Fréttablaðið - 28.03.2018, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.03.2018, Blaðsíða 2
Veður Austan og norðaustan 13-20 m/s í dag, en 20-25 m/s á Suðaustur- landi og undir Eyjafjöllum. Rigning, slydda eða snjókoma á austanverðu landinu, en þurrt að kalla vestan til. sjá síðu 22 Matvælastofnun hefur gefið eigendum Dýraríkisins frest til 4. apríl til að aflífa 358 fugla sem fluttir voru til landsins frá Hollandi vegna sníkjudýrs sem fannst í einum þeirra. Fuglarnir hafa verið í sóttkví frá komu þeirra. „Við erum að fá rosaleg viðbrögð, Páfagaukaspjallið á Facebook logar yfir málinu,“ segir Þórarinn Þór hjá Dýraríkinu. Þórarinn segir þetta óásættanlegt en hægt sé að meðhöndla fuglana með lyfjum. Fréttablaðið/Þórarinn P Á S K A E G G með fylltum lakkrís Hafnarfjörður „Það slær okkur ekki vel að það sé haldinn fundur sem við vitum ekki af en lesum um hann í fjölmiðlum og svo kemur í ljós að þar hafa setið embættismenn bæjarins og fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins; ekki bara bæjarfulltrúar heldur líka þingmaður Sjálfstæðis- flokksins,“ segir Gunnar Axel Axels- son, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Fundurinn sem Gunnar vísar til var boðaður í kjölfar þess að úrskurðar- nefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu 1, sem er að sögn bæjar- yfirvalda í Hafnarfirði forsenda þess að unnt verði að fjarlægja gamlar línur sem standa byggingafram- kvæmdum á Völlunum í Hafnarfirði fyrir þrifum. Fundinn sátu helstu embættis- menn bæjarins og forsvarsmenn Landsnets auk Ólafs Inga Tómas- sonar, Sjálfstæðisflokki, sem er for- maður skipulags- og byggingaráðs og Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. „Jón Gunnarsson hefur nákvæm- lega ekkert umboð til að sitja fund- inn og ekkert erindi heldur. Ég á hins vegar fullt erindi á hann. Ég hef umboð frá bæjarbúum til að stýra bæjarfélaginu ásamt tíu öðrum bæj- arfulltrúum og sit í bæjarráði sem er pólitísk framkvæmdastjórn sveitar- félagsins,“ segir Gunnar. Bæjarstjórinn, Haraldur L. Haralds- son, segir hins vegar að það eina sem vaki fyrir honum sé að þetta mál vinnist sem best. „Og ég fagna öllum sem eru tilbúnir til að koma að mál- inu og veita okkur aðstoð,“ segir Har- aldur. Aðspurður segir hann hvorki Bærinn sé ekki deild í Sjálfstæðisflokknum Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði er ósáttur við að hafa ekki verið boðaður á fund bæjaryfirvalda um Lyklafellslínu. Bæði bæjarfulltrúi og þing- maður frá Sjálfstæðisflokki sátu fund embættismanna bæjarins með Landsneti. beðið hefur verið lengi eftir flutningi á raflínum sem standa byggingafram- kvæmdum á Völlunum í Hafnarfirði fyrir þrifum. Fréttablaðið/Daníel þingmanninn né bæjarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins hafa verið boðaða til fundarins. Klukkutíma áður en fund- urinn átti að hefjast hafi umræddur bæjarfulltrúi, sem er formaður skipu- lags- og byggingaráðs bæjarins, óskað eftir því að fá að sitja fundinn og bar þá einnig fram ósk frá Jóni Gunnars- syni um að fá að sitja hann líka. Gunnar gefur ekki mikið fyrir skýringar bæjarstjórans. „Ég held að þarna séu menn bara hættir að gera greinarmun á Sjálfstæðisflokknum og sveitarfélaginu Hafnarfirði og eru farnir að líta á sveitarfélagið sem deild í flokknum.“ Hann segir að um gríðarlega stórt hagsmunamál sé að ræða fyrir bæjarbúa. Það hafi verið í ferli í tvö kjörtímabil og um það hafi verið þverpólitísk samstaða að mestu leyti. „En í staðinn fyrir að vinna málið áfram í þverpólitískri samstöðu og sátt þá er þessi leið farin og það hugnast okkur mjög illa,“ segir Gunnar um fundinn. Haraldur segist lítið geta sagt um næstu skref að svo stöddu en ljóst sé að flutningur á línunum muni tefjast og til greina komi að fara í bráða- birgðaflutning á þeim samhliða skoðun á lausn málsins. Fundað verði um málið með bæjarráði á fimmtu- daginn í næstu viku. adalheidur@frettabladid.is Gunnar axel axelsson. Viðskipti Knattspyrnusamband Íslands sendi nýlega inn beiðni um stjórnsýslulega niðurfellingu á vöru- merkjaskráningu Húh!. Í tilkynn- ingu á vef Knattspyrnusambands- ins segir að með þessu sé ætlunin að koma í veg fyrir að utanaðkom- andi aðilar geti hagnast á auðkenni landsliða Íslands. Beiðnin sem KSÍ sendi er tvíþætt, í fyrsta lagi að fyrrnefnd skráning verði felld úr gildi þar sem merkið hafi ekki að bera nægileg sérkenni til að auðkenna vörur eða þjónustu eins aðila frá öðrum sem er skilyrði þess að hægt sé að skrá vörumerki. Telji skráningaryfirvöld hins vegar að orðið húh sé skráningarhæft, þá fer KSÍ til vara fram á að sambandið eigi meiri rétt á þeirri skráningu á grundvelli notkunar. – jhh KSÍ vill ekki að húh-ið verði skráð merki Viðskipti Nýlegur dómur Héraðs- dóms Reykjavíkur, þar sem felld var úr gildi ákvörðun ríkissaksóknara sem staðfesti ákvörðun lögregl- unnar um að hefja ekki rannsókn á ásökunum á hendur æðstu emb- ættismönnum Seðlabankans um rangar sakargiftir, víkur frá skýru fordæmi Hæstaréttar. Dómnum hefur verið áfrýjað til Landsréttar og telja lögmenn sem blaðið ræddi við afar sennilegt að dómstóllinn taki hann til gagn- gerrar endurskoðunar. Niðurstaða héraðsdóms var að annmarkar á lagalegum grund- velli ákvörðunar ríkissaksóknara hefðu verið svo verulegir að ekki yrði hjá því komist að fella hana úr gildi. Í dómnum segir að augljósir almannahagsmunir standi til þess að ákæruvaldið saki ekki menn um refsiverðan verknað gegn betri vitund. – kij / sjá Markaðinn Víkur frá skýru fordæmi Hæstaréttar Páfagaukaspjallið á Facebook logar HEiLBriGðisMáL Sex hafa látist eftir að hafa undirgengist magaermiað- gerðir hjá lækninum Auðuni Sig- urðssyni. Þetta kom fram í frétta- skýringaþættinum Kveik í gærkvöldi. Magaermaraðgerð minnkar magann um 75 til 80 prósent. Maginn verður eins og ermi eða banani í laginu. Fjórar konur hafa látist í Bretlandi en tvær á Íslandi. Auðun hefur fram- kvæmt 250 magaermiaðgerðir á Íslandi en hann heldur úti skurð- stofunni Gravitas sem starfar frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Aðgerðirnar í Bretlandi eru mun fleiri. Birgir Jakobsson landlæknir gagnrýndi í þættinum skort á undir- búningi sjúklinga fyrir aðgerðirnar og skort á eftirfylgni. – gþs Sex látnir eftir magaaðgerðir 2 8 . M a r s 2 0 1 8 M i ð V i k u D a G u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð 2 8 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 5 4 -F 8 0 0 1 F 5 4 -F 6 C 4 1 F 5 4 -F 5 8 8 1 F 5 4 -F 4 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 2 7 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.