Fréttatíminn - 11.03.2017, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 11.03.2017, Blaðsíða 16
16 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 11. MARS 2017 sem hefur örugglega aldrei gert upp á milli, hvorki fólks, né forseta. Hún hefur einstaklega fallega nærveru. Samvera og súpa Súpan kostar 350 kr. og hægt er að stinga peningunum í bauk sem stendur á bakka með niðurskornu brauðinu. Á bauknum er miði með áletruninni „Samvera og súpa“. En engum er neitað um súpuna. Ef gestirnir geta ekki borgað fyrir sig þá er það í góðu lagi. Reglan er bara sú að borga ef þú getur borgað. Ágóð- inn og það fé sem safnast er notað í vorferðalagið sem er farið í maí. Einu sinni fengum við góðan styrk og þá var súpa tvisvar í viku. Við gætum þetta ekki án þess að fá styrk sem við sækjum til Reykjavíkurborgar og Ör- yrkjabandalagsins. Við höfum eldað súpu á fimmtudögum en það er bara þegar við fáum aukastyrk til dæmis frá Sorpu, Pokasjóði eða Góða hirðin- um. Breiðholtsbrúin Jóna hljóp í skarðið kvöldið áður og eldaði súpu fyrir Breiðhyltinga í s a mba nd i v ið Breiðholtsbrúna sem er nýtt samvinnu- verkefni Hjálp- arstarfs kirkjnn- ar, Hverf isráðs Breiðholts, sókn- anna í Breiðholti og Pepps á Íslandi. Það er mikil spenn- ingur fyrir þessu verkefni sem á fyr- irmynd í Glasgow og kallast þar á bæ „Bridge the Gap“. Breiðholtsbrú- in er tengibrú á milli fólks í hverf- inu og upphaf- lega hugmyndin, eins og hún var hugsuð í Glasgow, var að brúa bilið milli íbúa hverfis- ins, innlendra og útlendinga. „En aðallega voru þetta Íslendingar sem komu gær, hátt í 80 manns og prestinum var boðið líka,“ segir Jóna sem eldaði sveitasúpuna sína handa fólkinu Breiðholtskirkju. Í sveitasúp- una notar Jóna kjöthakk, grænmeti, tómatpasta og smá rjóma. „Hún er rosalega góð,“ segir Jóna. Breiðholtsbrúin er haldin fyrsta og þriðja mánudag í hverjum mánuði - alla jafna í Fella- og Hólakirkju og byrjað að borða kl. 11.30 og þeir sem vilja hjálpa til mæta kl. 10 Eldaði fyrir Kaupþing Jóna sem hefur meirihluta starfsævi sinnar unnið í eldhúsi er haldin fötl- un sem hún hefur átt í síðan hún lenti í slysi 15 ára gömul. „Ég er með mjög slæmar axlir og get ekki lyft höndum upp i efri skápana, ég veit ekki hvort að það sé hægt að kalla þetta lömun.“ Hún lá þrjá mánuði á spítala, og gat ekki staðið í fæturna. „Og svo stóð ég upp og fór bara heim í sveitina og gekk í störfin þar. Sveitin mín er rétt hjá Ísafirði og heitir Arnardalur.“ „Ég hef alltaf eld- að mikið í mötu- neytum og eld- húsum. Ég eldaði lengi fyrir aldr- aða í Árskógum og svo eldaði ég ofan í bankafólk- ið á Hlemmi þegar bankinn hét enn- þá Kaupþing. Þá var aðaleldhúsið í Borgartúni og ég var á Hlemmi. Ég fékk matinn send- an og fulleldaði hann og sá um að koma þessu í fólk- ið og vaska upp á eftir. Þetta stóð í 60 manns. Þar var svo margt i matinn og gott og oftast boðið upp á grænmetisrétti. Súpa á föstudögum og salatb- ar og helgarmatur á fimmtudögum. En ég missti vinnuna í hruninu 2008, orðin 62 ára gömul og ekki auðvelt að finna neitt á þeim aldri, segir Jóna sem hefur hinsvegar staðið í eldhús- inu í Sjálfsbjörg á hverjum þriðjudegi og tekið á móti gestum sínum og gefið þeim súpu og hlýjar móttökur. Súpuborgin Víða um borgina er hægt að fá ódýr- an eða ókeypis mat að borða. Hérna eru nokkrir staðir nefndir: Hlut- verkasetrið býður upp á súpu í há- deginu á miðvikudögum. Nunnurn- ar af reglu Maríu Teresu bjóða upp á morgunmat á hverjum degi í húsa- kynnum sínum í Ingólfstræti. Hjálp- ræðisherinn í Mjódd býður í mat síð- asta föstudaginn í mánuði hverjum. Kaffistofa Samhjálpar, Borgartúni 1 (Guðrúnartúnsmegin), er fyrir utan- garðsfólk og aðra aðstöðulausa. Af- greiðslutími hennar er á milli kl. 10 og 14 alla virka daga. Kaffistofan er einnig opin um helgar en þá er opið á milli klukkan 11 og 14. Súpugerðar­ meistarinn og sjálf­ boðaliðinn Jóna Marvinsdóttir stendur við pottana á hverjum þriðjudegi og tekur á móti gestum sínum í félagsheimili Sjálfs­ bjargar. Í súpu hjá Jónu á þriðjudögum Alda Lóa Leifsdóttir aldaloa@frettatiminn.is Síðan ég missti vinnuna árið 2008 hef ég komið hing-að á hverjum þriðjudegi og eldað súpu í hádeginu,“ segir Jóna Marvinsdóttir matreiðslukona og sjálfboðaliði hjá Sjálfsbjörg í Hátúni 12, nánar tiltek- ið Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. „Ég reyni að hafa þær góðar,“ bætir hún við og blítt brosið breiðist yfir andlit hennar. „Þetta eru um það bil tíu mismunandi súpur sem ég rótera með. Fjórar súpur geri ég frá grunni: íslenska kjötsúpu, sveitasúpu og sjáv- arréttasúpu ef ég næ í góðann fisk og gamla brauðsúpan sem er voða vin- sæl, og svo er auðvitað baunasúpan á sprengidaginn. Síðan er ég með nokkrar súpur þar sem ég bæti ein- hverju eins og blómkáli, sveppum, og kryddi í grunna sem ég kaupi til- búna. Ég set súpu dagsins inn á feis- búkkið kvöldið áður. Í dag er ég með sveppasúpu.“ Gerir ekki upp á milli „Þetta er ósköp blandaður hópur sem kemur hingað í súpu fatlaðir og ekki fatlaðir,“ segir Jóna og eys súpu fyrir einn gestinn sem vill fá súpuna í kaffimál en ekki í súpudiskinn. Fólk utan úr bæ og svo íbúar hérna úr blokkunum í kring koma í súpuna. Þetta er ætlað þeim sem eiga lítinn pening. Í súpuna í dag mættu um það bil 25 manns. Það er frekar fá- mennt en stemmningin er náin og „Ég hef alltaf eldað mikið í mötuneytum og eldhús- um. Ég eldaði lengi fyrir aldraða í Árskógum og svo eldaði ég ofan í bankafólk- ið á Hlemmi þegar bank- inn hét ennþá Kaupþing.“ Gestum sem eru aflögufærir er boðið að borga 350 kr. fyrir súpu og brauð. Ágóðinn rennur í vorferðina. Jóna Marvinsdóttir hefur eldað súpur fyrir fólk með litla peninga milli handanna síðan hún missti vinnuna í eldhúsinu hjá Kaupþingi árið 2008. Mynd | Hari Styrkirnir eru ætlaðir til  niðurgreiðslu á kostnaði vegna kaupa á ljósmyndum til birtingar frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Styrkirnir  eru vegna útgáfu bóka og annars efnis sem kemur út á árinu  2017 eða í ársbyrjun 2018. Tilgangur styrkveitinganna er að hlúa að varðveislu menningararfleifðar Reykjavíkur og miðlunar hennar í fjölbreyttu formi. Þriggja manna dómnefnd skipuð tveimur starfsmönnum Borgarsögusafns Reykjavíkur og skrifstofustjóra menningarmála metur umsóknir. Í umsókn komi fram nauðsynlegar upplýsingar um umsækjanda ásamt  lýsingu á fyrirhugaðri útgáfu og verðáætlun Ljósmyndasafns Reykjavíkur vegna afgreiðslu ljósmynda í höfundarétti sem bera birtingagjald skv. gjaldskrá safnsins. Umsókn merkt ,,Myndrík miðlun/útgáfa“ berist á netfangið menning@reykjavik.is. Umsóknir berist í síðasta lagi í dagslok þriðjudaginn 2. maí. Reykjavíkurborg Styrkir fyrir sérstaklega myndríka miðlun/útgáfu tengda sögu og menningu í Reykjavík hlýleg. En það fjölgar alltaf þegar fer að líða á mánuðinn, þegar nær dreg- ur mánaðamótum. Síðast allavega var fullt út af dyrum en það var nær mánaðamótum og forsetinn kom í heimsókn. „Hann er svo alþýðlegur, hann talaði við alla. Hann er svo ólík- ur hinum forsetanum sem kom líka í heimsókn á sínum tíma. En þeir eru báðir ágætir á sinn hátt,“ segir Jóna

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.