Fréttablaðið - 01.02.2018, Side 80

Fréttablaðið - 01.02.2018, Side 80
Hvað er svona hættulegt við kannabis? Kannabis er a l g e n g -asta ólög- lega fíkniefnið og flestir sem reykja kannabis er ungt fólk. Sumir telja það saklaust því í litlum skömmtum koma sjaldan fram alvarlegar aukaverkanir. En það er með kannabis eins og önnur fíkniefni, að ekki er hægt að sjá fyrir um hverjir hljóta skaða af neyslunni en almennt gildir að við mikla og langvarandi neyslu eykst hættan. Fólk undir áhrifum kannabis getur upplifað breytta skynjun (t.d. sjá bjartari liti), aukna mat- arlyst, kvíða, minnisskerðingu, ofskynjanir og geðrof. Mikil ógleði og uppköst geta einnig komið fram. Við langvarandi neyslu getur kannabis skert greind ung- menna. Þegar heilinn er að taka út þroska myndar hann sífellt ný taugamót og sam- kvæmt dýrarannsóknum truflar kannabis myndun nýrra tauga- móta. Afleiðingarnar geta verið erfiðleikar með einbeitingu og að festa minningar í sessi. Sýnt hefur verið fram á að vitsmuna- getan sem tapast kemur ekki aftur þegar kannabisneyslu er hætt. Þessi áhrif virðast ekki eiga við um fullorðið fólk. Kannabis getur valdið önd- unarfæravandamálum líkt og tóbaksreykingar og einnig hröð- um hjartslætti, sem getur aukið hættu á hjartaáfalli. Kannabis getur líka valdið ofsóknaræði og geðsjúkdómum eins og geðklofa, kvíða og þunglyndi og aukinni hættu á sjálfsvígum. Jafnframt eru þeir sem nota kannabis lík- legri til að fá geðrofssjúkdóma eins og geðklofa. Ef kannabis er neytt á meðgöngu eða á tíma brjóstagjafa getur það valdið þroskavandamálum hjá barninu. Varhugavert er að styrkleiki vímugjafans THC í kannabis hefur verið að aukast jafnt og þétt síðustu áratugi, sem þýðir að sá sem byrjar að reykja kannabis í dag innbyrðir mun meira af THC en tíðkaðist t.d. á hippaárunum. Ljóst er að kannabis er skaðlegt efni sem getur haft óafturkræf og alvarleg áhrif á heilsuna. Hægt er að fá frekari upplýsingar á vefn- um kannabis.is Lesendum er bent á að senda sérfræðingum okkar spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á heilsanokkar@frettabladid.is. Ég byrjaði á fyrstu lyfj-unum fyrir viku,“ segir Ninna Karla Katrínar-dóttir sem er í miðju eggjagjafarferli því hana langar til að hjálpa fólki í frjósemisvanda. Meðferðin getur tekið tvær til þrjár vikur og Ninna vonast til að hún skili því að tvær konur fái egg frá henni. Þess má geta að núna eru 78 konur á biðlista eftir eggi hjá LIVIO Reykjavík, sem áður hét IVF-klíníkin. „Mér finnst þetta eitthvað svo sjálfsagt. Ég á tvö börn og ætla mjög líklega ekki að eignast fleiri. Ég átti börnin mín mjög auðveld- lega og mér þykir mjög leiðinlegt að allir geti ekki eignast börn sem vilja það,“ segir Ninna spurð út í af hverju hún vilji gefa egg. „Ég á sjálf fullt af eggjum sem ég hef ekkert með að gera. Og það eru konur sem þurfa á þeim að halda.“ Þetta verður í annað sinn sem Ninna gefur egg. „Ég var búin að ætla að gera þetta í mörg ár en ein- hvern veginn frestaði þessu alltaf. En það var svo í fyrra sem vinkona mín hafði samband við mig og bað mig hreinlega um að gefa sér egg, vegna þess að hún og maðurinn hennar voru að reyna að eignast barn. Þá loksins dreif ég í þessu og gaf þeim egg, sem reyndar varð ekki að barni, því miður.“ Í þetta sinn er hún ekki að gefa vinkonu egg. „Núna er ég bara að gefa egg almennt og þá fá mögulega tvær konur egg frá mér,“ útskýrir Ninna. Hún mun ekki fá upplýs- ingar um hvert eggin hennar fara en hún ætlar þó að vera svokall- aður „þekktur gjafi“. „Maður getur valið hvort maður er þekktur gjafi eða óþekktur. Að vera þekktur gjafi þýðir að barnið sjálft getur fengið upplýsingar um mig og leitað að mér þegar það er orðið 18 ára. Mér finnst það mjög mikilvægt að hafa þetta þannig vegna þess að við erum á Íslandi, þetta er svo lítið land. Og bara vegna þess ef barnið myndi t.d. kynnast mínum börnum,“ segir hún og hlær. Ninna segist ekki vera búin að hugsa mikið út í hvernig það yrði ef barnið eða börnin sem yrðu til úr eggjum hennar kæmu svo bankandi upp á eftir tvo áratugi. „Ég veit ekki. Ég myndi örugglega bara taka því með opnum örmum. Maður þarf náttúrulega að gera ráð fyrir að það geti gerst. Maður tekur bara á því þegar þar að kemur. En ég held að það yrði bara skemmtilegt,“ segir Ninna glöð í bragði. Þess má geta að þótt konur sem gefa egg fái ekki að vita hvert eggin þeirra fara þá fá þær samt upp- lýsingar um hvort aðgerðin hafi heppnast „Það er ágætt að fá þær upplýsingar, því þá fær maður smá svona „closure“.“ Passað vel upp á eggjagjafann Ninna segir sjálft eggjagjafarferlið í fyrra hafa gengið vel og að það hafi ekki valdið henni miklum líkam- legum óþægindum. „Ég fann auð- vitað aðeins fyrir þessu því maður er að sprauta sig með miklu af hormónum. En svo er auðvitað misjafnt hvernig þetta fer í konur. Ég var aðeins þrútin í kringum magasvæðið og varð alveg rosalega meyr, ég grét yfir öllu eins og ég væri ólétt,“ segir hún og skellir upp úr. „Svo á eggheimtudeginum þá varð ég smá slöpp og líka í tvo, þrjá daga eftir á. Annars fylgdu þessu ekki mikil óþægindi myndi ég segja. Það er passað vel upp á mann.“ Vill vekja fólk til umhugsunar Ninna hefur talað opinskátt um eggjagjöfina á Snapchat og vonar að það veki aðrar konur til umhugs- unar. Áhugasamir geta fylgst með Ninnu á Snapchat en notandanafn hennar er ninnakarla. „Ég vona að aðrar konur sem geta gefið egg sjái að þetta er minna mál en maður heldur,“ segir Ninna sem er þeirrar skoðunar að það vanti upp á upp- lýsingar um eggjagjöf. „Ég held að fáir séu að pæla í þessum möguleika og maður heyrir lítið um að það vanti eggjagjafa. En það er mikil þörf á eggjum og það er tveggja ára biðlisti eftir eggi hjá Klíníkinni. Það er hrikalega langur tími.“ Ninna bætir að lokum við: „Mér finnst dásamlegt að hugsa til þess að ég geti gefið fólki tækifæri til að eignast barn, fólki sem er kannski búið að láta sig dreyma um að eign- ast barn í mörg ár.“ gudnyhronn@frettabladid.is Heilsan okkar Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsu- vísindum NiðurStaða: Kanna- bis getur verið skaðlegt á nokkra vegu, meðal annars með því að auka líkur á geðsjúkdómum og valda óafturkræfri greindarskerð- ingu meðal ungmenna. eggjagjöfina Ninna Karla Katrínardóttir er í miðju eggjagjafarferli vegna þess að hana langar að aðstoða fólk í frjósemisvanda við að láta draum sinn um að eignast barn rætast. Ninna Karla hefur talað opinskátt um eggjagjöf á samfélagsmiðlum og vonast til að vekja fólk til umhugsunar. Talar opinskátt um Ég á sjálf fullT af eggjum sem Ég Hef eKKerT með að gera. Og það eru KONur sem þurfa á þeim að Halda. Ninna mun brátt gefa egg í von um að geta aðstoðað fólk í frjósemisvanda. FrÉttaBLaðið/ViLHELM 1 . f e b r ú a r 2 0 1 8 f I M M T U D a G U r48 l í f I ð ∙ f r É T T a b l a ð I ð Lífið 0 1 -0 2 -2 0 1 8 0 5 :0 0 F B 0 8 8 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E E 0 -9 F C 4 1 E E 0 -9 E 8 8 1 E E 0 -9 D 4 C 1 E E 0 -9 C 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 8 8 s _ 3 1 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.