Fréttatíminn - 11.03.2017, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 11.03.2017, Blaðsíða 26
GOTT UM HELGINA 26 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 11. MARS 2017 RUGL í Mengi Ekki missa af tvíeykinu í RUGL, einni mest spennandi hljóm- sveit landsins, verður með tón- leika í Mengi í kvöld. Hvar? Mengi Hvenær? Í kvöld kl 21 Hvað kostar? 2000 kr. ÞJÓNUSTA Í ALMANNAÞÁGU Stofnfundarfagnaður Frjálsrar fjölmiðlunar Frjáls fjölmiðlun, samtök til stuðnings óháðri og frjálsri fjölmiðl- un, verða stofnuð formlega í Háskólabíói í dag. Af því tilefni verð- ur slegið upp tónleikum og skemmtidagskrá þar fjöldi listamanna kemur fram til stuðnings málefninu, þar á meðal Svavar Knútur, Ellen Kristjánsdóttir, Magga Stína, Gísli Pálmi, Arnljótur Sigurðs- son úr Ojba Rasta, Kvennasveitin Tripola og hundrað kvenna kór undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Hljómsveit Eyþórs Gunnars- sonar leikur undir. Hvar? Háskólabíó Hvenær? Í dag. Húsið opnar kl 15 en skemmtiatriðin hefjast kl 16 Kostar? Ókeypis Söngvakeppni Sjónvarpsins Í kvöld mun ráðast hvaða tónlistaratriði mun sigra í söngvakeppni Sjónvarpsins og stíga á stokk í Kiev í Úkra­ ínu. Flestir landsmenn munu eflaust kjósa að fylgjast með keppninni i gegnum sjónvarpsskjáinn. Allra hörð­ ustu aðdáendur geta þó fjárfest í miða og mætt í Laugardalshöll til að hvetja sitt lag áfram. Hvar? Laugardalshöll Hvenær? 19.45 Hvað kostar? 2400-4900 Þýsk garage rokk hljómsveit á Gauknum Hljómsveitin The Roughtones hef­ ur ferðast til Íslands frá Þýska­ landi og munu halda uppi stuðinu á skemmtistaðnum Gauknum í kvöld. Heljarinnar rokk hátíð fyrir stuðbolta. Hvar? Gaukurinn Hvenær? 22 Hvað kostar? 1200 kr. Hugvísindaþing Háskóla Íslands Ef þig langar að hugsa og kryf­ ja málin í dag skelltu þér þá á Hugvísindaþing. Landslag, Salka Valka, konur og ofbeldi í bók­ menntum, myndlist, hreppstjór­ ar, skrælingjar, íslensk handrit og samtímaheimspeki eru meðal þess sem verður reifað í dag. Hvar? Háskóli Íslands Hvenær? í dag kl. 10-16.30 Hvað kostar? Ókeypis Vísnahátíð í Salnum Í dag verður efnt til sænsk­ íslenskrar vísnahátíð­ ar í Salnum í Kópavogi. Hátíðin hefst með fjölskyldu­ stund kl. 13, þar sem fram koma nokkr­ ir af gestum hátíðarinnar, söngkonan Guðrún Gunnarsdóttir, sænska þjóðlaga­ hljómsveitin Draupnir, Emma Härdelin, Aðalsteinn Ásberg og Þorgerður Ása, Storis & Limpan Band. Um kvöldið verða svo tón­ leikar þar sem fjöldi listamanna kemur fram. Hvar? Salurinn, Kópavogi Hvenær? Í dag kl 13 og í kvöld kl 20 Hvað kostar? Ókeypis Netlu-, túnfífla- og birkilaufstöflur örva brennslu og meltingu og eru bjúglosandi. Sérstaklega er mælt með vörunni til að hreinsa líkamann. Colonic Plus Kehonpuhdistaja www.birkiaska.is www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni. Bodyflex Strong Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. Evonia er hlaðin bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Bætiefni ársins í Finnlandi 2012. Evonia www.birkiaska.is www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.