Fréttablaðið - 24.02.2018, Page 28

Fréttablaðið - 24.02.2018, Page 28
Á Barnaspítala Hrings-ins er  starfræktur grunnskóli og leik-stofa fyrir börn sem liggja inni á spítal-anum. Grunnskól- inn er vel búinn námsgögnum og þar fá börn  kennslu eftir því sem heilsan leyfir. Kennarar fara einnig stundum á sjúkrastofur barnanna ef að þau komast ekki í skólastofuna. „Það er mikilvægt að vera jákvæð- ur og glaður í þessari vinnu hér því hér ganga börn í gegnum erfiðleika og oft alvarleg veikindi,“ segir Guð- rún og bendir á að það sé nauðsyn- legt  þrátt fyrir veikindi að reyna að stunda námið eins og hægt er. Það gefst yfirleitt vel,“ segir Guð- rún. „Þau gleyma frekar veikindum þegar þau koma í skólann og eru á leikstofunni.“ Það sem hún tekur eftir og segir áhugavert er að börn sem hafa gengið í gegnum mikla erfiðleika muni frekar eftir því sem gekk vel og veitti þeim gleði. „Þar kemur leikstofan og skólinn svo sterkt inn,“ segir Guðrún. Guðrún segist finna fyrir þakklæti bæði frá börnunum og foreldrum þeirra. „Hér er verið að gera allt sem hægt er fyrir börnin. Það er mikið álag fyrir fjölskyldur þegar barn veikist. Og breytir oft miklu hjá fólki. Ef um mjög alvarleg veikindi er að ræða þá fer bara lífið hreinlega á hvolf,“ segir Guðrún. „Við höfum að sjálfsögðu alltaf samband við heimaskóla barnanna. Sérstaklega ef börnin eru lengi hjá okkur. Vinnum í samræmi við það sem kennararnir leggja upp með. Stundum eru krakkarnir í sambandi við bekkinn sinn í gegnum Skype eða Messenger. Við leggjum mikið upp úr því að mæta barninu þar sem það er statt af skilningi og kærleika. Starfið er mjög gefandi og oft kenna börnin okkur fullorðna fólkinu því að þau eru alveg ótrúlega vitur mörg og skynsöm. Sérstaklega þegar þau eru að ganga í gegnum svona veik- indi. Við leggjum áherslu á að vinna með gildin. Einnig reynum við að hafa leikinn og gleðina í for- gangi. Spilum og málum. Vinnum skemmtileg verkefni. Eins og til dæmis verkefni um Barnasáttmál- ann. Þar hafa þau teiknað myndir af sjálfum sér, hvert barn segir eitthvað viturlegt sem í því býr um réttindi barna. Til dæmis, öll börn hafa rétt á að vera í skóla. Öll börn eiga að eiga fjölskyldu og fá að fara í bíó. Eitt barn sagði við mig um daginn að það væri ekki nógu góður nem- andi. Ég spurði hvað það meinti með því, þá sagði það að það væri ekki nógu gott í stærðfræði. Ég sagði að ég teldi að það væri góður nem- andi. Af því það hefði mjög góða samskiptahæfileika, það væri sam- viskusamt, kærleiksríkt og gott. Það væri að vera góður nemandi. Ekki endilega að fá tíu í stærðfræði.“ Guðrúnu vill leggja áherslu á  að börnin hafi góða sjálfsmynd. „Ég vil leggja áherslu á sjálfsmyndina, sjálfsvirðinguna, sköpunina og samvinnu. Og að leggja áherslu á styrkleikana og að vinna með hæfi- leika barnanna. Öll börn eru stútfull af hæfileikum og það er mikilvægt að rækta þá. Það er þetta viðhorf að horfa á styrkleikana sína og góð gildi,“ segir Guðrún. Guðrún notar stundum brúður í starfi sínu með afar góðum árangri. Brúðan Emma hefur komið sterk inn hjá yngstu nemendunum.  „Börnin tala öðruvísi við brúðurnar heldur en okkur kennarana. Þau tala yfirleitt aldrei um sjúkdóma sína við okkur kennarana. En við brúð- urnar geta þau sagt allt. Brúðurnar hafa gengið í gegnum ýmislegt, til dæmis hún Emma sem er með sykur sýki. Einn nemandi hjá okkur tók til dæmis að sér að kenna Emmu mannasiði. Það er alveg merkilegt að sjá hvernig tengingin verður sterk á milli barnsins og brúðunnar. Það var barn sem sagði einu sinni við mig; þetta er bara brúða! Þá svaraði ég, já. En þegar ég fer inn í brúðuna með hendurnar þá verður þetta lifandi brúða. Stundum segir brúðan: Ég er bara brúða, þú getur sagt mér allt.“ Brúðumeðferðir eru mjög  vel þekktar á sjúkrahúsum, til dæmis í Bandaríkjunum og Bretlandi og reynast  til dæmis mjög vel þar sem  börn hafa glímt við tilfinn- ingalega erfiðleika og orðið  fyrir áföllum. Hér í skólastofunni nota ég brúðurnar meira í gegnum leikinn.“ Guðrúnu veitist þetta  létt, hún er leikkona og kannski muna ein- hverjir eftir henni frá níunda ára- tugnum þegar hún sá um barnatíma Stöðvar 2.   Ég er brúða, þú getur sagt mér allt! Guðrún notar stundum brúður í starfi sínu. Þetta er brúðan Emma sem hefur komið sterk inn hjá yngstu nemendunum. Fréttablaðið/EyÞór Guðrún með Emmu og einum nemanda sínum. Fréttablaðið/EyÞór Venjulegt fólk Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is Ég vil leggja áherslu á sjálfs- myndina, sjálfsvirð- inguna, sköpunina og sam- vinnu. frettabladid.is Horfa má á við- talið í nýjum vefþætti, sem kallast Venjulegt fólk, á vefnum. Starf grunnskóla- kennara Barna- spítala Hringsins er metnaðarfullt og þar er lögð áhersla á að mæta barninu þar sem það er statt. Guðrún Þórðardóttir grunnskólakennari er annar viðmælandi Fréttablaðsins í vef- þáttaröðinni Venju- legt fólk. 2 4 . f e b r ú a r 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r28 H e L G i n ∙ f r É T T a b L a ð i ð 2 4 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 1 1 2 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 0 D -2 2 4 8 1 F 0 D -2 1 0 C 1 F 0 D -1 F D 0 1 F 0 D -1 E 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 1 2 s _ 2 3 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.