Fréttatíminn - 11.03.2017, Blaðsíða 46
10 LAUGARDAGUR 11. MARS 2017LAUNAJAFNRÉTTI
Starfsfólk KPMG er ánægt í starfi
enda er boðið upp á sveigjanlegan
vinnutíma og markvissa starfsþróun
hjá fyrirtækinu.
Unnið í samstarfi við
Íslenska gámafélagið
Árið 2013 hlaut Íslenska Gámafélagið fyrst fyrirtækja jafnlauna-vottun VR. Helga Fjóla Sæmundsdótt-
ir er framkvæmdastjóri starfs-
mannasviðs félagsins. Þegar hún
er spurð hvaða þýðingu jafnlauna-
vottunin hefur segir Helga Fjóla.
„Þetta skiptir okkur öll mjög
miklu máli. Við sameinumst í jafn-
launavottun og jafnréttisstefnu
fyrirtækisins og leggjum
mikla áherslu á að
hver starfsmaður
sé metinn að
eigin verð-
leikum. Hjá
fyrirtækinu
starfa 250
starfs-
menn frá
10 lönd-
um, fólk
á öllum
aldri með
fjölbreytta
reynslu og ólík-
an bakgrunn. Það
er hluti af menningu
fyrirtækisins að bera virðingu
fyrir því að við erum ólík og við
vitum að breiddin skilar sterkari
liðsheild.“
En af hverju lagðist Íslenska
Gámafélagið í þessa vinnu?
„Ástæðan fyrir því er einföld.
Við vildum leiða með for-
dæmi. Láta vaða í stað
þess að bíða eftir
að einhver annar
myndi ýta okkur
af stað. Umræðan
um launamun og
mismunun er ekk-
ert ný. Með jafn-
launavottuninni
fengum við tæki-
færi til að láta verk-
in tala. Hér starfar
einnig mikið keppnis-
fólk. Frumkvöðlar sem hafa
kjark, hvort sem það er á sviði
jafnréttismála, umhverfismála eða
á öðrum sviðum.“
Þegar talið berst að karla og
kvennastörfum segir Helga Fjóla.
„Við vildum leiða
með fordæmi“
Íslenska gámafélagið var stofnað árið 1999 og
hefur leitast við að bjóða viðskiptavinum upp
á heildarlausnir á sviði umhverfisþjónustu en
fyrirtækið hefur verið leiðandi í sorpflokkun
og endurvinnslu
„Það er ekki hægt að neita
því að í mörgum atvinnugrein-
um hefur heimurinn verið svo-
lítið karllægur. Okkur þótti því
mikilvægt að taka þátt í breyta
þessum gamaldags viðhorfum
og endalausu skilgreiningum á
karlastörfum og kvennastörfum.
Vottunin er verkfæri fyrir fyrir-
tæki til að störfin verði ekki verð-
metin út frá kyni. Það er nauðsyn-
legur þáttur í því að brjóta upp
þessar úreltu staðalímyndir.“
Oft hefur verið rætt um að mikil
vinna sé við að innleiða jafnlauna-
vottun. Var þetta mikil vinna hjá
ykkur?
„Við stóðum vel að því leytinu til
að við erum með tvær vottan-
ir fyrir, ISO 9001 og ISO 14001.
Það voru því ákveðnir ferlar til
staðar sem einfaldaði okkur tölu-
vert vinnuna. Í byrjun var fullt af
tímafrekum verkefnum en þegar
að stjórnkerfið var komið í réttan
farveg varð öll yfirsýn einfaldari,
skipulag betra og mistökin færri.
Úttektirnar eru svo framkvæmd-
ar tvisvar á ári af BSI á Íslandi
(Britisth Standards Institution).“
Helga Fjóla segist finna
fyrir breyttum viðhorfum í
þjóðfélaginu.
„Það er vakning í þjóðfélaginu
um þessi mikilvægu málefni og
margt er að breytast með kom-
andi kynslóðum. Ég trúi því að
við munum ná árangri með því
að leggja meiri áherslu á einstak-
linginn. Það er kominn tími til að
við einbeitum okkur að styrk-
leikum hvers annars og höfum
svigrúm til að vera við sjálf og
fara þær leiðir sem hentar okkur.
Við eigum ekki öll að vera eins og
fjölbreytileikinn gerir liðið okkar
sterkara og lífið skemmtilegra.“
Helga Fjóla Sæmundsdóttir,
framkvæmdastjóri starfsmannasviðs
hjá Íslenska gámafélaginu segir að
mikil áhersla sé lögð á að hver starfs-
maður sé metinn af eigin verðleikum.
Hjá Íslenska gámafélaginu starfar fjölbreyttur hópur fólks„Við
sameinumst
í jafnlaunavot
tun
og jafnréttisst
efnu
fyrirtækisins o
g
leggjum mikla
áherslu á
að hver starfs
maður
sé metinn að e
igin
verðleikum.“
Markviss vinna til að
viðhalda launajafnrétti
Hver starfsmaður hjá KPMG er metinn á eigin forsendum og
jafnréttis er gætt milli kvenna og karla.
Unnið í samstarfi við KPMG
KPMG hefur í fjölmörg ár unnið eftir jafnréttis-stefnu, en í henni felst að gæta jafnréttis milli
kvenna og karla og að hver
starfsmaður sé metinn á eigin
forsendum.
Með þessu móti er það ætlun
fyrirtækisins að stuðla að tryggð,
góðum starfsanda og jákvæðum
viðhorfum starfsmanna til heilla
bæði fyrir þá og starfsemi félags-
ins. Hjá KPMG lítum við jafnframt
á jafnrétti sem lið í okkar samfé-
lagslegu ábyrgð.
Við framkvæmd stefnu KPMG
í jafnréttismálum er horft til
eftirfarandi þátta:
• Félagið mun stuðla að vellíðan
allra starfsmanna og góðum
starfsanda
• Gæta skal jafnréttis við ráðn-
ingar og starfsþróun
• Gæta skal jafnréttis við skip-
un fólks í stjórnunar- og
ábyrgðarstörf
• Leitast skal við að halda jöfnu
hlutfalli kynja í störfum og
hópum innan félagsins
• Starfskjör skulu að öðru jöfnu
vera algjörlega þau sömu hjá
konum og körlum
• Konur og karlar skulu eiga
jafnan aðgang að þjálfun og
starfsmenntun innan félagsins
• Gera skal starfsmönnum kleift
að samræma vinnu og fjöl-
skyldulíf
• Áreitni og einelti er ekki liðið
Margir hugsa trúlega að þetta
séu fögur fyrirheit sem auðvelt sé
að setja á blað og flagga á hátíð-
isdögum. „Við hjá KPMG teljum að
staða okkar í jafnréttismálum sé
nokkuð góð, en vissulega þurfum
við að hafa augun opin, en við
getum bent á nokkur atriði sem
styðja við stefnu okkar í þessum
málum,“ segir Andrés Guðmunds-
son, mannauðsstjóri KPMG.
Árið 2013 fékk KPMG fékk jafn-
launavottun VR og varð með því
eitt fyrsta fyrirtæki landsins til
að öðlast þá vottun. „Þetta var
mikið og strangt ferli sem fyrir-
tækið fór í gegnum en með því
fékk KPMG staðfestingu á því
að launaákvarðanir séu kerfis-
bundnar og búið sé að koma upp
jafnlaunakerfi samkvæmt kröf-
um ÍST85:2012 jafnlaunastaðals.
Þessi staðall felur það jafnframt í
sér að kerfisbundið sé fylgst með
því hjá KPMG að ekki sé verið að
mismuna starfsfólki sem vinnur
sömu eða jafn verðmæt störf,“
segir Andrés.
Jafnrétti meðal stjórnenda
og í stjórn félagsins
KPMG hefur til fjölda ára gætt
þess að kynjahlutfall í stjórn
félagsins sé sem jafnast. „Við
getum ekki haft kynjahlutfall-
ið jafnara þegar kemur að stjórn
félagsins, en það er 5 manna
stjórn og í henni sitja tveir af öðru
kyninu og þrír af hinu kyninu. Í
dag eru þetta tvær konur og þrír
karlar en þetta jafna kynjahlut-
fall hefur verið svona hjá okkur til
fjölda ára. Í dag státum við einnig
af því að í framkvæmdastjórn fé-
lagsins eru þrjár konur og tveir
karlar,“ heldur Andrés áfram.
Kynjahlutfallið hjá KPMG
Hjá KPMG hefur konum fjölgað
meðal starfsmanna, en til langs
tíma var hlutfallið alveg jafnt. Nú
eru konur 54% starfsmanna. „Við
höfum augun sífellt opin og erum
á tánum gagnvart því að halda
kynjahlutfallinu sem jöfnustu.“
Ánægt starfsfólk KPMG
„Við bjóðum upp á sveigjanlegan
vinnutíma og markvissa starfs-
þróun sem er mikilvægt í örri þró-
un á vinnumarkaði. Þetta endur-
speglast m.a. í alþjóðlegri könnun
sem gerð var á meðal starfs-
manna KPMG á heimsvísu,“ segir
Andrés að lokum.