Fréttatíminn - 11.03.2017, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 11.03.2017, Blaðsíða 14
14 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 11. MARS 2017 S Ó F A D A G A R 3 Helgi Hrafn Jónsson er tónlistar- maður sem er kannski ekki ýkja áberandi í tónlistarlífi Íslands en hefur nóg að gera á erlendri grund. Hann er samt búinn að senda frá sér fimm plötur með tónlist sinni, þrjár stórar plötur og þrjár EP-plötur og síðsumars er ný breiðskífa á leiðinni. Helgi Hrafn leikur líka og syngur með eigin- konu sinni, hinni dönsku Tinu Dickow, sem er einhver alskærasta poppstjarna heimalandsins. Þau vinna náið saman og ferðast reglu- lega um Evrópu og Bandaríkin til tónleikahalds. Fréttatíminn hitti Helga til að hlera um líf tónlistar- mannsins sem nú er komið í fastar skorður eftir veikindi. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Huldumaður í íslensku tónlistarlífi – Nóg að gera í Evrópu Tónlistarmaður- inn Helgi Hrafn Jónsson hefur á síðustu árum ferðast víða um lönd með tónlist sína. Hann undir- býr nú ferðalög vorsins auk þess sem hann vinnur jafnt og þétt í sinni sjöttu plötu. Mynd | Hari „Hjá mér er lífið eiginlega þrískipt þegar kemur að vinunni,“ segir Helgi Hrafn Jónsson þegar hann er beðinn um að lýsa sínum daglega veruleika. „Fyrir utan fjölskyldulífið snýst þetta eiginlega allt um tónlist, frítíminn er eitthvað takmarkaður. Ég spila og syng í tónlist konunnar minnar, Tinu Dickow, og hún spil- ar í minni tónlist. Síðan hef ég verið að vinna að mjög spennandi tónlist- arverkefnum í leikhúsi í Þýskalandi meðfram því. Þetta gengur bara vel, ég næ að lifa af tónlistinni og þá er maður auðvitað búinn að „meika“ það í þessum bransa, ef svo má segja. En okkur gengur auðvitað fyrst og fremst svona vel af því að konan mín er poppstjarna, með mikla reynslu og klók í sínum við- skiptum. Hún gefur út sína tónlist sjálf og hefur meira en nóg að gera. Ætli það sé ekki rétt að líta á mín eig- in tónlist frekar sem einhvers kon- ar samfélagsverkefni,“ segir Helgi Hrafn og hlær. Norræn samvinna Allt virkar þetta vel saman. Helgi er klókur lagasmiður og hljóðheimur tónlistarinnar er útpældur og vand- aður. Eiginkonan, Tina Dickow, hef- ur notið mikilla vinsælda í heima- landinu og gefið út tíu plötur með sinni tónlist. Þau Helgi kynntust fyrst árið 2008 en það var þriðji tónlistarmaðurinn, hinn færeyski Teitur, sem kynnti parið þegar þau spiluðu öll saman á tónleikaferða- lagi Færeyingsins. „Ætli það megi ekki segja að þetta hafi verið nor- ræn samvinna að bestu gerð,“ seg- ir Helgi brosandi. Þau Tina gengu í hjónaband 2014, gera í dag út frá Seltjarnarnesi þar sem þau hafa búið frá 2011 og eiga saman þrjú ung börn, það nýjasta er aðeins mánaðar gamall drengur. „Það er svo skemmtilegt að laga sig að rödd annars einstaklings og ég fæ mikið út úr því að syngja með konunni minni,“ segir Helgi Hrafn. „Auðvitað er óvenjulegt að vera svona tónlistar-par sem kropp- ar í tónlist hvors annars. Við erum eiginlega alltaf saman. Munurinn er kannski bara sá að ég er meira í stúdíóinu á meðan vinna Tinu fer meira fram í huganum. Hún tengir einhvern veginn ótrúlega vel milli heilahvela og á mjög auðvelt með að sjá heildarmyndina. Það er mjög ólíkt hvernig við nálg- umst hlutina eftir því hvort við erum að vinna að minni tónlist eða tónlist Tinu. Ég er kannski í meira þjónandi hlutverki í hennar tónlist en ég nýt þess í botn að syngja með henni. Útrás mín fyrir sköpunarþörfina er hins vegar allt önnur þegar kemur að minni tónlist. Hún stendur mér nær og ég er feimnari við að setja hana fram enda er maður að sýna betur inn í kjarna á sér. Ég verð að segja að ég mjög viðkvæmur þegar kemur að minni tónlist. Þá er allt persónulegra. Sköpunin er mér mik- ilvæg og ég nýt hennar en hún er í raun og veru alveg nóg, ég þyrfti svo sem ekkert að ganga lengra en það.“ Evrópa Samt fer Helgi Hrafn lengra með sína eigin tónlist en bara í hljóðver- ið. Hann flytur hana á tónleikum víða um lönd, þó að Þýskaland og þýskumælandi löndin þar í kring séu megin leikvöllurinn. „Þjóðverjar eru langt komnir í tónleikahaldi. Í hverri smáborg er frábær tónleikastaður, falleg hús með góðum áheyrendum sem kunna að fara á tónleika. Ég fæ lang mest út úr tónleikahaldi og það er gaman að spila í Þýskalandi. Mér finnst alltaf frábært þegar einhver galdur verður til í salnum og Þjóð- verjar hlusta vel. Fólkið í salnum leggur alveg jafn mikið til tónleik- anna og við á sviðinu.“ Helgi Hrafn er menntaður básúnuleikari en hann flutti til Aust- urríkis nítján ára gamall til að læra á það hljómfagra hljóðfæri og bjó í átta ár í Graz. Básúnuna notar hann enn í tónlistina, þó hann leiki mest á gítar og píanó í dag. Tónleikahaldið hefur meira og minna farið fram erlend- is. „Það er skiljanlegt að fólk upplifi mann sem dálítinn huldumann í ís- lensku tónlistarlífi. Þetta hefur bara æxlast svona, að ég hef verið meira erlendis. Það tengist árunum í Aust- urríki og svo fór ég á tónleikaferða- lög með Sigur Rós og Teiti hinum færeyska. Síðan þá hefur verið nóg að gera erlendis, en inn á milli hef ég skotið inn litlum tónleikum hér og þar hér heima.“ Síðan er það leikhúsið sem Helga Hrafni þykir spennandi. Hann hefur unnið náið með þýska leikskáldinu og leikstjóranum Falk Richter sem er risanafn í þýskum leikhúsheimi. Helgi hefur komið að verkefnum Richter í Borgarleikhúsinu í Frank- furt og Þjóðaróperunni í Berlín og framundan er annað spennandi verkefni leikhúsmannsins í Stokk- hólmi á næsta ári í þjóðarleikhús- inu Dramaten. Í sýningunum hef- ur tónlist Helga leikið stórt hlutverk og hann leikið og sungið lög sín á sviðinu auk þess sem hann leggur til tónlist sem fylgir framvindu leik- verkanna. „Að vinna með Falk Richter hefur verið alveg mögnuð reynsla. Þarna er maður eflaust að vinna með ein- hverjum mesta fagmanni leikhús- heimsins alls. Hann er á svakalegu flugi og verkefni hans vekja mikla athygli og aðdáun.“ Hneig niður á sviði Það var síðasta vor sem Helgi Hrafn var að spila á tónleikum í Hannover í Þýskalandi þegar hann hneig skyndilega niður á sviðinu. Þegar heim til Íslands var komið tók við aðgerð á hjarta, sem átti að vera lítil og létt, en reyndist alvarlegri þegar til kom. „Ég var á leiðinni á tónleik- ana með Radiohead daginn eftir og var alveg harður á því að fara á þá. Svæfingin átti að vera 2-3 tím- ar en varð hins vegar ellefu tímar. Aðgerðin var meiriháttar og við tók langt bataferli. Ég var ljónheppinn, til dæmis með það að fá yfir höfuð að fara á Reykjalund í endurhæfingu. Það var alveg magnað og að mörgu leyti er þetta hálfgerð endurræsing á lífinu að fá að halda áfram og byggja sig upp.“ Helgi Hrafn er ekki frá því að veik- indin hafi aukið með sér hugrekkið sem hann segir að þurfi að vera til staðar fyrir listamenn. „Ætli þetta hafi ekki sett gildi mín í meira sam- hengi í huga mér og slegið dálítið á hégómann hjá mér og viðkvæmni mína við því að setja fram það sem ég er að hugsa í tónlist minni.“ Það er auðvitað hægt að syngja um allt milli himins og jarðar og þegar kemur að textasmíðum leit- ar Helgi Hrafn oft til Tínu, enda nálgast þau tónlistarsköpun sína á ólíkan hátt. Textarnir eru að verða fjölbreyttari. „Á næstu plötu er til dæmis lag sem undirstrikar að við erum öll saman á þessum sökkvandi báti sem jörðin er í dag. Íslendingar telja sér til dæmis trú um að þeir séu svo „græn“ þjóð, en raunin er önnur. Við erum ægilegir sóðar og sóunin er langt í frá minni hér en hjá nágrannaþjóðunum. Síðan er þarna hálfgerður baráttusöngur líka, þannig að yrkisefnin eru því misjafnlega myrk. Það má kannski segja að pólitíkin sé alltaf að læðast meira og meira inn í hjá mér enda hef áhuga á henni, eins og maður verður eiginlega að hafa eins og stað- an er í dag.“ Helgi Hrafn Jónsson undirbýr ferðalög sín í Evrópu í vor og sumar en hann ætlar að hita upp fyrir þau ferðalög með tónleikum í Kaldalóni í Hörpu 22. mars næstkomandi. „Þjóðverjar eru langt komnir í tónleikahaldi. Í hverri smáborg er frábær tónleikastaður, falleg hús með góðum áheyrendum sem kunna að fara á tón- leika. Ég fæ lang mest út úr tónleikahaldi og það er gaman að spila í Þýska- landi.“ Tónlistin hjá Tinu og Helga er oft mikið rödduð, söngstíl- inn fallegur og útsetningarnar mikið raddaðar. Hjá tónlist- arhjónun- um Tinu Dickow og Helga Hrafni Jónssyni snýst allt meira og minna um tónlist. Seltjarnarnes hefur verið heimavöllur þeirra síðustu ár en tónlistin fer víða.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.