Fréttablaðið - 28.03.2018, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 28.03.2018, Blaðsíða 28
Það er hægt að skreyta bolla-kökur með ýmsum hætti. Þessar páskabollakökur eru með appelsínubragði. Mjög ein- faldar og fallegar. Páskabollakökur Uppskriftin ætti að gera tólf kökur. 150 g smjör 150 g sykur 4 egg 4 dl hveiti 2 tsk. lyftiduft 1 tsk. vanillusykur 1½ dl mjólk Safi og börkur af ½ appelsínu Kremið 250 g rjómaostur 150 g smjör 350 g flórsykur Börkur af ½ appelsínu Stillið bakarofninn á 175°C. Hrærið smjör og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Hrærið þá eggj- unum saman við, einu í einu. Bætið hveiti, lyftidufti og vanillusykri því næst við. Loks er mjólk, appelsínu- safi og börkur sett út í. Blandan er sett í möffinsform upp að 2/    3 hlutum. Bakið í 20 mínútur og kælið. Setjið rjómaostinn í hrærivél en hann á að vera við stofuhita. Hrærið og setjið smjörið út í smám saman. Bætið við flór- sykri og appelsínuberki. Það má setja smávegis gulan matarlit til að fá páskalit. Setjið blönduna í sprautupoka og skreytið kökurnar með kreminu. Skemmtilegt er að skreyta kökurnar með einhvers konar ætu páskaskrauti, til dæmis pínulitlum páskaeggjum. Það má líka útbúa súkkulaði- Fallega gular páskakökur Það er skemmtilegt að vera með fallegar kökur með kaffinu á páskadag. Börnin eru hrifin af falleg- um bollakökum og ekki er verra ef þær eru páskalegar. Hér eru tvær hugmyndir að páskakökum. Við erum ekki með uppskrift að þessari fallegu páskaköku en hún er til marks um hversu skemmtilega er hægt að skreyta. Appelsínuformkaka með glassúr. Hægt er að skreyta möffins á margvíslegan hátt og um að gera að láta hug- myndaflugið ráða för. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Appelsínuformkaka Hefðbundin kaka með kaffinu sem er þó svo ótrúlega góð. 3 dl sykur 300 g smjör 5 egg 1 appelsína, fínt rifinn börkur 0,8 dl appelsínusafi 1,5 tsk. lyftiduft 6 dl hveiti Glassúr 2 dl flórsykur 1,5 msk. appelsínusafi Hitið ofninn í 175°C. Þeytið saman smjör og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Setjið þá eggin saman við, eitt í einu. Þá er rifnum appelsínu- berki og -safa bætt út í. Blandið þá hveiti og lyftidufti saman við. Setjið deigið í vel smurt kringlótt formkökuform og bakið í um það bil 50 mínútur. Þegar kakan er tilbúin eru stungin í hana nokkur göt með grillteini og appelsínusafanum er hellt yfir. Kælið. Búið til glassúr með flórsykri og appelsínusafa. Smyrjið yfir kökuna og skreytið með rifnum appelsínu- berki. krem og setja á kökurnar. Til dæmis svona: Flórsykur, 1 msk. smjör, vanilludropar, 2 msk. kakó og heitt espresso-kaffi. Hrærið saman. Levi ś Kringlunni – Levi ś Smáralind GALLAJAKKI 13.990 512 SLIM TAPER 12.990 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 8 . m A R S 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U R 2 8 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 5 5 -2 4 7 0 1 F 5 5 -2 3 3 4 1 F 5 5 -2 1 F 8 1 F 5 5 -2 0 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 2 7 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.