Fréttatíminn - 11.03.2017, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 11.03.2017, Blaðsíða 20
20 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 11. MARS 2017 Þrif ehf. | Lækjasmári 86 | 201 Kópavogur | Sími: 8989 566 | www.thrif.net Fyrirtæki og húsfélög, gerum tilboð ykkur að kostnaðarlausu Bjóðum sérhæfða þjónustu fyrir íbúðir sem eru í túristaleigu Hefur þú þörf fyrir þrif Dóra Þórhallsdóttir er einn vinsælasti uppistandari í Noregi og sýnir fyrir fullu húsi í hverri viku, ár eftir ár. Hún fjallar um fjölskylduna og lífið, sem fer ekki alltaf eins og ætlað er, en grínið byggir hún á eigin reynslu. Samhliða því sinnir hún fjölskylduráðgjöf ásamt móður sinni. Hún er einstæð móðir, gefur sér tíma til að „deita“ og lifir sko engu nunnulífi. Þrátt fyrir öll þessi verkefni óttast hún ekki að missa tökin. Lykillinn er að láta ekkert sitja á hakanum. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@frettatiminn.is „HALLÓ ÍSLAND,“ heyrist hvellum rómi hinu megin á línunni um leið og svarað er. Þetta er uppistandar- inn og fjölskylduráðgjafinn Dóra Þórhallsdóttir sem talar frá Nor- egi, þar sem hún hefur alið mann- inn síðastliðin 40 ár, eða allt frá því fjölskyldan fylgdi föður hennar út í tveggja ára framhaldsnám í verk- fræði. Árin tvö teygðust hins vegar aðeins. Dóra er landsþekktur uppi- standari í Noregi og hefur slegið í gegn á síðustu árum með raunsönn- um og meinfyndnum lýsingum á því hvernig lífið fer ekki alltaf eins og ætlað er. Eins og hennar eigið líf. Hún rekur einnig fyrirtæki ásamt móður sinni sem sérhæfir sig í fjöl- skylduráðgjöf, fyrirlestrum, rekstri skóla og barnaheimilis, en þær eru með fjórtán manns í vinnu. Liggur í íslenska blóðinu „Þegar pabbi lauk náminu á sínum tíma þá bauðst honum vinna í tvö ár og eftir það átti að flytja heim. Þannig ég er alin upp við það að við ætluðum alltaf að flytja heim eft- ir tvö ár. Það var aldrei langt í að við færum til baka. Þetta hélt svona áfram þangað til ég var 18 ára og þá fór árafjöldinn að verða meiri.“ Rúmum fjörutíu árum síðar er öll fjölskyldan hins vegar enn búsett í Noregi, Dóra, tvær systur hennar og foreldrarnir. Þau hafa þó alltaf talað íslensku sín á milli og Dóra talar líka íslensku við börnin sín, 11 og 8 ára, sem reyndar svara henni á norsku. Tengslin við Ísland eru líka góð Varpar kómísku ljósi á hvers - dags leikann og Dóra heimsækir landið á hverju ári. Hún er nefnilega stolt af ís- lenska upprunanum og vill meina að íslenska blóðið sem rennur um æðar hennar geri það að verkum að hún er jafn framtakssöm og raun ber vitni. „Það eru engir aðr- ir en Íslendingar sem byrja samtal á þessum orðum: „Er ekki alltaf nóg að gera hjá þér?“ Ég er voða íslensk í mér. Það eru margir sem spyrja mig hvernig ég geti verið í þessu öllu og með tvö börn sem ég er með 70 prósent af tímanum. En þetta liggur allt í íslenska blóð- inu. Það eru svo mörg orð til í ís- lensku yfir að klára eitthvað fljótt, en engin sambærileg í norsku. Það er mjög séríslenskt að fá hugmynd og drífa hana strax í gang. Í Noregi fær maður hugmynd, situr og pælir í henni í tuttugu ár, eða þangað til það er orðið of seint að framkvæma hana. Ég hoppa bara út í hlutina, ég er ekkert að pæla of mikið í hvort þetta gangi eða gangi ekki, eða hvað öðrum finnst. Þess vegna er alltaf nóg að gera hjá mér og ég lifi mjög skemmtilegu lífi.“ Kann vel við athyglina Henni finnst æðislegt að bera ís- lenskt nafn í Noregi því það vekur yfirleitt athygli. Sem hún kann vel við. „Íslendingar taka svo vel eftir nafninu og þegar ég var að byrja í uppistandinu þá mundi fólk oft ekkert hvað ég hét, bara að ég væri íslenska fyndna konan. Svo er ég alltaf að tala um Ísland þó ég hafi alist upp í Noregi. Fólk er mjög fljótt að vilja heyra eitthvað um Ísland og segir mér kannski frá einhverjum Íslendingi sem það var með í skóla fyrir tuttugu árum og spyrja hvort ég viti hver það er.“ Dóra fékk líka sinn skerf af athygli þegar íslenska landsliðið í knattspyrnu sigraði hug og hjörtu Evrópubúa með frammistöðu sinni á EM í knattspyrnu á síðasta ári. Hún varð eiginlega sjálfskipaður kynningarfulltrúi landsins í útvarpi og sjónvarpi í Noregi. „Það vildu all- ir tala við mig um Ísland. En ég hr- ingdi bara í frændfólkið mitt á Ís- land og bað þau um að segja mér frá því sem var að gerast,“ segir Dóra hlæjandi. Hún grínast mikið og tek- ur sjálfa sig sjaldan mjög hátíðlega. Grein varð að uppistandi Það var hins vegar algjör tilviljun að Dóra endaði sem uppistandari. Þrátt fyrir að vera mjög opin og hress hafði aldrei hvarf lað að henni að feta þennan veg. „Margir grínistar byrjuðu strax í grunnskóla að vera trúðurinn í bekknum, en ég var ekki þannig. Ég var reyndar mjög félagslynd og talaði við alla. Amma hélt alltaf að mamma gæfi Ertu orðin leið á blekkingum? Dóra Þórhallsdóttir hefur spreytt sig á ýmsum sviðum og er þekkt í Noregi fyrir að hafa kjark til koma til dyr- anna eins og hún er klædd. Fyrir tveimur árum leiddi hún umfangsmikla herferð í norskum fjölmiðlum gegn skaðlegum áhrifum auglýs- inga. Hún sat fyrir á nær- fötum einum klæða og í herferðinni var sýnt hvern- ig tölvutækni er beitt til að breyta útliti kvenna. Yfirskrift herferðarinnar var: Ertu orðin leið á blekkingunum?

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.