Fréttablaðið - 24.02.2018, Síða 40

Fréttablaðið - 24.02.2018, Síða 40
Þegar vatnselgurinn gengur berserks- gang um göturnar er hætt við að margir verði blautir í fæturna og þá er táfýlan ekki langt undan. Táfýla kemur vegna samspils raka á fótum og baktería og þess vegna er mikilvægt að halda fótum þurrum. Þegar vatns- elgurinn gengur berserksgang um göturnar er hætt við að margir verði blautir í fæturna. Þegar svo gefst ekkert endilega alltaf tími til að þurrka skó og sokka verða til kjöraðstæður fyrir táfýlu. Sokkana er einfalt að setja í þvottavél en ekki eru allir skór til þess fallnir að snúast í hringi rennblautir í lokuðu rými. Hér fylgja nokkur handhæg húsráð til að losna við óþef úr skóm og fylla þá aftur hunangs- sætri angan hreinna fóta. Vefjið skóna inn í plastpoka og stingið í frystinn yfir nótt. Látið þiðna í sólskini næsta morguns. Langlíklegast er að bakteríurnar sem valda lyktinni leggist í dvala en spurning hvort þær vakna aftur þegar hlýnar í kringum þær. Sakar samt ekki að prófa. Bleytið tuskur í mýkingarefni og setjið í skóna eftir notkun og hafið yfir nótt. Anganin ætti að sitja eftir þegar tuskurnar eru fjarlægðar. Afhýðið appelsínu, greip, sítrónu eða límónu og setjið hýðið í skóna. Sítrusávaxtahýði er bæði bakteríu- drepandi og gefur góða angan. Setjið nokkra dropa af ilmolíu í skóna. Einn tveir dropar á sólann ættu að duga til að fæla fýluna burt. Púður eða úða sem nota má gegn fótsveppi er einnig kjörið að setja í skó til að gera út af við óþef. Matarsódi er til margs nytsam- legur og meðal þess er að losna við vonda lykt. Látið væna skeið í hvorn skó og látið setjast í sólann yfir nótt. Hristið skóinn næsta morgun og notið svo eins og vandi er til. Ekki er hægt að tala um matar- sóda án þess að minnast á edik. Ediki og vatni blandað til helm- inga er úðað inn í skóinn og látið þorna í hálftíma. Ef þú ert að flýta þér væri ráð að nota hárþurrku til að þurrka skóinn. Til að gulltryggja niðurstöður er svo hægt að nota matarsóda-yfir-nótt trikkið. Kattasandur er sérhann- aður til að draga í sig lykt og oft er ljómandi góð lykt af hreinum kattasandi. Setjið slatta af hreinum kattasandi í sokk, bindið fyrir og leggið í skóinn yfir nótt. Svífið svo á angandi skýi inn í næsta dag en forðastu ketti sem gætu haldið að skórnir þínir væru til þess gerðir að skilja eftir enn verri lykt en þá sem þú varst að reyna að ná úr í byrjun. Best er þó að reyna að forðast að verða blaut í fæturna og ganga í stígvélum þegar slabbið hylur göt- urnar. Ef hégóminn er skynsem- inni yfirsterkari má líka vera með plastpoka um fæturna í skónum. Stökkvið táfýlunni á brott! Táfýla er hvimleiður gestur sem þrífst best á blautum fótum. Þegar táfýlan hefur sest að getur verið þrautin þyngri að ná henni burt en sítrushýði, matarsódi og kattasandur geta gert kraftaverk. Táfýlu hefur verið lýst sem samblandi af lykt af gömlum osti, ammoníaki eða einhverju þaðan af verra. Góður kjúklingaréttur sem frábært er að bera fram þegar kalt er í veðri. Þetta er ítalskur réttur sem auðvelt er að gera. Uppskriftin miðast við fjóra. 8 kjúklingalæri 1 dl hveiti 4 msk. ólífuolía 2 laukar 6 hvítlauksrif 1 gul og ein rauð paprika 300 g sveppir 1 stór gulrót 2 dl rauðvín 10 kvistir timían 1 tsk. óreganó Smávegis salt 400 g kirsuberjatómatar 1 dl svartar ólífur, steinlausar Fersk steinselja Veltið kjúklingalærunum upp úr hveiti. Skerið lauk, papriku, sveppi, gulrót og hvítlauk smátt. Steikið lauk, hvítlauk og kjúkl- ingalærin saman. Kjúklingurinn á að vera gullinbrúnn. Bætið papriku og gulrót út í pottinn. Steikið stutta stund en bætið þá rauðvíni saman við, sveppunum, timían og óreganó. Látið malla í nokkrar mínútur. Blandið þá tómötum og ólífum út í. Allt látið malla í 30 mínútur undir loki. Hrærið af og til í blöndunni. Stráið steinselju yfir í lokin og berið réttinn fram með pasta. Ítalskur kjúklingaréttur Ítalskur kjúklingaréttur sem upplagt er að prófa um helgina. mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 Fálkagata 18 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is 3 TEGUNDIR AF SÚRDEIGSBRAUÐUM VELDU GÆÐI! PREN TU N .IS ................................................ 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 4 . F e B R úA R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 2 4 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 1 1 2 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 0 D -6 7 6 8 1 F 0 D -6 6 2 C 1 F 0 D -6 4 F 0 1 F 0 D -6 3 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 1 2 s _ 2 3 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.