Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.02.2018, Qupperneq 49

Fréttablaðið - 01.02.2018, Qupperneq 49
KYNNINGARBLAÐ 15 F I M MT U DAG U R 1 . f e b r úa r 2 0 1 8 KoNUR í ATvINNULíFINU Elín Greta Stefánsdóttir, mannauðsstjóri hjá verkís, segir fyrirtækið vinna eftir markvissri jafnréttisstefnu með góðum árangri. MYNDIR/ANToN BRINK Við hjá Verkís höfum við starfað eftir markvissri jafnréttis-stefnu í mörg ár og árið 2012 urðum við fyrst fyrirtækja til að fara í gegnum launaúttekt PwC. Við fórum í gegnum hana án athugasemda og þann árangur þökkum við meðvit- aðri stefnu okkar um þau viðmið sem eru notuð til launaákvarðana. Nýlega fórum við aftur í gegnum launaút- tekt PwC og stóðumst hana með góðum árangri, en niðurstaðan sýndi innan við 1% óútskýrðan launamun,“ útskýrir Elín Greta Stefánsdóttir, mannauðsstjóri hjá Verkís. Hún segir slíka viðurkenningu sérstaklega þýðingarmikla fyrir fyrirtæki í tæknigeiranum þar sem almennt hallar á hlutfall kvenna. Vottunin vakti athygli á sínum tíma og fundu þau að þetta vakti áhuga hjá ungum konum sem sóttu um hjá Verkís. „Í heild eru konur um 30% starfs- manna hjá Verkís, sem er ágætis hlut- fall miðað við fyrirtæki í tæknigeira en við viljum fá fleiri konur til okkar. Eitt af markmiðunum í jafnréttis- stefnu okkar er að auka hlut kvenna og það hefur tekist hægt og bítandi undanfarin ár, meðal annars í hópi tæknimenntaðra starfsmanna og stjórnenda. Þá er einnig gætt að hlut- falli karla og kvenna í stjórn Verkís og við fylgjumst vel með kynjahlutfalli í nýráðningum. Ég vil þó benda á að umræðan um að auka hlut kvenna þarf að fara fram með faglegum hætti. Að kona sé ráðin af því að hún er hæfust til starfsins en ekki af því að hún er kona. En við viljum fá fleiri umsóknir frá tæknimenntuðum konum og það hallar sérstaklega á hlut þeirra í rafmagns- og vélaverkfræðinni. Við sjáum að hlutfall umsókna endur- speglar almennt ekki hlutfall kvenna í verkfræðigreinum í háskólunum og við höfum reynt að finna út hvers vegna það er. Við teljum að með því að sýna meðal annars fram á að við erum með áhugaverð verkefni, gott starfsumhverfi þar sem jafnréttis- hugsun er ríkjandi og sveigjanlegan vinnutíma, þá fáum við vonandi fleiri umsóknir frá konum. Við gætum þess einnig í atvinnuauglýsingum að kröfur um hæfni og menntun höfði jafnt til kvenna og karla. Við vonumst til þess að þessar góðu niðurstöður úr jafnlaunaúttektinni hvetji konur til að sækja um og það tryggi að launa- misrétti sé ekki eitthvað sem þær þurfa að hafa áhyggjur af hjá okkur,“ útskýrir Elín Greta. „Þá viljum við einnig tryggja að konum og körlum hér innanhúss bjóðist sömu tækifærin. Þegar ráðið er í stjórnunarstörf byrjum við til að mynda á því að leita í okkar eigin röðum áður en leitað er út fyrir fyrirtækið. Sjálf byrjaði ég hér sem aðstoðarmaður yfirverkfræðings fyrir 16 árum. Ég fékk tækifæri til þess að ná mér í stjórnunarmenntun og sækja um starf mannauðsstjóra,“ segir Elín Greta. Hún hafi aldrei fundið fyrir ójöfnuði. „Þegar ég hóf störf hjá fyrir- tækinu fann ég strax að ég var komin inn í jafningjasamfélag þar sem kyn og aldur var ekki inni í jöfnunni. Ég er ekki að velta því fyrir mér hvort ég er að vinna með karli eða konu. Menn- ingin innan Verkís er einfaldlega þannig að ég þarf þess ekki.“ Konur og karlar fái sömu tækifærin Verkís er verkfræðistofa sem veitir alhliða ráðgjöf á öllum sviðum verkfræði og tengdum greinum. Starfsmenn eru um 340 manns. Verkís varð fyrst fyrirtækja til að hljóta gullmerki PwC við jafnlaunaúttekt árið 2012. elín Greta Stefánsdóttir mannauðsstjóri segir ríka áherslu á jafnrétti. Arndís Magnúsdóttir rafmagnsverkfræðingur fagnar þegar konur sækja um. Mitt aðalverkefni núna hefur verið að uppfæra stjórn-kerfi virkjana á Þjórsár- svæðinu. Ég vissi ekki alveg við hverju ég ætti að búast þegar ég, stelpan, mætti á svæðið í virkjanir úti um landið, sérstaklega frá eldri kynslóðinni og hafði byggt mér ákveðinn skjöld. Raunin varð hins vegar sú að þeir voru ánægðir með að ung kona væri í þessu starfi, sérstaklega eldri mennirnir,“ segir Arndís Magnúsdóttir, rafmagns- verkfræðingur hjá Verkís. Meðan hún var í námi í rafmagnsverkfræð- inni vann hún við verkefnastjórnun á sumrin en þegar námi lauk hóf hún störf við sitt fag. Hún er yfirleitt eina konan í starfshópnum. „Ég er yfirleitt eina konan en ég get ekki fundið að það sé komið fram við mig á annan hátt en samstarfsfélaga mína. Ég fæ sömu tækifæri og er að sama skapi ýtt út í djúpu laugina af mínum verkefna- stjórum. Ég fæ enga sérmeðferð,“ segir hún. „Það er auðvitað alltaf skemmtilegra að vinna í fjölbreytt- um hópi og að saman vinni bæði karlar og konur. Ég fagna því alltaf þegar konur sækja um. Það eru ekki margar konur í rafmagnsverkfræði. Þeim er að fjölga en ég hef það á tilfinningunni að þær konur sem ljúka námi fari síður inn á ráðgjafa- stofurnar. Ég vil hvetja tækni- menntaðar konur til að stökkva á tækifærin.“ Hvetur konur til að stökkva á tækifærin arndís Magnúsdóttir rafmagnsverkfræðingur hóf störf hjá Verkís sumarið 2016. Hún segist oftast eina konan í verkefnum en ekki sé komið fram við hana á annan hátt vegna þess. Skilaboðin sem fólk fær strax í æsku skipta miklu máli. Ég fékk til dæmis aldrei að heyra að ég gæti ekki gert eitthvað af því ég væri stelpa. Ég hef einnig verið svo heppin að kynnast öflugum fyrirmyndum gegnum tíðina í starfi, konum en einnig körlum, sem hvetja fólk til góðra verka. Öll hvatning skiptir máli. Þegar ég fór í nám í verkfræði í Frakklandi árið 1995, var árgangurinn minn sá fyrsti þar sem jafn margar konur og karlar sóttu þetta nám. Þá tald- ist það frekar óvenjulegt, en það skiptir máli að fólk sæki menntun sem það hefur mestan áhuga á, óháð kyni,“ segir Carine Chatenay, byggingarverkfræðingur og við- skiptastjóri hjá Verkís en Carine situr einnig í stjórn Verkís. Áhugi Carine á endurvinnan- legri orku dró hana til Íslands árið 2000. Hún ílentist hér á landi og hefur starfað innan orkugeirans síðan. Hún segir Ísland framar- lega í jafnréttismálum miðað við hennar heimaland og hjá Verkís sé jafnræði hluti af vinnumenn- ingunni. „Í vinnunni upplifi ég mig meðal jafningja. Það má ekki gleyma því að ég er ekki bara kona í tæknigeira heldur líka útlend- ingur en, ég legg áherslu á að ég fæ tækifæri vegna þess að ég stend mig í starfi. Svona menningu vil ég hafa á vinnustað og mér líður vel hjá Verkís út af því,“ segir Carine. „Jafnréttismál eru í góðum farvegi á Íslandi miðað við víða. Ég vinn til dæmis mikið með útlendingum sem verða mjög hissa ef karlkyns- tengiliður þeirra er ekki við þar sem hann er í fæðingarorlofi! Það þykir afar óvenjulegt. Hjá Verkís er einnig lögð áhersla á jafnvægi milli einkalífs og vinnu. Ég og karlkyns vinnufélagi minn sátum eitt sinn fund með erlendum viðskiptavini sem tók sérstak- lega eftir því að við vorum bæði jafn stressuð yfir því að klára fundinn fyrir klukkan fimm, því bæði þurftum við að sækja börn í leikskóla. Mín upplifun er sú að fólk horfir ekki bara til okkar út af þekkingu okkar heldur einnig vegna þess hversu framarlega við stöndum í jafnréttismálum. Þetta er jákvætt en við verðum auðvitað að halda áfram á þessari braut,“ segir Carine. „Fjölbreytni er lykilatriði, það er hagur okkar allra að fá hæft fólk úr ýmsum áttum til að starfa í tæknigeiranum,“ segir Carine. „Ég vil sjá fleiri konur sækja um störf í tæknigeiranum og lykilstöður hjá fyrirtækjum. Það er mikilvægt að það séu fleiri fyrirmyndir til staðar svo ungar konur sjái að þetta er ekkert mál.“ Upplifir sig meðal jafningja í vinnunni Carine Chatenay, byggingarverkfræðingur og viðskiptastjóri hjá Verkís, segir öflugar fyrirmyndir í tæknigreinum mikilvægar. Carine Chatenay byggingarverkfræðingur segir að hjá verkís sé lögð áhersla á gott jafnvægi milli einkalífs og vinnu. 0 1 -0 2 -2 0 1 8 0 5 :0 0 F B 0 8 8 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E E 0 -B D 6 4 1 E E 0 -B C 2 8 1 E E 0 -B A E C 1 E E 0 -B 9 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 8 8 s _ 3 1 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.