Fréttatíminn - 11.03.2017, Page 12

Fréttatíminn - 11.03.2017, Page 12
EINELTI VANDAMÁL SAMFÉLAGSINS 12 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 11. MARS 2017 Vanda Sigurgeirsdóttir hefur sérhæft sig í jákvæðum forvörnum gegn einelti og leggur áherslu á vináttu og samvinnu. Að koma í veg fyrir að einelti hefjist með því að hefja forvarnir snemma. Einelti er vandamál alls hópsins. Það er ekki bara vandamál þeirra sem verða fyrir því eða beita því, þetta snýr að öllum hópnum. Það eru allir með eitthvert hlutverk, líka þeir sem eru bara að horfa á, þeir viðhalda ástandinu ef þeir grípa ekki inn í. Þegar maður er að leysa úr einelti þá þarf bæði að vera með inngrip sem snýr að einstaklingnum og öllum hópnum,” segir Vanda Sigurgeirs- dóttir, lektor í tómstunda- og félags- málafræði við mennta-vísindasvið Háskóla Íslands, sem hefur sérhæft sig í forvörnum gegn einelti, bæði í leik- og grunnskólum. Vanda hef- ur rætt við fjölda þolenda eineltis í vinnu sinni og flestir eru þeir sam- mála um að það hefði þurft að vinna meira með gerendum til að ná ár- angri í að uppræta eineltið. Er þetta einnig rauði þráðurinn í frásögnum viðmælenda Fréttatímans sem allir eiga það sameiginlegt að hafa upp- lifað alvarlegt einelti í grunnskóla. „Það er oft of lítil vinna í of skamman tíma. Það er kannski talað við gerendur einu sinni eða tvisvar. Það þarf að vinna með það og vinna þangað til hegðuninni er hætt. Það getur alveg tekið marga mánuði en það má ekki gefast upp,“ segir Vanda Þessar upplýsingar, og ýmsar fleiri frá þolendum, nýtir hún þegar hún fer inn í skólana með fyrir- lestra og ráðgjöf. En forvarnarvinna hennar gengur aðallega út á að styðja við, styrkja og hjálpa einstak- lingum, þolendum jafnt sem ger- endum og á sama tíma vinna með hópinn sem eina heild. “Þá er ver- ið að vinna með vináttu, samskipti og umburðarlyndi og búa til góðan anda í hópnum. Það er nefnilega ekki einelti í öllum hópnum. Það er mikilvægt að höfða til krakka og fá þá til að taka ákvörðun um að leggja ekki í einelti. Því ef það eru ekki gerendur þá er ekkert einelti,” útskýrir Vanda. „Í stórum hluta af mínum forvörn- um er ég ekki að tala beint um ein- elti. Mér finnst að sjálfsögðu mik- ilvægt að allir viti hvað það er, en mínar forvarnir eru meira á já- kvæðu nótunum og ganga út á að efla samkennd og ýta undir góð sam- skipti. Ég hef tröllatrú á því að það virki að gera þetta þannig.“ Gerendatilburðir í leikskóla Vanda segir mikilvægt að grípa snemma inn í ef börn sýna gerenda- tilburði og þá er það hlutverk fag- fólks að vera vakandi fyrir ákveðnu hegðunarmynstri. Það er svo mikil- vægt að byrja að vinna með krakka eins fljótt og hægt er, strax í leikskól- um. Það er ekki bara mín skoðun heldur eru rannsóknir sem sýna fram á mikilvægi þess.“ Slíkt forvarnarstarf er nú þegar hafið í mörgum leikskólum hér á landi. Á vegum Barnaheilla er til að mynda í gangi forvarnar- verkefni sem heitir Vinátta, en Vanda hefur sjálf líka verið að þróa forvarnarvinnu sem notuð er á nokkrum leikskólum. „Rannsókn- ir sýna fram á það og leikskóla- kennarar segja það líka að það er oft hægt að finna krakka sem eru í áhættuhópi. Hóphegðun byrjar svo snemma en hún er ekki orðin alveg föst í leikskóla.“ Þegar Vanda talar um að finna krakka sem eru í áhættuhópi á hún bæði við mögu- lega þolendur og gerendur. „Þetta eru auðvitað ekki einsleitir hópar. Það er ekki hægt að segja að þolend- ur séu svona og gerendur hinsegin, en það eru ákveðin hættumerki. Gerendahegðun, eins og árásar- girni, undirferli og stjórnsemi, er eitthvað sem er hægt að sjá strax á leikskóla. Það er því frábært tæki- færi fyrir bæði fagfólk og foreldra að byrja að vinna með þetta snemma. Hver vill það ekki? Ef barnið manns er að sýna hegðun í þá átt að meiða og vera vont við önnur börn, þá vill maður alltaf breyta því.“ Vanda segir vel hægt að grípa inn í neikvæða hegðun einstak- linga svona snemma á lífsleiðinni og stýra henni til betri vegar. „Þetta eru bara börn og þó þau sýni nei- kvæða hegðun og það er vel hægt að vinna með það. Því fyrr því betra. Ef einelti nær að fara af stað þá getur það orðið mjög flókið. Það er nefni- lega engin uppskrift að einelti. Þetta eru erfið mál og miklar tilfinningar í spilinu. Mín skoðun er því sú að tíma okkar sé vel varið í að gera allt sem í okkar valdi stendur í að hindra að einelti fari af stað. Aðallega út frá líðaninni séð, en það er líka hægt að umreikna þetta í peninga. Eitt eineltismál kostar peningalega séð mjög mikið þó að mér finnist það vera algjört smáatriði. En þegar rík- ið og sveitarfélögin eru að ákveða í hvað á að setja peningana þá borga forvarnir sig margfalt til baka.“ Reiknaðu með að einelti sé til staðar og leitaðu Talað við gerendur en ekkert gerist Bernharð Máni Snædal, 13 ára, og móðir hans, Natalía Ósk Ríkarðs- dóttir Snædal lýstu upplifun sinni af einelti í hans garð í Fréttatímanum fyrir skömmu. Upplifun þeirra er sú að máli hans sé sópað undir teppi í skólanum og honum er sagt að passa sína hegðun. Máni er einhverfur, greindur með ADD og kvíðaröskun, og er því öðruvísi, eins og þau orða það sjálf. Þegar hann kom svo út úr skápnum á síð- asta ári jókst eineltið til muna. „Við höfum stanslaust reynt að uppræta þetta en það hefur gengið illa. Honum er bara sagt að passa sig. Að hann eigi að passa hvernig hann hagar sér og kemur fyrir. Stundum langar hann að vera málaður en honum er bent á að það sé kannski betra að sleppa því. Hann fær þær leiðbeiningar frá skólastarfsfólki. Honum er ráðlagt að stuða ekki krakkana,“ sagði Natalía í viðtalinu. „Það hefur verið talað við þessa drengi en það ger- ist ekki neitt og þeir halda áfram,” bætti Máni við. frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 16. tölublað 8. árgangur Laugardagur 25.02.2017 Bernharð Máni Snædal er litríkur og skemmtilegur þrettán ára strákur, stundum með bleikt hár, stundum með gloss eða maskara. Hann er einhverfur og með kvíðaröskun og ákvað ungur að koma út úr skápnum. Mér er skítsama hvað þeir seg ja 8 14 28 26 Heildarþjónusta í ræstingum húsfélaga S. 555 - 6855 HUSFELAG.IS womensecret.com Smáralind 2. hæð S: 519 3020 FRÍSKLEGT OG LÉTTKRYDDAÐ Hægri- sinnaðasti ráðherrann Nærmynd af Sigríði Á. Andersen Vil bara gera það sem ég hræðist Sigríður Lárusdóttir kafar dýpra Mynd | Hari 38 Datt í það og skipti um nafn Alice Brown heitir nú Aðalheiður Eyvör 20 Lögfræðingur á flótta Heba Aljaraki vill fá að lifa í friði 12 Fjórða bylgja femínisma er stéttabarátta Forsíða blaðsins 25. febrúar. Samstarf foreldra skiptir öllu máli Það er margt gott gert til að sporna við eineltismálum í skólum lands- ins, að sögn Vöndu, en hún bendir á að yfirleitt séu ekki sagðar fréttir af því sem vel gengur. „Það er verið að stoppa eineltismál út um allt land en oft er sú mynd dregin upp að ekkert sé gert. Sem er alls ekki rétt. Ég hitti skólafólk á hverjum degi sem leggur hjarta og sál í þá vinnu að börnunum líði vel. Það er verið að vinna mikið af fínu starfi en það tekst auðvitað ekki alltaf og að hluta til er það af því að þessi mál eru flókin, en stundum af því foreldrarnir eru ekki til í sam- starf. Þetta gengur langbest þegar foreldrarnir eru til í samstarf.“ Vanda hefur rætt við kennara í rýnihópum og þar hefur komið skýrt fram að það gengur best að uppræta einelti ef samstarfið við foreldra er gott. Það virðist skipta mestu máli. „Þegar illa gengur er samstarfið yfirleitt ekki nógu gott. Ég vil ekki draga úr ábyrgð skólans en einelti er ekki vandamál grunn- skólans eingöngu. Ábyrgð foreldra er heilmikil og foreldrar geta gert það að verkum að það er hægt að leysa svona mál mjög hratt.“ „Það er mjög mikilvægt að þú far- ir ekki í vörn ef þú færð símtal um að það sé grunur um að barnið þitt sé að leggja í einelti. Það er betra að líta á það sem tækifæri til að breyta hegðun barnsins þíns. Þetta er erfitt símtal að fá en ég segi alltaf við for- eldra að þeir eigi í hjarta sínu að vera þakklátir, því þetta er tæki- færi. Það vill enginn að barnið sitt láti svona. Svo fer maður í það að breyta þessari hegðun með skólan- um. Ef foreldrar gera það ekki, fara í vörn eða verja hegðunina, þá eru þeir að samþykkja hana. Þá ertu að segja barninu að halda endilega áfram. Við sem foreldrar verðum að átta okkur á að það eru skilaboðin og það er ekki gott fyrir börnin að komast upp með hegðunina. Fyrir utan þá sem fyrir þeim verða þá er þetta líka vont fyrir þau sjálf.“ Gerist undir yfirborðinu Í mörgum skólum hér á landi er unnið samkvæmt svokallaðri Olweusaráætlun, sem margir kann- ast eflaust við, til að uppræta ein- elti. Aðspurð hvort það sé hin eina rétta áætlun segir Vanda: „Það er ein af mörgum áætlunum sem er til. Hún er gagnreynd, það er búið að rannsaka hana og búið að sýna fram á að það er hægt að ná árangri með henni, en KiVa er líka þannig aðferð.” Vanda vísar þar til finnskr- ar eineltisáætlunar sem sem kynnt var á ráðstefnunni Einelti - leið- ir til lausna, sem fór fram í síðustu viku, en hún gengur út á svipaðar hugmyndir og þær sem Vanda tal- ar fyrir. „Það er mikilvægt að við séum að beita aðferðum sem skila árangri. Fyrirlesarinn frá Finnlandi, Sanna Herkama, notaði myndlíkingu um ryksuguna Hoover. Það er eitt að vera með rosa góða ryksugu en hún gagnast lítið ef hún alltaf inn í skáp. Það þarf að taka hana reglu- lega fram. Þetta er í anda þess sem ég hef talað um. Það er frábært að vera með góða áætlun en það þarf að nota hana. Viðhorf fullorðna fólksins skiptir rosalega miklu máli, að við trúum því af öllu hjarta að þetta sé eitthvað sem við verðum að berjast á móti. Þú getur verið með bestu eineltisáætlun í heimi en samt bullandi einelti, ef fullorðna fólkið er ekki að standa sig. Alltaf með Hooverinn inni í skáp. Ég er svolítið að fara út í skólana og spyrja hvað er það sem við erum að klikka á og hvað þurfum við að gera betur. Við erum oft að klikka á ákveðnum hlutum, það er ekki spurning. Þetta er eilífðarbarátta, það er sama hvað við ryksugum, það kemur alltaf meira ryk.“ Vanda líkir því að uppræta einelti við kafbátahernað, enda sé eineltið eins og ísjaki og fullorðna fólki sjái gjarnan bara það sem er fyrir ofan yfirborðið. „Ef við erum ekki vel vak- andi þá getur allur skrattinn verið að gerast undir yfirborðinu. Einelti getur sprottið upp hvar sem er þar sem fólk á í langvarandi samskiptum þannig við verðum að vera á tánum. Mér finnst góð regla að segja ekki hvort eða ef, heldur hvern er ver- ið að leggja í einelti í þessum skóla. Reikna frekar með því að einelti sé til staðar. Þú átt að leita að einhverju sem þú veist að er þarna. Það getur verið erfitt að finna það, en leitaðu og leitaðu þangað til þú finnur. Ef þú leitar af þér allan grun, því það eru alveg bekkir þar sem er ekkert einelti, þá veistu það allavega. Ekki horfa bara á einhverja glansmynd, toppinn á ísjakanum, og sleppa því að skoða það sem er undir.“ Vanda segir ekki nóg að vera með góða eineltisáætl- un, það þarf líka að fara eftir henni. Mynd | Hari „Ef við erum ekki vel vakandi þá getur allur skrattinn verið að gerast undir yfirborðinu.“

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.