Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.05.2017, Page 26

Víkurfréttir - 04.05.2017, Page 26
26 fimmtudagur 4. maí 2017VÍKURFRÉTTIR „Ég er með hóp af miklum karakterum, viljugum, duglegum stelpum, sem hlusta og gera það sem fyrir þær er lagt,“ sagði Sverrir Þór Sverris- son, þjálfari kvenna- l i ð s Ke f l av í k u r í Domino’s deildinni í körfubolta eftir að liðið tryggði sér Ís- landsmeistaratitilinn. Þær unnu Snæfell í fjórðu úrslitaviðureign liðanna, unnu þrjá leiki og töpuðu einum. Sverri Þór var í skýjunum eftir sigurinn og sagði árangurinn í vetur hafa verið mun betri en nokkur þorði að vona. Sverrir Þór segir aðspurður út í þetta magnaða unga lið að hugarfarið sé stór partur af velgengninni en einnig auðvitað körfuboltahæfileikar. „Þær fara inn á völlinn sem lið, það eru ekki bara tvær, þrjár sem eiga að skjóta. Þetta er mikil samstaða, þær spila sem lið.“ Það hefur vakið athygli hvað leikmenn liðsins eru óhræddir við að skjóta, þrátt fyrir ungan aldur. En þessar Kefla- víkurstelpur þekkja vel sigurtilfinninguna og hafa unnið marga tit la í yngri f lokk- unum. Sverrir tekur undir þetta og segir stelpurnar óhræddar á vellinum: „Ef þær eru fríar, eiga þær að skjóta. Þær leita uppi styrkleika hjá hvor annarri. Þetta er frábær hópur og gaman að vinna með honum. Sverrir Þór verður áfram þjálfari liðsins og Gunnar Stefánsson einnig áfram honum til aðstoðar. Sverrir segir að hópurinn verði svipaður á næsta tímabili en þó sé líklegt að þær Emelía Ósk Gunnarsdóttir og Thelma Dís séu að fara í nám til útlanda. „Það verður auðvitað mikill missir af þeim en það opnast gluggi fyrir aðrar. Ef þær fara báðar finnst mér þó líklegt að við reynum að styrkja hópinn.“ Liðsheildin frábær hjá stelpunum Sverrir Þór og Gunnar Stefánsson með Ariana Moore á milli sín en hún var kjörin leikmaður úrslitakeppninnar. VF-mynd/pket. l segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkurstúlkna. l Líkur á því að Thelma og Emelía leiki ekki með liðinu á næsta tímabili Keflavík Íslandsmeistarar í körfuknattleik kvenna árið 2017 Fleiri myndir og viðtöl á vef Víkurfrétta, vf.is

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.