Fréttatíminn - 11.03.2017, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 11.03.2017, Blaðsíða 40
„Við fórum í gegnum þetta í fyrstu tilraun“ Íslandspóstur hlaut Gullmerki jafnlaunaúttektar PwC árið 2016. Þau hjá Póstinum stóðust úttektina í fyrstu tilraun og fengu engar athugasemdir í fyrstu atrennu. Unnið í samstarfi við Íslandspóst Ásmundur H. Jónsson er for-stöðumaður launadeildar hjá Póstinum. Þegar hann er spurður um ástæð- ur þess að Pósturinn fór af stað í þessa vinnu sagði Ásmundur. „Hvatinn að því að við fórum af stað í þessa vinnu var áhugi hjá forstjóranum og stjórninni. Þannig að við getum sagt að þetta hafi verið metnaður hjá yfir- stjórn fyrirtækisins. Við höfðum svo sem talað lengi um þetta og fylgst með umræðunni hjá velferðarráðu- neytinu og vinnunni sem var í gangi þar. Svo náttúrulega er tíðarandinn í samfélaginu sem hefur kveikt áhuga á þessu.“ Var þetta mikil vinna að fara í gegnum? „Já, þetta var heilmikill vinna að fara í gegnum þetta og auð- vitað vill maður gera þetta vel og vanda vel til verka þannig að vinnan skili sér og gögnin sem við fáum í hendurnar komi að gagni. Þetta er flóknara heldur en margir halda. Þú keyrir enga eina keyrslu í gegnum launakerfið, heldur eru þetta svo margar breytur sem taka þarf tillit til. Fólk þarf að horfa í menntun, starfsaldur, stöðu í skipuriti, starfa- flokkun, vinnustundir og þar fram eftir götunum og þetta þurfti allt saman að kortleggja. Þetta var því í heildina nokkurra vikna vinna,“ segir Ásmundur. Hvernig var þín upplifun af því að fara í gegnum þetta ? „Við vorum gríðarlega ánægð með þetta og hvernig vinnan gekk og hvernig samstarfið við PwC var allt saman mjög faglegt og ánægjulegt að öllu leyti. Við sáum um að afla gagna fyrir þá sem þeir svo unnu úr og matreiddu svo fyrir okkur. Við fórum í gegnum þetta í fyrstu tilraun og það er ekkert mjög algengt að fyrirtæki geri það,“ segir Ásmundur. Borgaði þessi vinna sig? „Já, ekki spurning. Okkur fannst þetta vera viðurkenning á því sem við höfðum verið að gera. Þetta voru langt frá því að vera fyrstu skrefin sem við tökum í jafnréttis- málum. Í gildi er jafnréttisstefna og það hefur verið starfrækt hjá okkur jafnréttisnefnd í mörg ár og hún hefur unnið mjög þarft og gott starf innan fyrirtækisins þó að hún hafi ekki komið að launamál- um hjá okkur. Einnig hef ég, ásamt forstjóra farið nokkrum sinnum á ári yfir samanburð og greiningu á launasetningu í fyrirtækinu og bor- ið saman við launaþróun sambæri- legra hópa hjá öðrum fyrirtækjum. Við höfum m.a. nýtt til þess launa- kannanir sem við höfum tekið þátt í hjá fyrirtækjum eins og PwC. Mín skoðun er sú að öll fyrirtæki ættu að fara í gegnum þetta. Þetta veitir fyrirtækjum aðhald og þau fá mjög góð tæki og tól í hendurnar til þess að hjálpa sér í þessari vinnu. Ég trúi því að innst inni vilji enginn mis- muna, en maður verður að vita hvar maður stendur. Við reynum alltaf að hafa það að leiðarljósi að mismuna ekki neinum eftir kynferði og greiða sömu laun fyrir jafn verðmæt störf.“ Hvað starfa margir hjá Póstinum og hvernig er kynjahlutfallið? „Það er náttúrlega svolítið breyti- legt eftir árstíma. Á síðasta ári vor- um við að meðaltali um 1100 manns sem störfuðum hjá Póstinum. Kynja- hlutfallið í fyrirtækinu er býsna jafnt, karlar voru 46% á síðasta ári og konur voru 54%. Tölurnar eru mjög svipaðar þegar kemur að stjórnendahlutfallinu.“ En hvernig sjáið þið framhaldið fyrir í þessum málum ? „Við erum hvergi nærri hætt. Við erum núna í þeirri vinnu að endur- skoða starfsheiti, því þau verða að endurspegla það sem fólk er raunverulega að gera. Eðli starfa er stöðugt að breytast,“ segir Ásmundur. Mín skoðun er sú að öll fyrirtæki ættu að fara í gegnum þetta, segir Ásmundur H. Jónsson, forstöðumaður launadeildar hjá Póstinum. Myndir | Hari 4 LAUGARDAGUR 11. MARS 2017LAUNAJAFNRÉTTI

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.