Fréttatíminn - 11.03.2017, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 11.03.2017, Blaðsíða 42
Aðalefni: 32443 Minna efni: 32500 Þorkell Guðmundsson ráðgjafi hjá PwC afhendir Herdísi Pálu Pálsdóttur hjá RB Gullmerki Jafnlaunavottunar PwC. Markvissar launabreytingar byggðar á gögnum Hvernig RB útrýmdi launamun í fyrirtækinu með Réttlaunalíkani PwC. Unnið í samstarfi við PwC PwC hefur frá árinu 2010 gert jafnlaunaúttektir hjá fyrir-tækjum og stofnunum hér-lendis. Markmiðið með þeim er að mæla hve mikill óútskýrður launamunur er milli karla og kvenna. Hugmyndafræði jafnlaunaúttekta gengur út á það að innan fyrirtækja eigi laun fyrir störf að endurspegla inntak þeirra og/eða verðmæti al- gerlega óháð kyni. Fyrst og fremst á eðli starfa að ráða mestu um laun, en eiginleikar eins og starfsaldur, lífaldur, staða í skipuriti og menntun geta einnig haft áhrif. Til að mæla launamun í fyrirtækjum beitir PwC línulegri fjölbreytu-aðhvarfsgrein- ingu (e. multiple linear regression). Þessi aðferð er sú eina sem getur einangrað áhrif allra forsenda á laun hjá öllum starfsmönnum samtímis. Það sem eftir stendur er sá launa- munur sem verður eingöngu rakinn til kyns, oftast kallað „óútskýrður launamunur“. Óútskýrður launa- munur í jafnlaunaúttektum hjá fyrir- tækjum og stofnunum í úrtaki PwC hefur lækkað jafnt og þétt á undan- förnum árum. Mörg fyrirtæki marka sér launa- stefnu sem er í samræmi við jafn- réttisstefnu þess og taka launa- ákvarðanir byggða á henni. Slík stefna og ætlun um að fylgja henni er þó ekki nægjanleg. Margt getur orðið til þess að „sjúska“ launavið- mið í fyrirtækinu yfir lengri tíma. Þannig getur myndast eða aukist launamunur í fyrirtækinu án þess að þar sé um meðvitaða ákvörðun að ræða. Dæmi um þetta er mis- munandi markaðsástand á milli ára, þar sem sumir starfsmenn eru ráðn- ir inn á tímum þar sem skortur er á vinnuafli, eða skortur á starfsmönn- um með tiltekna menntun/hæfileika og þessir starfsmenn geta því gert hærri launakröfur en aðrir sem voru ráðnir inn á tímabili sem ein- kenndist af slaka eða kreppu. Launaákvarðanir við nýráðningar sem og við árlega yfirferð launa skipta miklu fyrirtæki miklu máli. Mikilvægt er að þau nýti sem best það tækifæri sem launabreytingar eru til að rétta af kúrsinn og færa launaviðmið fyrirtækisins í rétta átt, til jafnra launa fyrir sambæri- leg störf. Til að mæta vaxandi kalli á mark- aðnum eftir tæki til að aðstoða við launaákvarðanir í fyrirtækj- um þróuðum við lausn sem kallast Réttlaunalíkan. Upphaflega var þessi lausn hugsuð til að aðstoða viðskiptavini okkar við að draga úr launamun karla og kvenna. En virkni lausnarinnar er miklu meiri en bara sú, því hún nýtist ekki síður sem hjálpartæki við að jafna laun fyrir sam- bærileg störf í fyrirtækum óháð þjóðerni, trúarbrögð- um, uppáhaldsíþróttafélagi eða hverju öðru því sem ætti ekki að áhrif á laun einstaklinga. Reiknistofa bankanna fór nýlega í gegnum þetta ferli og náði með að- stoð réttlaunalíkansins að útrýma þeim launamun á milli kynja sem fyrir var í fyrirtækinu og er nú með Gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC. Réttlaunalíkanið er ekki eingöngu afar skilvirkt hjálpartæki fyrir for- gangsröðun launabreytinga held- ur gefur það nákvæma forskrift um upphæð launabreytinga með það að markmiði að jafnvægi í launum náist með sem hagkvæmustum hætti. Herdís Pála Pálsdótt- ir, framkvæmdastjóri Mannauðs- og markaðs- mála hjá RB, var ábyrgðaraðili ver- kefnisins. „Laun eru eitthvað sem skiptir alla máli, fyrirtæki og starfs- fólk og það skiptir miklu máli að standa vel að öllu varðandi launa- setningu og launaákvarðanir. Við launaákvarðanir er horft til margra þátta eins og þekkingar, menntunar, reynslu, ábyrgðar, frammistöðu o.fl. Útskýring á mismunandi launum ætti því að liggja í slíkum þáttum en aldrei kyni,“ segir Herdís. „Þegar við fórum að velta fyrir okkur jafnlaunaúttekt fórum við fljótt að horfa til PwC, enda heyrt góðar reynslusögur frá öðrum sem höfðu nýtt sér úttekt frá þeim. Vinnan við verkefnið var meiri en við sáum fyrir en á móti hefur maður góða tilfinningu fyrir því að réttar niðurstöður hafi fengist. Mikil vinna fór í að „verðmeta“ störf, þ.e. hvaða störf væri hægt að grúppa saman, sérstaklega af því að í sumum starfsheitum hjá okkur er bara starfsfólk af öðru kyninu. Við erum því mjög stolt af því að hafa náð því að fá Gullmerki Jafnlauna- úttektar PwC og er sú viðurkenn- ing í samræmi við áherslur okkar í mannauðsmálum,“ segir Herdís. Við í VR höfum lengi barist fyrir launajafn-rétti karla og kvenna á vinnumarkaði. Við höfum meðal annars lagt áherslu á það í kjarasamning- um, farið í herferðir, gert launa- kannanir, komið af stað umfjöllun í samfélaginu og nú síðast gefið út Jafnlaunavottun VR. Það er hins vegar afar mikilvægt að stjórnvöld leggi sitt af mörkum til þessarar baráttu, án þess náum við aldrei markmiðinu um jafnrétti. Ég fagna því að í farvatninu sé frum- varp um að lögbinda jafnlauna- vottun og bind miklar vonir við það,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR. VR hefur verið í fararbroddi baráttunni fyrir launajafnrétti árum saman. Sú barátta hefur skilað þeim árangri að launa- munur kynjanna innan félagsins hefur dregist saman. En það er ekki nóg, segir Ólafía, og hvorki félagsmenn VR né aðrir hafa efni á því að bíða í áratugi eftir því að jafnrétti sé náð. Þess vegna sé það sérstakt ánægjuefni að nýr ráð- herra félags- og jafnréttismála hafi boðað frumvarp sem festir í lög jafnlaunavottun. „Ráðherra hefur óskað eftir umsögn okkar og við erum einmitt að vinna í henni núna,“ segir Ólafía. Jafnlaunastaðallinn var gefinn út af Staðlaráði Íslands í lok árs 2012 en hann er sá fyrsti sinnar tegundar. Í febrúar árið 2013 var Jafnlaunavottun VR svo hleypt af stokkunum. Vottun VR er stjórntæki fyrir atvinnurekendur til að meta launajafnrétti innan fyrirtækja. Hún byggir á jafn- launastaðlinum og staðfestir að viðkomandi fyrirtæki hafi tileink- að sér viðurkennda aðferðafræði og viðmið til að tryggja launa- jafnrétti kynjanna. Vottunarferl- ið felst í ítarlegri úttekt á laun- um starfsfólks, starfaflokkun og öðrum þáttum sem hafa áhrif á kjör og staðfestir jafnrétti til launa innan fyrirtækisins, þ.e. að konur og karlar fái sömu laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Um sex þúsund starfsmenn á vinnumarkaði starfa nú hjá fyrir- tækjum sem hafa fengið Jafn- launavottun VR. Stefna VR frá upphafi var alltaf að láta verkefnið Jafnrétti til launa er einfaldlega sjálfsögð mannréttindi Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, fagnar því að í farvatninu sé frumvarp um að lög- binda jafnlaunavottun. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, fagnar því að í farvatninu sé frumvarp um að lögbinda jafn launavottun. Launamunur í jafnlaunaúttektum PWC 2010-2017 6 LAUGARDAGUR 11. MARS 2017LAUNAJAFNRÉTTI

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.