Fréttatíminn - 11.03.2017, Blaðsíða 18
18 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 11. MARS 2017
„Ég var 21 árs þegar Múrinn féll og
ég held að fátt hafi haft jafn djúp-
stæð áhrif á líf mitt. Allt samfélag-
ið breyttist en það sem hafði einna
mest áhrif á mitt líf var að allt í einu
gat ég gert það sem mig langaði til,“
segir Marion Lerner.
Marion ólst upp í Magdeburg þar
sem hana dreymdi um að mennta
sig í háskóla. Hún vissi samt að sá
draumur myndir líklega ekki ræt-
ast.
„Í Austur-Þýskalandi fengu mjög
fáir leyfi til að fara í menntaskóla.
Pólitíkin var þannig að þú áttir ekki
að láta þig dreyma of mikið held-
ur gera það sem var skynsamlegt
og gerði gagn fyrir samfélagið. Það
var álitið að það þyrftu ekki svo
margir að fara í háskólanám, fólk
átti frekar að fara í iðnnám og það
var það sem ég þurfi að gera,“ segir
Marion sem lærði til múrara í iðn-
skólanum í Magdeburg. Hún vann
sem lærlingur með náminu en
segir starfið ekki hafa hentað sér.
„Ég var sextán ára og mjög lítil og
grönn. Þetta var útivinna í miklu
frosti og ég var oft svo þreytt að ég
sofnaði standandi. Ég man þegar
ég fékk skólabækurnar sem fjöll-
uðu um byggingarefni og vélar þá
fór ég bara að gráta. En með tíman-
um varð ég stolt af mér, það gaf mér
sjálfstraust að geta þetta.“
Þegar Marion kláraði iðnnám
og stúdentspróf átti hún að fara í
byggingarverkfræði, sem hún hafði
engan áhuga á. „Ég var tvítug og at-
vinnulaus sem var illa séð og eigin-
lega ólöglegt. En þá féll Múrinn og
ég flutti til Berlínar og gat farið í
Humbolt-háskólann,“ segir Marion
sem lærði menningar-, félags- og
uppeldisfræði. „Ég var mjög virk í
ungliðapólitíkinni og kvennabar-
áttu, öll orkan fór í að taka þátt í
breytingunum. En á sama tíma var
maður óöruggur því skilaboðin
voru þau að allt sem maður hafði
lært áður væri ekki lengur gilt.“
Eftir að Múrinn féll gat Marion
í fyrsta sinn ferðast til útlanda og
árið 1994 bauð móðir hennar henni
með sér til Íslands. „Ég upplifði það
mjög sterkt á ferðalaginu að mig
langaði til að koma hingað aftur og
læra íslensku,“ segir Marion sem
byrjaði að læra íslensku meðfram
náminu í Þýskalandi og fékk síðar
styrk til að koma til Íslands, og hef-
ur búið hér síðan. Til að byrja með
vann hún sem leiðsögumaður og
þýðandi með doktorsnámi en í dag
er hún lektor í þýðingafræði við Há-
skóla Íslands.
„Maður reynir að finna sín tæki-
færi í lífinu og vinnur út frá þeim.
En ef ég hefði vitað hversu erfitt það
yrði að vera útlendingur að fóta sig í
nýju landi þá kannski hefði ég ekki
komið. Það er ekki beint gott fyrir
sjálfstraustið að geta ekki tjáð sig
og upplifa sig alltaf eins og barn.
Manni finnst maður ekki geta neitt,
þrátt fyrir að hafa áður byggt upp
starfsferil í öðru landi. En svo smám
saman fer maður að verða stoltur af
því sem maður hefur yfirstigið, að
hafa byggt upp nýjan feril og unnið
úr þeirri áskorun að feta sig í nýju
landi.“
INNFLYTJANDINN
Marion Lerner
Marion Lerner, lektor í þýðingafræði við Háskóla Íslands, flutti frá Berlín til Íslands og hefur búið hér í nítján ár. Mynd | Hari
„Maður reynir að finna
sín tækifæri í lífinu og
vinnur út frá þeim.“
Átti að verða
múrari en vildi
komast í háskóla
Marion Lerner grét
yfir skólabókunum
þegar hún var sextán
ára í gömul Austur-
Þýskalandi. Draumur
hennar um að starfa
við háskóla rættist á
Íslandi.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
VÖNDUÐ JEPPADEKK
FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR
EXPLORE WITHOUT LIMITS
®
ARCTIC TRUCKS ÍSLAND EHF.
KLETTHÁLSI 3
110 REYKJAVÍK
SÍMI: 540 4900
NETFANG: info@arctictrucks.is
www.arctictrucks.com
VÖNDUÐ OG HLJÓÐLÁT DEKK
UNDIR FLESTAR GERÐIR
JEPPA OG JEPPLINGA.
STÆRÐIR FRÁ 29-44 TOMMU.
ÖLL ALMENN
DEKKJAÞJÓNUSTA
TÍMABÓKANIR
Í SÍMA 540 4900