Fréttablaðið - 24.02.2018, Síða 33

Fréttablaðið - 24.02.2018, Síða 33
Margrét Gauja Magnúsdóttir Fæðingarár 1976. Samfylking, Hafnarfirði. Hættir eftir þrjú kjörtímabil. „Reynsla er völd og til að öðlast völd þarftu reynslu. Þess vegna er sorglegt að konur hætta þegar þær loksins eru komnar með reynslu sem getur svo fært þeim völdin,“ segir Margrét Gauja sem hefur setið í þrjú kjörtíma- bil með hléum í bæjarstjórn Hafnar- fjarðar sem og að hafa verið varaþing- maður í þrjú ár. Margrét Gauja segir konur þurfa að sanna sig tvöfalt meira en strákarnir á vettvangi stjórn- málanna áður en það sé yfirleitt hlustað á þær. „Við þurfum líka að láta alls konar skít yfir okkur ganga sem karlmaður myndi aldrei láta bjóða sér eða yfir höfuð þurfa að velta því fyrir sér,“ segir Mar- grét Gauja. „Og hvað þá ef þú ert kona sem fer ekki eftir formúlunni. Ert áberandi, ert með kjaft, fyndin, klæðir þig ekki í dragtina og setur þig ekki í hlut- verkið sem prúða dúkkan.“ Þegar ég spyr Margréti Gauju um hrútskýringar karla í hennar garð í stjórnmál- um tengir hún það ekkert sérstaklega við stjórnmálin. „Nei, það er meira bara svona saga lífs míns. Hins vegar hef ég ekki lent í því innan stjórnmálanna í einhver ár. Kannski af því að ég er reynslumesti bæjarfull- trúinn í bænum mínum. Menn eru þá hættir þessu. En það var þannig að ég fékk yfir mig alls konar hrútskýringar og áreitni og viðbjóð þegar ég byrjaði.“ Hún bætir við að það sé að einhverju leyti synd að hætta í pólitík á þeim tímapunkti sem menn eru hættir að hrútskýra fyrir henni. Hún bendir á að margt hafi færst til betri vegar á síðustu árum og að byltingar kvenna hafi breytt miklu. „Þegar ég varð stjórnarformaður Sorpu, þá vandaði ég mig brjálæðis- lega vel og vann það verk vel. Samt sem áður vvoru allir að fara á taugum út af því að það væri kona komin í stólinn. Ég fékk fylgd inn á fundina af samflokksfólki til að halda í höndina á mér og passa upp á mig.“ „Þegar ég var formaður fram- kvæmdaráðs hringdi einhver karl í mig brjálaður klukkan sex um morguninn einn veturinn af því að það var ekki búið að moka hlaupa- leiðina hans. Tel ekki líklegt að hann hefði hringt í karlmann á þeim tíma til að ausa úr skálum reiði sinnar.“ aðstæður hafi breyst, stækkun fjöl- skyldu og fyrirtækjarekstur, sé lítið um svigrúm. Og, rétt eins og Silja Dögg á Akureyri, nefnir hún vinnu- tímann. „Eins og þetta er skipulagt núna þá er þetta hlutastarf með öðru fullu starfi. Bæjarfulltrúar vinna því í frítíma sínum með öllu öðru sem þarf að gera eftir að vinnutíma lýkur. Því er ekki á færi allra að að sinna þessu lengi, nema vilja fórna öðru í staðinn,“ segir Esther Ösp. „Ég hef gert það í átta ár. Á þeim tíma hef ég fórnað öðru og verið sátt við það en nú er kominn tími til breytinga.“ „Ég hef verið afar lánsöm. Ég á mann sem hefur stutt mig 110 pró- sent og verkum á heimilinu skipt bróðurlega á milli okkar, hvort sem það er uppeldi eða heimilisstörf. En vinnan í sveitarstjórn er að taka tímann eftir að vinnu lýkur og fram á kvöld. Það er tíminn með fjöl- skyldunni. Ég er til í að fórna þeim tíma endrum og eins og nú eru liðin átta ár,“ segir Esther. „Börnin verða ekki svona lítil lengi og ef áhugi er fyrir hendi áfram get ég vel skoðað að koma aftur inn seinna þegar frí- tími eykst aftur.“ Esther segir sveitarstjórnarvett- vanginn vera karllægan en að það hafi að einhverju leyti færst til betri vegar síðan hún byrjaði í sveitar- stjórn. „Þegar ég byrjaði hélt ég að ég myndi helst finna fyrir fordómum hjá eldri körlum. Það er hins vegar ekki samhengi milli aldurs og for- dóma. Ég hef unnið með sextugum mönnum sem líta á mig sem jafn- ingja en svo hef ég líka unnið með strákum á mínum aldri sem upp- fullir eru af karlrembu,“ segir hún en bætir við að stutt sé í fordóma. „Ég hef alveg ætlað að bóka gegn máli í nefnd sem ég var andsnúin og fengið spurningu hvort ég gerði mér grein fyrir því hvernig þetta liti út og hvort ég skildi yfirhöfuð málið. Þar fann ég hvað það var litið niður á mig.“ Esther nefnir það að hún hafi unnið á stórum karlavinnustöðum í gegnum tíðina og aldrei fundið fyrir jafn karllægum viðhorfum líkt og hún finni fyrir í sveitarstjórnarpólit- íkinni. Hafði hún áður til að mynda unnið hjá Bechtel og Skógrækt rík- isins. „Ég er viss um að þegar menn settu sig í stellingar og töluðu við mig í föðurlegum umvöndunartón hefði raddblær þeirra verið annar ef þeir hefðu verið að tala við karlmann,“ segir Esther. ÞeGar éG byrjaði hélt éG að éG Myndi helst finna fyrir fordóMuM hjá eldri körluM. Þjónustuver - Akureyri Helstu verkefni og ábyrgð Nú býðst öflugum og jákvæðum einstaklingi tækifæri til að ganga til liðs við þjónustuver ríkisskattstjóra sem er á starfs- stöðinni á Akureyri. Helstu verkefni eru upplýsingagjöf um skattamál, símaþjónusta og afgreiðsla ýmissa gagna sem viðskiptavinir óska eftir. Hæfnikröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli • Frumkvæði og metnaður • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð • Fáguð framkoma og lipurð í mannlegum samskiptum • Jákvæðni og þjónustulund • Geta til að vinna undir álagi • Góð almenn tölvukunnátta Skatteftirlit - Reykjavík Helstu verkefni og ábyrgð Helstu verkefni eru að yfirfara gögn og upplýsingar um skattskil lögaðila og einstaklinga í þeim tilgangi að greina möguleg skattundanskot og vantalda skattstofna, ásamt því að endurákvarða opinber gjöld ef það á við. Hæfnikröfur • Viðeigandi háskólamenntun, t.d. á sviði viðskiptafræði eða lögfræði • Þekking á reikningsskilum, málsmeðferðarreglum og almennri skattframkvæmd æskileg • Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli • Frumkvæði og metnaður • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð • Fáguð framkoma og lipurð í mannlegum samskiptum • Jákvæðni og þjónustulund • Geta til að vinna undir álagi • Góð almenn tölvukunnátta Ríkisskattstjóri er í fararbroddi innleiðingar rafrænnar stjórnsýslu. Helstu verkefni embættisins eru álagning opinberra gjalda, skatteftirlit og að halda lögbundnar skrár en að auki er embættinu falið að sinna ýmsum sérverkefnum til lengri eða skemmri tíma, nú síðast verkefni tengdu ráðstöfun séreignarsparnaðar til kaupa á fyrstu íbúð. Vinnustaðurinn er fjölmennur og dreifist starfsemin á átta starfsstöðvar um landið. Meginstefna ríkisskatt- stjóra í mannauðsmálum byggir á gagnkvæmu trausti, tillitssemi og virðingu á milli stofnunar og starfsmanna og starfsmanna sín í milli. Gildi ríkisskattstjóra eru fagmennska, jákvæðni og samvinna. Ríkisskattstjóri er þátttakandi í tilraunaverkefni á vegum Velferðarráðuneytisins um styttingu vinnuvikunnar í 36 stundir. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert. Umsóknir skulu fylltar út á vefsíðu embættisins eða á Starfatorgi. Ferilskrá sem inniheldur ítarlegar upplýsingar m.a. um menntun, fyrri störf, umsagnaraðila og annað er máli skiptir þarf að fylgja með svo umsókn teljist fullnægjandi. Umsóknarfrestur er til og með 26.02.2018 Upplýsingar um störfin veitir Birgitta Arngrímsdóttir í síma 442 1000 og birgitta.arngrimsdottir@rsk.is 442 1000 Þjónustuver opið: Mán.-fim. 9:00-15:30 Fös. 9:00-14:00 rsk@rsk.is Krefjandi störf á góðum vinnustað h e l g i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 33l A U g A R D A g U R 2 4 . F e B R ú A R 2 0 1 8 2 4 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 1 1 2 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 0 D -3 F E 8 1 F 0 D -3 E A C 1 F 0 D -3 D 7 0 1 F 0 D -3 C 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 1 2 s _ 2 3 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.