Fréttatíminn - 11.03.2017, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 11.03.2017, Blaðsíða 30
30 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 11. MARS 2017 Skrautleg sambúð á HoltsgötunniGrínistinn á Gaza Reham er 19 ára grínisti á Gaza. Mynd | Aljazeera. Ein af þeim er hin 19 ára Reham al-Khalout sem er ein af fáum kvenkyns grínistinn á Gaza. Reham lætur sig dreyma um að ferðast til Egyptalands og leika þar, en það getur verið erfitt fyrir ungt fólk á Gaza að ferðast yfir landamærin. Reham hefur dyggan stuðning fjölskyldu sinnar, en margir hafa verið á móti því að hún leiki. Reham var til dæmis trúlofuð en unnusti hennar vildi að hún hætti að leika, Reham hætti því við að giftast hon- um. | bsp Hópur palestínskra grínista á Gaza býr til skemmtiefni og birtir á veraldarvefnum. Kúbupartí og ítalskar pítsur Bryndís Silja Pálmadóttir bryndis@frettatiminn.is Þær Una, Fríða, Auður og Svandís voru góðar vinkonur þegar þær ákváðu að taka íbúð á leigu saman. Una, Fríða og Svandís voru þá í mannfræði- deild Háskóla Íslands en Auður í sálfræðideildinni. Sambúðin hef- ur verið blómleg og skemmtileg enda eru þær sammála um að þær hefðu drepist úr leiðindum við að búa einar. Þessa dagana er Svandís á ferðalagi um Suður-Ameríku og hún lánaði því hinni grísku Irini herbergið sitt á meðan hún ferð- ast. Sambúðin er því sérstaklega alþjóðleg þessa dagana, enda flutti hinn ítalski Filippo inn fyrir sex mánuðum. Félagsskapurinn ómetanlegur „Það er geggjað að geta verið að „chilla“ saman og elda. Svo er kannski bara þriðjudagskvöld og við ákveðum að setjast niður með rauðvín saman,“ segir Auður. „Já, þú þarft aldrei að pæla í félagslíf- inu, það er bara heima hjá þér,“ bætir Una við. Það er þó mikil- vægt að vera sveigjanlegur og tillitssamur að mati sambýling- anna enda bjuggu þær saman á lokaspretti grunnnámsins þegar enginn nennti að þrífa. „Þetta var hræðilegt, þegar við vorum að skrifa BA,“ rifjar Una upp með hlær og hinar taka í sama streng. „Þá var allt viðbjóðslegt hérna, ég man að ég hugsaði á hverjum degi, oj hvað gólfið er ógeðslegt.“ En á endanum útskrif- uðust þær allar. Þá var líka haldið heljarinnar teiti á Holtsgötunni og dansað fram á rauða nótt. Ítalía ber á dyr Hinn ítalski Filippo Riviera flutti inn í október, en hann og Fríða felldu hugi saman þegar hún var í skiptinámi í Frakklandi. Á síðasta ári pakkaði því þessi ítalski verk- fræðinemi saman föggum sínum og elti ástmey sína til Íslands, þar sem hann flutti inn til Fríðu og vinkvenna hennar þriggja. Filippo er góð viðbót í líflegt heimilislíf- ið enda er hann frábær kokkur og reiðir reglulega fram glæsilega ítalska rétti fyrir sambýlinga sína. Í áramótateiti, sem sambýlingarn- ir héldu, eldaði hann til dæm- is lasagna fyrir mannfjöldann. „Ég fæ oft skilaboð frá Filippo, „pítsa í kvöld“ og svo þegar ég kem heim glorsoltin og held að ég fái pítsu eru kannski þrír eða fjórir klukkutímar í hana,“ segir Auður áköf. „Það tekur náttúru- lega fimm klukkutíma fyrir deigið að hefast og sósan þarf að malla í marga klukkutíma.“ Vinkonurnar skellihlæja svo þegar Filippo bætir við sallarólegur: „Þannig á þetta að vera.“ Castro kaka í Kúbupartíi Ein af eldri hefðum vinkvennanna er hið árlega Kúbupartí sem haldið er hvert sumar. Teitið, sem var fyrst haldið árið 2013 á heimili móður Fríðu, verður stærra með hverju árinu og fylgja því ýms- ar reglur. „Þessi hefð byrjaði því við höfum allar komið til Kúbu eða Suður-Ameríku og við vildum halda partí þar sem við gætum dansað salsa og drukkið mohito,“ útskýrir Fríða spennt. „Það eru ákveðnar kröfur um klæðaburð og allir verða að koma með vindil. Í fyrra héldum við veisluna reynd- ar óvart á 90 ára afmæli Fidels Castro þannig að við pöntuðum risa köku með mynd af honum og sungum afmælissönginn.“ Þær stöllur eru nú þegar byrjaðar að leggja á ráðin fyrir næsta teiti en mikil leynd liggur yfir dagskránni sem virðist ætla að verða enn mik- ilfenglegri en síðustu ár. Fyrir einu og hálfu ári tóku fjórir háskólanemar snotra íbúð á Holtsgötunni á leigu. Síðan hafa sambýlingarnir kvatt Háskóla Íslands og bætt einum ítölskum kærasta í lífsglaða hópinn á Holtsgötunni. Sambýlingarnir á Holtsgötu. Þessa dagana býr hin gríska Irini í herbergi Svandísar, en það er allt í lagi því það er stór mynd af Svandísi inni í stofu. Mynd | Hari. Aðdáendur norsku unglinga- þáttanna Skam er löngu farið að lengja eftir nýrri þáttaröð. Mikil leynd hvílir yfir fjórðu þáttaröðinni og höfundar hafa ekki enn gefið upp hver verður aðalpersónan að þessu sinni. Langþreyttir aðdáendur geta stytt sér stundir með því að skoða persónurnar á samfélags- miðlum, til dæmis á Instagram. Vilde Vilde gengur undir nafninu @ ellevillevillde á Instagram en hef- ur ekki verið dugleg að pósta þar í gengum tíðina. Þar má þó finna skemmtilegar sjálfur af henni, myndir af Evu og mat. Eva Evu finnst gaman að djamma og djúsa og endurspeglar instagram hennar það, enda hefur hún verið nokkuð virk. @evamohn2 Isak Á síðu Isaks má finna ást. Kossar á kinn, vinir og svo bara strákarnir saman. @isakyaki Sana Töffarinn Sana er sérstaklega óvirk á veraldarvefnum. Það þýðir þó ekki að ekki sé vert að kíkja á síðuna hennar. @sana_bakkoush Noora Hin pólitíska Noora póstar myndum af kaffinu sínu, vinum í þynnku og að sjálfsögðu smá róm- antík. @loglady99 Chris Á Instagrami Chris má finna grín og glens, djammið og myndir af Sönu. Þar er meðal annars myndin fræga úr annarri seríu þar sem Sana held- ur á bjór. @stas_a_vaere_chris Jonas Instagram Jónasar er @jonas9000. Þar má finna ýmsar myndir af genginu í skól- anum, vinum hans og nokkrar gamlar krúttlegar myndir af honum og Evu. Ertu í SKAM-fráhvörfum? Í nútímasamfélagi hefur myndast sá siður að prýða hvern dag ársins með ótal titlum og hátíðarhöldum. Í dag er til að mynda alþjóðleg- ur dagur pípulagna, en hann er runninn undan rifjum Alþjóðlega pípulagnasambandsins. Dagurinn er haldinn til þess minna á mikil- vægt hlutverk öruggra pípulagna í lýðheilsu og þægindum almenn- ings. Sambandið starfar auðvitað allt árið um kring við að tala fyrir öruggum pípulögnum en í nokkur ár hefur verið haldinn einn sér- stakur dagur að fagna lögnunum sem liggja um hús okkar. Út um allan heim eru því skipulagðir við- burðir og hátíðir í kringum þenn- an dag, 11. mars. | bsp Eru pípulagnirnar í lagi?

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.