Fréttatíminn - 11.03.2017, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 11.03.2017, Blaðsíða 8
SKÓLARNIR RÉÐU EKKI VIÐ EINELTIÐ EINELTI VANDAMÁL SAMFÉLAGSINS 8 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 11. MARS 2017 Munndreifitöflur 250 mg Pinex® Smelt H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 5 1 1 0 7 2 Inga Heiða var dregin eftir göngum skólans og útilokuð úr vinahópnum án þess að gripið væri í taumana Ingibjörg Aðalheiður Gestsdóttir, alltaf kölluð Inga Heiða, varð fyrir einelti alla grunnskólagöngu sína. Það var misslæmt eftir tímabilum en verst á unglingsárunum. Ein- eltið byrjaði sem stríðni skólafé- laga sem henni var einfaldlega sagt að leiða hjá sér. „Lausnin á vandamálinu var að segja mér að taka ekki mark á þeim og hlusta ekki. Þegar ég þóttist ekki kippa mér upp við þetta, þá var ég til dæmis dregin á fótunum um allan skólann. Það var enginn full- orðinn sem greip inn í.“ Á unglingárunum var Inga Heiða trekað útilokuð og áreitt af vinahópnum sem hún hafði verið hluti af og var hætt að vilja mæta í skólann. „Ég sótti samt alltaf aft- ur í þennan hóp, ég var alltaf að leita eftir vinum og þekkti ekkert annað. Ég skildi ekki af hverju þær vildu allt í einu ekki vera með mér. Kennarinn vissi alveg hvað þær voru leiðinlegar við mig en hann talaði aldrei um þetta við mig eða þær. Kennarar þurfa að vera með opnari augu með þetta því eins og í mínu tilviki þá átt- uðu þau sig ekki á því hvað þetta var orðið slæmt, kennarar eru með okkur alla daga og ættu að þekkja nemendur sína það vel að þau ættu að taka eftir ef hegðun eða einhverjar breytingar eiga sér stað.“ Inga Heiða segir í raun ekkert hafa verið gert fyrr en í áttunda bekk þegar stofnaður var svokall- aður stelpuklúbbur í skólanum fyrir þær stelpur sem ekki voru félagslega sterkar. Henni leið illa Var boðið að skipta um skóla „Þegar ég fékk svo skilaboð um að ég ætti bara að drepa mig þá var kölluð til lögregla en ég vildi ekki gera of mikið úr mál- inu. Ég óttaðist að það kæmi í bakið á mér.“ Flúði aðstæðurnar og leið enn verr Matthías Freyr segir mikilvægt að foreldrar sýni gott fordæmi og tali ekki illa um náungann Matthías Freyr Matthíasson var lagður í einelti alla sína grunn- skólagöngu og það litaði líf hans mjög snemma. Þetta var á árunum 1986 til 1996 þegar orðið einelti var varla til og hvað þá viðurkennt sem hugtak. Aðspurður segir hann skól- ann aldrei hafa tekið markvisst á ofbeldinu sem hann varð fyrir. Það hafi í raun ekkert verið gert. „Ég var ofboðslega ofvirkur krakki og það var mikil fyrirferð í mér þannig það var kannski frekar litið á mig sem vandamálið af hálfu skólans. Ég þótti haga mér á þann veg að það var ekkert skrýtið að ég væri utanveltu, án þess að það hafi verið sagt berum orðum. En kennararnir voru heldur ekki saklausir.“ Að sögn Matthíasar voru gerendurnir aldrei teknir á teppið og því breyttist ekki neitt í framkomu þeirra gagnvart hon- um. Það var ekki fyrr en grunn- skólagöngunni lauk að dró úr eineltinu. „Fljótlega eftir grunnskólann flutti ég að heiman, en var alltaf með annan fótinn í mínum heima- bæ. Að fara í burtu var sú leið sem ég fór. En það var ekki það sem gerði það að verkum að ég er á lífi í dag. Ég var ekki á góðum stað í lífinu og þegar ég var rúmlega tvítugur fór ég í mikla sjálfsvinnu til að vinna mig út úr hlutunum. Það hvernig mér leið hafði áhrif á það hvernig ég tæklaði hlutina. Auðvitað veit tíu ára barn ekki hvernig rétt er að bregðast við, en 17 ára á maður að vita að einhverju leyti hvernig á að tækla erfiðara aðstæður. En ég flúði þær bara og fór frekar inn í vanlíðan og erf- iðleika. Það að flýja olli mér enn frekari vandræðum.“ Matthías hefur sjálfur spáð töluvert í það hvernig er best að sporna við einelti. Hann bendir á að flestir skólar vinni eftir ein- hverjum áætlunum til að útrýma einelti, en það sé ekki nóg. „Það er gott að stuðlað sé að því að enginn sé skilinn útundan en í mínum huga er þetta samfélagslegt verk- efni. Ef við sem samfélag viljum útrýma einelti og fordómum þá verðum við að þora að taka um- ræðuna, taka slaginn. Þá er vert að hafa í huga að börn og unglingar læra það sem fyrir þeim er haft. Ef foreldrar tala illa um nágrannann inni á heimilunum þá fara börnin út í samfélagið með að það sé í lagi að tala illa um aðra eða gera ljóta hluti. Þetta snýst því að miklu leyti um að foreldrarnir sýni gott fordæmi.“ Matthías kunni ekki að bregðast við erfiðleikum og fannst best að flýja heimabæinn sinn. Mynd | Hari Einelti er ekki einkamál þeirra sem fyrir því verða eða beita, það er vandamál samfélagsins alls. Mikilvægt er að hefja forvarnir strax í leikskóla, hafa augun vakandi fyrir gerendatilburðum og koma í veg fyrir að einelti fari af stað. Fjórir þolendur eineltis sem Fréttatíminn ræddi við eru sammála um að ekki hafi verið unnið nóg með gerendum og það hafi átt sinn þátt í að ekki tókst að uppræta eineltið. Ekkert þeirra losnaði undan eineltinu fyrr en grunnskólagöngunni lauk. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@frettatiminn.is Tjáði sig um eineltið á Facebook 2012 „Stelpurnar voru orðnar það vondar að þær voru byrjaðar að skrifa síma- númerið mitt á veggi og undir því stæði að ef fólk var að leita sér að ríða ættu þau að hafa samband í þetta númer, ég var farin að fá hringingar frá einhverjum strákum að spyrja hvort ég vildi hitta þá. Ég fékk einnig sms frá einni stelpunni í hópnum og í því stóð að ég ætti að drepa mig, ég var orðin svo niðurbrotin.“ „Ég átti sérstaklega erfitt með að standa uppi fyrir bekkinn og lesa fyrir framan þau. Þegar það kom að því að lesa fyrir bekkinn og röðin að koma að mér þá fór ég alltaf á klósettið svo ég þyrfti ekki að lesa upphátt, ég fékk alltaf rosalegan kvíðahnút þegar það kom að því að lesa og fæ ég hann enn þann daginn í dag.“ „Þegar við vorum komin í unglingadeildina þá fór líkaminn minn að breytast, ég var að fá rass og læri, bara þennan fallega kvenmanns vöxt en var ennþá 45 kg. Þegar krakkarnir í hópnum byrjuðu að taka eftir því fóru þau að gera grín af því hvað ég væri orðin feit, byrjuðu að kalla mig Keikó. Ég sem hafði alltaf verið svo mjó byrjaði að trúa því og var farin að hata líkama minn, ég var farin að vefja matarplasti um lærin á mér áður en ég fór í buxurnar eða var í pilsi yfir buxurnar svo það sæist ekki í lærin mín.“ að fá þann stimpil og fann sig ekki í þeim hópi heldur. „Þegar ég fékk svo skilaboð um að ég ætti bara að drepa mig þá var kölluð til lögregla en ég vildi ekki gera of mikið úr málinu. Ég óttaðist að það kæmi í bakið á mér. En skóla- yfirvöld tóku aldrei ákvörðun um að grípa í taumana. Auðvitað átti ég sem barn ekki að stýra því hvað var gert.“ Á einhverjum tímapunkti var Ingu Heiðu boðið að fara til sálfræðings vegna ástandsins, en gerand- anum hins vegar ekki, að hennar sögn. „Ég held að ger- andinn hafi miklu meira þurft á því að halda en ég. Það var ekkert unnið með gerendur eða reynt að hjálpa þeim. Mér var svo boðið að fara í annan skóla ef ég vildi. Það er svo algengt að það sé reynt að fjarlægja þolandann úr aðstæðunum. Skólayf- irvöld höfðu bara ekki réttu verkfærin til að hjálpa.“ Það var ekki fyrr en Inga Heiða fór í fram- haldsskóla að eineltið hætti. Þá tvístraðist vinahópurinn og leiðir skildu. Hún eignaðist vini sem hún átti meiri samleið með. „Ég er samt löngu búin að fyrirgefa gerendunum í hjartanu og mér þykir alltaf vænt um þessa einstaklinga. Maður má ekki láta eineltið stoppa sig í lífinu.“ Ingu Heiðu var boðið að fara til sálfræðings og skipta um skóla. Mynd | Hari

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.