
Við skynjum mikinn áhuga um þessar mundir. Sum fyrirtæki og stofnanir eru búin að vinna lengi
í þessu og vilja gjarnan klára
málin áður en holskeflan kemur,“
segir Kjartan J. Kárason, fram-
kvæmdastjóri Vottunar hf., sem
býður upp á jafnlaunavottun fyrir
fyrirtæki og stofnanir.
Ráðherra félags- og jafnréttis-
mála hefur boðað frumvarp sem
festir í lög jafnlaunavottun. Það
nær til allra fyrirtækja með 25
starfsmenn og fleiri. Það má
því búast við miklum önnum hjá
Kjartani og kollegum í Vottun hf.
Reyndar er vottunarstofan þegar
komin af stað því Embætti toll-
stjóra hlaut fyrir skemmstu vottun
á jafnlaunakerfi sitt hjá Vottun hf.
Vottun hf. var stofnuð árið 1991
af hagsmunaaðilum í íslensku
atvinnulífi og er eina íslenska
vottunarstofan sem sérhæfir sig
í vottun stjórnkerfa samkvæmt
alþjóðlegum stöðlum. Þegar jafn-
launavottun ruddi sér til rúms
hér á landi lá beint við að Vottun
tæki að sér að annast framkvæmd
hennar.
„Íslenskur staðall, ÍST 85, um
jafnlaunakerfi kom út árið 2012
og síðan var farið í undirbúnings-
vinnu í velferðarráðuneytinu. Út
úr því kom reglugerð 929 frá 2014.
Með henni eru gerðar ákveðnar
kröfur til þeirra sem eru í jafn-
launavottunum. Það lá vel fyrir
okkur þar sem við erum með fag-
gildingu fyrir aðra staðla að fara
inn á þetta svið, þetta er náskylt,“
segir Kjartan.
Hvernig er ferlið þegar fyrir-
tæki eða vinnustaðir óska eftir
jafnlaunavottun?
„Þetta hefur yfirleitt einhvern
aðdraganda. Oft byrjar það á
einhverjum þreifingum og upp-
lýsingagjöf. Ef fyrirtækið hefur
ákveðið að fara í vottun þá þarf
að sækja um og í framhaldinu fær
það sjálfsmatslista til að meta
hvar það stendur. Við fáum svo
sjálfsmatslistann afhentan og
gögn sem honum fylgja og skipu-
leggjum síðan úttekt í fyrirtækinu.
Þar er farið yfir alla þessa þætti
sem staðallinn fer fram á. Stóri
pakkinn er auðvitað launagrein-
ingin. Þá þarf að verðmeta störfin
og flokka þau í ákveðna flokka og
þá á maður að geta séð hvort það
sé einhver óútskýrður launamun-
ur á milli kynja, að ekki sé verið að
mismuna öðru hvoru kyninu. Það
að átta sig á stöðu mála er mikil-
vægur áfangi.“
Kjartan segir að misjafnt sé
hversu langan tíma taki að fram-
kvæma úttektir sem þessar. „Sum
fyrirtæki og stofnanir eru með
vottun samkvæmt einhverjum al-
þjóðlegum stöðlum og þá eru auð-
vitað ákveðin samlegðaráhrif. Svo
er auðvitað misjafnt hvernig fyrir-
tæki eru undir þetta búin, sum eru
með mjög góðar bókhaldsupplýs-
ingar og eiga auðvelt með að gera
þetta. Önnur virðast eiga erfiðara
með þetta og þá tekur þetta meiri
tíma.“
Mesta vinnan og kostnaður-
inn við jafnlaunavottun liggur í að
koma á stjórnunarkerfi sem upp-
fyllir kröfur staðalsins. „Margir
spyrja hvað það kosti að fá vottun.
Það átta sig ekki allir á því að þeir
þurfa kannski að inna af hendi
tífalt meiri vinnu en nemur okkar
kostnaði. Þeir sem eru á byrjun-
arreit þurfa stundum að átta sig
á því að þessi innanhúss vinna er
stærsti kostnaðarliðurinn,“ segir
Kjartan en kostnaður við vottun
ræðst af fjölda starfsmanna, mis-
munandi starfa og kjarasamninga.
Það þarf að reikna út fyrir hvert
fyrirtæki og stofnun fyrir sig.
Helstu verkþættir eru vottunin
sjálf, sem samanstendur af yfir-
ferð gagna og úttekt í viðkomandi
fyrirtæki eða stofnun. Síðan eru
árlegar úttektir til að fylgjast með
stöðu mála.
Kjartan segir að þó hann og
kollegar hans séu bundnir trúnaði
um viðskiptavini sína geti hann þó
upplýst um eitt sem hafi komið í
ljós. „Það hallar ekki alltaf á konur
– stundum hallar á kallana líka,“
segir hann sposkur.
Nánari upplýsingar má finna á
heimasíðunni, www.vottunhf.is.