Fréttatíminn - 11.03.2017, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 11.03.2017, Blaðsíða 28
Bryndís Silja Pálmadóttir bryndis@frettatiminn.is Sigríður, eða Sigga eins og hún er gjarnan kölluð, hafði lokið öðru ári í sál-fræði við Háskóla Íslands þegar hún ákvað að fara í viðtal sem flugfélagið stóð fyrir á Íslandi. „Ef ég hefði ekki komist í gegn í fyrsta þá hefði ég ekki prófað þetta aftur.“ Sigga er búin að koma sér vel fyrir í Dúbaí og er ekki viss hvenær hún ætlar að snúa aftur heim. Dvölin austan hafs hefur nefnilega breytt sýn hennar á framtíðina. Berta og Sigga voru vinkonur áður en Sigga fór út og hún var því sú sem hvatti Bertu til að sækja um, en Berta lagði stund á nám í lögfræði við Háskóla Íslands. „Ég var ekki alveg að fíla mig í lög- fræðinni, en var samt ekkert að hugsa um að hætta. Þetta var mjög „spontant“ ákvörðun. Ég var að tala við Siggu daginn áður en við- tölin voru og hún sagði mér bara að skella mér. Svo var hringt í mig og ég bara fór út, “ segir Berta og hlær. Fríðindin sem fylgja starfinu eru töluverð. Flugfreyj- ur hjá Emirates fá til dæmis frítt húsnæði á vegum fyrirtækisins og ódýra flugmiða til að ferðast um heiminn. „Svo fáum við sem flugfreyjur reyndar fullt af afslátt- um og aðgang í allskonar rækt- ir, sundlaugar og strandklúbba,“ segir Sigga Ákveðin glansmynd fylgir líka starfinu en bæði Sigga og Berta kveða vinnuna erfiða og ekki vera fyrir hvern sem er. Til þess að hefja störf hjá Emirates þarf mað- ur til að mynda að sækja stranga þjálfun í um tvo mánuði þar sem þær lærðu m.a. hvernig taka ætti á móti börnum í háloftunum og að berjast við elda. „Ég myndi mæla með þessari vinnu ef þú ert tilbúinn að leggja ýmislegt á þig. Það er ekkert auðvelt að vera frá fjölskyldunni og fljúga á allskon- ar tímum, jafnvel 15-16 tíma flug og getur verið að vinna með nýju fólki á hverjum degi,“ segir Sigga. Berta og Sigga segjast hvorugar vera í starfinu til þess að safna peningum. „Fyrir fólk sem er að koma hingað er þetta meiri upp- lifun. Þetta er alveg frekar leiði- gjarnt og einmanalegt ef maður er bara hér að safna peningum. Ég er til dæmis að fara til Mexíkó í næsta mánuði og vil frekar gera það en að spara,“ segir Berta og Sigga tekur í sama streng. „Ég er alveg sammála, ég myndi ekki mæla með þessari vinnu fyrir þá sem eru að safna peningum. Þá ertu betur settur að fljúga bara á Íslandi. Persónulega finnst mér ég frekar hafa sparað á ferðalögun- um og vera reynslunni ríkari. Mér myndi finnast rosa leiðinlegt að vera hér ef ég hefði ekki tækifæri til þess að ferðast.“ 28 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 11. MARS 2017 Kjóll Verð: 9.590 kr PÓSTSENDUM FRÍTT HVERT Á LAND SEM ER Opið alla virka daga frá kl. 11-18 & Laugardaga frá kl. 11-16 Fákafeni 9 | Sími 581-1552 | www.curvy.is KJÓLAR FYRIR FERMINGUNA Skoðaðu úrvalið á curvy.is eða kíktu til okkar í Fákafen 9 Stærðir 14-26 eða 42-54 Mikið kjöt á beinum Sólveig Thoroddsen er myndlistarmaður, grunnskólakennari og leiðsögumaður. Lýsing ritstjóra Sólveigar á ljóðabók henn- ar, Bleikrými, er því vel við hæfi. En að sögn Sólveigar lýsti hún bókinni sem líkamlegri með mikið kjöt á beinunum. „Uppistaðan er kannski ástar- og sakn- aðarljóð og inn á milli eitthvað allt annað. Þetta eru samt engin harm- kvæði.“ Sólveig byrjaði að semja frem- ur seint á lífsleiðinni en elsta ljóðið í bókinni er frá því í sláturtíð árið 2011. „Mér fannst mjög „inspererandi“ að vera í sláturtíð og mikið um kjöt og líf- færi og ég skrif- aði þá ljóð sem heitir Slátur- tíð.“ | bsp Tvær nýjar ljóðabækur Prófaði að syngja ljóðin „Ég reyndi að hugsa mikið um hrynjandi í ljóðunum og prófaði að syngja þau,“ segir Elfur Sunna Baldursdóttir, höfundur ljóðabókarinnar Gárur. Elfur, sem búsett er í Berlín, hefur lokið 7. stigi í klassískum söng frá Söngskóla Reykjavíkur og söngurinn smitaðist því í ljóðin „Ég er að vonast til þess að þegar fólk les verkið sé myndmálið áberandi. Mér finnst nefnilega svo áhugavert hvernig myndir birtast ólíku fólki á ólíkan máta. Þú lest kannski sömu orð og manneskjan við hliðin á þér en upp- lifunin er ólík.“ Sólveig skrifaði bókina Bleikrými, ritstjóri hennar var Kristín Svava Tóm- asdóttir. Mynd |Hari Elfur skrifaði ljóða- bókina Gárur, ritstjóri hennar var Kristín Ólafsdóttir. Mynd | Hari. Í vikunni komu út ljóðabækurnar Gárur og Bleikrými í flokki Meðgönguljóða. Flugfreyjurnar í Dúbaí Undirbúnar fyrir allt Berta Snædal og Sigríður Hallfreðsdóttir sögðu báðar skilið við nám við Háskóla Íslands, fluttu til Dúbaí og fóru að vinna fyrir flugfélagið Emirates. En hvað er það sem dregur Íslendinga svo langt frá heimaslóðunum og hvað er svona heillandi við þessa vinnu? Sigga hefur ferðast út um allan heim sem flugfreyja. Bæði Berta og Sigga hafa ferðast víða í starfinu. Hér svamlar Berta um í Zanzibar. Sigga og Berta segja ferðalögin vera aðal aðdráttarafl starfsins. Allir gefa vinnu sína Verk eftir Sigurð verður flutt í lok tónleikanna. Sigurður skipuleggur stórtónleika til styrktar langveikum börnum. „Þetta hefur aldrei verið eins viða- mikið og núna og það er gífurlegur fjöldi af listafólki sem tekur þátt,“ segir Sigurður Bragason, kórstjórn- andi og listrænn stjórnandi Stórtón- leika í Langholtskirkju, til styrktar Umhyggju, félags langveikra barna, sem fara fram í dag, laugardag. Sigurður stendur að tónleikunum ásamt þeim Pétri Guðmundssyni og Þorsteini Þorsteinssyni, en þetta eru sjöttu styrktartónleikarnir sem þeir halda. Nýr mál- staður er styrktur á hverju ári en allur ágóði af tón- leikunum rennur beint í styrktarsjóðinn. „Kveikjan að þessu í upphafi var sú að það var maður í kórnum hjá mér sem lenti í gífurlegu slysi og lamaðist. Hann spurði hvort við gætum staðið fyrir styrkt- arkvöldi fyrir hans félag. Við gerðum það og þannig byrjaði þetta. Síðan hafa verið hverjir tónleikarnir af fætur öðrum,“ segir Sigurður sem er að vonum stoltur af verkefninu og öllum þeim lista- mönnum sem gefa vinnu sína. „Það er ótrúlegt að fá allt þetta fólk til að gera þetta. Allir peningarnir fara til Umhyggju. Við styrkjum félagið og það útdeilir peningum til þeirra sem þurfa mest á þeim að halda.“ Það er hefð fyrir því á tónleik- unum að verk eftir Sigurð sé flutt í lokin og allir kórarnir og einsöngv- ararnir taka þátt í því. „Þetta er gríðarleg vinna og það hefur tekið mig ár að undirbúa þetta, að hafa verkið tilbúið og passa að allir æfi það. Þarna verður 220 manna kór, bergmálskór, barnakór og fimm einsöngv- arar, en með- al þeirra sem koma fram eru Diddú og Svavar Knútur. Tónleikarn- ir hefjast klukk- an 16. | slr

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.