Fréttablaðið - 28.03.2018, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 28.03.2018, Blaðsíða 43
F R E K A R I U P P LÝ S I N G A R I S AV I A . I S/ V E I T I N G A R E K S T U R Ú T B O Ð Á A Ð S T Ö Ð U U N D I R V E I T I N G A R E K S T U R Í F L U G S T Ö Ð L E I F S E I R Í K S S O N A R Á K E F L A V Í K U R F L U G V E L L I Isavia leitar að aðila með góða reynslu af veitingarekstri og hefur yfir að ráða vörumerki sem býður upp á afgreiðslu á mat úr fersku hráefni á innan við tveimur mínútum. Gerð er krafa um að viðkom- andi bjóði upp á pítsur í sneiðum, fersk salöt o.fl. Staðsetning: 2. hæð í suðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar Samningstími: Fjögur ár með möguleika á tveggja ára framlengingu Nánari upplýsingar má nálgast í útboðslýsingu sem er aðgengileg á útboðsvef Isavia. V I Ð S K I P T A T Æ K I F Æ R I Á K E F L A V Í K U R F L U G V E L L I : G E T U R Þ Ú E L D A Ð F Y R I R M I L L J Ó N I R F A R Þ E G A ? Einn þáttur í greiningu á rekstri fyrirtækja hefur mér alltaf þótt áhugaverður. Það er hvort og þá hvaða samband er á milli stjórnar hátta og stefnumót- unar fyrirtækja og virðissköpunar. Sé um þokkalega skýrt samband að ræða geta þeir sem af ýmsum ástæðum rýna í framtíðarárangur fyrirtækja nýtt sér þá þekkingu til að meta horfur þeirra. Þetta geta verið greinendur, lánveitendur, hluthafar, stjórnarmenn, stjórn- endur, birgjar, samstarfsfyrirtæki, starfsmenn og fleiri hópar. Og þá verða stjórnarhættir fyrirtækja óhjákvæmilega ein meginbreytan sem horft er til við mat á líklegri framtíð þeirra, ásamt mati á öðrum mikilvægum stærðum. Hins vegar er einnig hugsanlegt að stjórnarhættir og stefnumótun hafi lítið spágildi. Reyndin er að hópur forríkra við- skiptamógúla á Íslandi og erlendis gefur lítið fyrir stjórnarhætti og stefnumótun. Flestir þeirra eiga það sameiginlegt að leggja meiri áherslu á að láta innsæi ráða för í viðleitni við að bregðast rétt við breytingum á markaði. Hefur það reynst þeim vel! Vera sífellt á tánum! Þeir sem gera lítið úr gildi form- legra stjórnarhátta og stefnumót- unar í fyrirtækjarekstri sjá að mínu mati ekki skóginn fyrir trjánum í veigamiklum atriðum. Þar má nefna að þótt til séu mörg dæmi um góðan árangur án áherslu á þessa hluti sannar það á engan hátt fánýti þeirra. Í öllum samfélags- legum hópum kemur fram dreifing á niðurstöðum sem byggist meðal annars á óstýranlegum tilviljunum. Þetta á meðal annars við um rekstur fyrirtækja. Þessu ætla ég ekki að vera rök fyrir því að láta kylfu ráða kasti í rekstri, fjarri því. Gott inn- sæi og þekking á markaði er mikil- væg hverjum atvinnurekanda. En á móti hverjum einum sem hefur náð góðum árangri og gerir lítið úr mikilvægi skipulagðra vinnu- bragða er hætt við að séu margir svipaðir sem eru í basli eða hafa keyrt rekstur sinn í þrot, til tjóns fyrir sjálfa sig, hóp aðila í kringum þá og samfélagið sem þeir eru hluti af. Það er þegar gott rekstrarvit eig- enda og stjórnenda er beislað með skipulegum, faglegum vinnubrögð- um, sem miða að því að grípa bæði tækifærin til skamms og lengri tíma, að góðir hlutir hafa tilhneigingu til að gerast. Það sýna mér fjöldamörg dæmi úr íslensku atvinnulífi sem annars staðar. Stundum heyrist að íslenskt atvinnulíf sé svo sveiflukennt að minni ástæða sé fyrir fyrirtæki að vinna skipulega, langt fram í tím- ann að uppbyggingu rekstrar síns. Mikilvægara sé að bregðast hratt við sveiflunum og hverja maður þekkir í Rótarý. En þá gleymist að þetta eru alls ekki gagnkvæmt útilokandi kostir heldur styrkir hvor hinn. Mikilvægi reglubundins vinnulags og langtímahugsunar er síst minna á Íslandi en annars staðar, raunar enn meira vegna sveiflnanna í okkar ágæta hagkerfi. Hér er rétt að halda því til haga að afar mikil- vægur hluti skipulegrar langtíma- hugsunar í rekstri er að greina allt það sem komið getur upp í honum og haft þýðingu fyrir hann, setja niður af ígrundun og án tímaskorts hver séu bestu viðbrögðin við hverri sviðsmynd og hverjir eigi að koma að þeim. Allir þeir séu vel upplýstir um áætlanirnar fyrir fram. Stefnu- mótun er ekki bara setning metn- aðarfullra markmiða og kortlagning leiða að þeim, þótt það hlutverk sé mikilvægt. Raundæmin mýmörg Fjöldi dæma er úr íslensku atvinnu- lífi bara á síðustu misserum um hraða þróun þar sem góðir stjórn- arhættir og stefnumótun kom eða hefði komið að miklu gagni. Mikil- vægir markaðir lokast skyndilega af pólitískum ástæðum og finna þarf nýja og laga vörurnar að þeim. Samkeppniseftirlitið tekur fyrir- tækið til rannsóknar, stormar inn á skrifstofur þess og fjölmiðlar fjalla ítarlega um málið. Tölvuþrjótar brjótast inn og dreifa trúnaðarupp- lýsingum um viðskiptavinina. Fyrir- tækið hefur snarstækkað í gegnum samruna en nýja heildin virkar ekki sem skyldi, arðsemin hefur hríðfallið og hlutabréfaverðið með. Risastór erlendur samkeppnisaðili kemur inn á markaðinn og hrifsar til sín verulega hlutdeild frá fyrsta degi. Mín skoðun um tíðina á sam- hengi stjórnarhátta fyrirtækja og virðissköpunar segir mér að sam- bandið er býsna sterkt. Óþarfi er að setja nöfn fyrirtækja við dæmin; þau skipta ekki máli heldur skiln- ingurinn á mikilvægi þess ásetnings að átta sig fyrir fram á sem flestum mögulegum breytingum í óvissri framtíð og vinna bæði langtíma- sviðsmyndir og viðbragðsáætlanir miðað við þær. Síðan er ekki hægt að gera of mikið úr mikilvægi þess að hafa afrakstur þessarar vinnu ávallt uppi á borðum en ekki ofan í skúffu, laga hann reglubundið og við markverðar breytingar að nýjum aðstæðum og læra sífellt af þeim mismun sem kemur fram á milli áætlunar og veruleika. Verður stjórnvitið í askana látið? Jóhann Viðar Ívarsson sérfræðingur í mati á rekstri fyrirtækja hjá IFS Það er þegar gott rekstrarvit eigenda og stjórnenda er beislað með skipulegum, faglegum vinnu- brögðum, sem miða að því að grípa bæði tækifærin til skamms og lengri tíma, að góðir hlutir hafa tilhneigingu til að gerast. 9M I Ð V I K U D A G U R 2 8 . M A R s 2 0 1 8 markaðurinn 2 8 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 5 5 -2 9 6 0 1 F 5 5 -2 8 2 4 1 F 5 5 -2 6 E 8 1 F 5 5 -2 5 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 2 7 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.