Fréttablaðið - 01.02.2018, Page 26

Fréttablaðið - 01.02.2018, Page 26
körfubolti Ívar Ásgrímsson, þjálf- ari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, hefur valið hópinn fyrir næstu tvo leiki í undankeppni EM. Ísland mætir Bosníu í Sarajevo 10. febrúar og Svartfjallalandi í Podgo- rica fjórum dögum síðar. Ísland er án stiga eftir tvo fyrstu leiki sína í B-riðli undankeppninnar. Einn nýliði er í íslenska hópnum; Rósa Björk Pétursdóttir, leikmaður Hauka, sem eiga alls fjóra fulltrúa í hópnum að þessu sinni. Fimm leikmenn gáfu ekki kost á sér: Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Thelma Dís Ágústsdóttir, Hallveig Jónsdóttir, Embla Kristínardóttir og Birna Valgerður Benónýsdóttir. Íslenski hópurinn er þannig skip- aður: Helena Sverrisdóttir, Dýrfinna Arnardóttir, Þóra Kristín Jónsdóttir og Rósa Björk Pétursdóttir (Hauk- um), Sóllilja Bjarnadóttir og Isabella Ósk Sigurðardóttir (Breiðabliki), Elín Sóley Hrafnkelsdóttir og Guð- björg Sverrisdóttir (Val), Berg lind Gunnarsdóttir (Snæfelli), Sigrún Sjöfn Ámundadóttir (Skallagrími), Sandra Lind Þrastardóttir (Hors- holm, Danmörku) og Hildur Björg Kjartansdóttir (Legonés, Spáni). – iþs Rósa Björk Pétursdóttir, nýliði í landsliðinu. FRéttaBlaðið/ERniR Fimm gáfu ekki kost á sér fótbolti Í gær bárust fréttir af því að Böðvar Böðvarsson væri genginn í raðir pólska úrvalsdeildarliðsins Jagiellonia Białystok frá FH. Nokkuð óvænt félagaskipti en Pólland hefur ekki verið algengur viðkomustaður íslenskra fótboltamanna. „Þetta varð að alvöru dæmi í vikunni. FH spurði mig hvort þetta væri eitthvað sem ég hefði áhuga á. Eftir að ég kannaði liðið var ég meira en tilbúinn að skoða þetta,“ segir Böðvar í samtali við Frétta- blaðið. Hann fer utan á sunnudaginn, í læknisskoðun daginn eftir og ef allt gengur að óskum skrifar hann undir þriggja og hálfs árs samning við Jagiellonia Białystok. Liðið situr í 4. sæti pólsku úrvals- deildarinnar með 36 stig eftir 21 umferð, tveimur stigum á eftir Legia Varsjá. Í pólsku deildinni eru 16 lið sem spila við hvert annað, heima og að heiman. Eftir 30 umferðir fara átta efstu liðin í úrslitakeppni um pólska meistaratitilinn og átta neðstu liðin keppa sín á milli um að forðast fall í næstefstu deild. Liðin mætast einu sinni í úrslita- keppninni og því leikur hvert lið 37 deildarleiki á hverju tímabili. Jagiellonia Białystok var í efsta sæti pólsku deildarinnar eftir fyrstu 30 umferðirnar á síðasta tímabili og endaði að lokum í 2. sæti á eftir Legia Varsjá. Liðið er því sterkt. „Ég held að þetta sé mjög stórt og gott skref fyrir mig,“ segir Böðvar sem fékk nasaþef af atvinnu- mennskunni þegar hann var á láni hjá Midtjylland í Danmörku í þrjá mánuði veturinn 2015-16. Hafn- firðingurinn náði þó ekki að spila leik með danska liðinu. „Ég er kannski að fara í allt annað dæmi þarna úti í Póllandi en Dan- mörku. Það verður bara að koma í ljós,“ segir Böðvar. Að hans sögn hefur draumurinn alltaf verið að spila sem atvinnumaður. „Þetta hefur verið draumur síðan maður byrjaði að æfa. Það er ótrúlega jákvætt að vera kominn með fyrsta alvöru atvinnumannasamninginn.“ Böðvar er uppalinn FH-ingur og hefur verið í stóru hlutverki hjá Fimleikafélaginu undanfarin ár. Hann hefur leikið 73 leiki með FH í Pepsi-deildinni og varð Íslands- meistari með liðinu 2015 og 2016. Sem kunnugt er tók Ólafur Krist- jánsson við þjálfun FH í vetur af Heimi Guðjónssyni sem hafði þjálf- að liðið í áratug. Böðvar viðurkennir að það hafi verið erfitt að yfirgefa FH á þessum tímapunkti. „Ég er mjög spenntur fyrir því sem er að gerast hjá FH. En ég tel að besta leiðin til að bæta sig sé að spila í sem bestri deild og þess vegna vonaðist ég til að komast út. Auðvitað verður erfitt að horfa á strákana spila í sumar,“ segir Böðvar sem verður 23 ára í apríl. Hafnfirðingurinn var lykilmaður í U-21 árs landsliði Íslands á sínum tíma og á að baki fjóra leiki fyrir A-landsliðið. Sá síðasti þeirra var í Indónesíuferðinni í síðasta mánuði. Böðvar vonast til að landsleikjunum fjölgi eftir vistaskiptin til Jagiellonia Białystok. „Ég get alveg sagt að ég væri ekki að fara út ef landsliðið væri ekki markmiðið hjá mér. Annars væri ég bara heima. Ég tel mig geta spilað með landsliðinu í framtíðinni og taldi þetta mjög gott skref til að komast í það,“ segir Böðvar að lokum. ingvithor@frettabladid.is Ekki að fara út ef landsliðið væri ekki markmiðið hjá mér FH-ingurinn Böðvar Böðvarsson er á förum til Jagiellonia Białystok, eins sterkasta liðs pólsku úrvalsdeildar- innar. Hafnfirðingurinn er spenntur fyrir vistaskiptunum og vonast til að þau hjálpi sér að festa sig í sessi í íslenska landsliðinu. Böðvar viðurkennir að það hafi verið erfitt að yfirgefa FH sem stendur á tímamótum. Böðvar fagnar í leik með FH í Pepsi-deildinni í fyrra. FRéttaBlaðið/ERniR Eftir að ég kannaði liðið var ég meira en tilbúinn að skoða þetta. Böðvar Böðvarsson Aftur mættur í Valstreyju Snorri Steinn Guðjónsson lék í gærkvöld sinn fyrsta leik í treyju Vals síðan 2003. Snorri sneri aftur á Hlíðarenda fyrir tímabilið og einbeitti sér að þjálfun Valsliðsins fyrir áramót en er nú mættur aftur á gólfið. Endurkoma Snorra var líklega ekki eins og hann hafði vonast eftir en læri- sveinar hans lutu í gras á heimavelli gegn Selfossi, 29-34, eftir að hafa verið yfir framan af. Snorri skoraði eitt mark. FRéttaBlaðið/antOn BRinK Pierre-Emerick aubameyang í búningi arsenal. nORdicPHOtOs/gEtty Kapallinn sem gekk upp fótbolti Arsenal gerði gabonska framherjann Pierre-Emerick Auba- meyang að dýrasta leikmanni í sögu félagsins þegar það keypti hann frá Borussia Dortmund á 56 milljónir punda á lokadegi félagaskiptaglugg- ans í gær. Það voru ekki einu góðu fréttirnar sem stuðningsmenn Arse- nal fengu því Mesut Özil skrifaði einnig undir nýjan þriggja og hálfs árs samning við félagið. Arsenal seldi hins vegar Olivier Giroud til Chelsea í gær. Hann gekk í raðir Arsenal 2012 og skoraði 105 mörk fyrir félagið. Í kjölfarið á kaup- unum á Giroud lánaði Chelsea belg- íska framherjann Michy Batshuayi til Dortmund. Manchester City, topplið ensku úrvalsdeildarinnar, hætti við að kaupa Riyad Mahrez frá Leicester City. Manchester-liðið var ekki til- búið að borga meira en 60 milljónir punda fyrir Alsíringinn. – iþs 1 . f e b r ú a r 2 0 1 8 f i M M t u D a G u r26 S p o r t ∙ f r É t t a b l a ð i ð sport 0 1 -0 2 -2 0 1 8 0 5 :0 0 F B 0 8 8 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E E 0 -A 4 B 4 1 E E 0 -A 3 7 8 1 E E 0 -A 2 3 C 1 E E 0 -A 1 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 8 8 s _ 3 1 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.