Fréttablaðið - 28.03.2018, Blaðsíða 26
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um-
fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar-
efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir,
heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368
| Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@
frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338
Útgefandi:
365 miðlar
Ábyrgðarmaður:
Elmar Hallgríms Hallgrímsson
Sölumenn: Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 512 5457 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 |
Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 | Máté Dalmay, mate@frettabladid.is, s. 512 5442 ,
Það er einfalt og skemmti-legt að búa til heimagert páskaegg en kostar svolítinn
tíma, dund og þolinmæði,“ segir
Júlía Sif Ragnarsdóttir þar sem
hún dundar sér heima í eldhúsi
við gerð dýrindis páskaeggs.
Páskaegg Júlíu er fyrir græn-
kera og í skálum má sjá litríkt og
freistandi úrval af vegan sælgæti;
lakkrís, brjóstsykur, hlaup og
súkkulaði.
„Úrval vegan sælgætis hefur
aldrei verið meira og allt er það
hvað öðru gómsætara, en það var
alveg ágætt þegar framboðið var
minna því þá borðaði maður ekki
eins mikið af nammi,“ segir Júlía
hláturmild og stingur upp í sig
vinsælli hauskúpu sem lengi hefur
fengist á nammibörum landsins
en fæstir gert sér grein fyrir að sé
vegan.
„Íslenskur lakkrís er flestur
vegan en ekki íslenskt hlaup sem
inniheldur gelatín úr dýraafurð-
um. Það kemur mörgum á óvart
hvað innflutt vegan-hlaup er ljúf-
fengt, sem og súkkulaði úr hrís-
mjólk eða annarri jurtamjólk og
er rjómakennt og bráðnar eins og
hefðbundið súkkulaði,“ útskýrir
Júlía í páskaeggjagerðinni.
Snæddi frekar bolinn sinn
Júlía hefur verið grænkeri í
fimm ár og heldur úti vefsíðunni
Veganistur.is með eldri systur
sinni, Helgu Maríu.
„Ég hef alltaf litið upp til Helgu
og gert allt eins og hún,“ segir
Júlía um tilurð þess að hún gerðist
grænkeri. „Helga veiktist af ein-
kirningasótt og var lengi lasin
og eftir sig vegna hennar. Við
systurnar höfðum ekki einu sinni
heyrt hugtakið vegan þegar við
duttum niður á myndband um
vegan fæði og Helga ákvað að láta
á það reyna sér til heilsubótar,
með góðum árangri. Ég ákvað því
að prófa að gerast grænkeri eins
og Helga og sé ekki fyrir mér að
Júlía hefur gert páskaegg úr hreinu súkkulaði, hvítu- og núggatsúkkulaði og vitaskuld passar aðferð hennar við hefðbundin páskaegg líka . MYND/ERNIR
Vegan páskaegg
4 plötur Ichoc Classic
súkkulaði (Fæst í Nettó)
Nammi sem hugurinn girnist.
Júlía notaði eftirfarandi:
Bubs-hlaup (fæst í Krónunni),
Biona-hlaup (fæst í Nettó),
Brak dökkt (fæst í Iceland),
Lakkrís
Svartur brjóstsykur
Hjúplakkrís sem Júlía hjúpaði
með Classic-súkkulaðinu
(Athugið að flestur lakkrís er
vegan nema fylltur lakkrís og
lakkrískonfekt. Mjólkursýra
er líka vegan og ekki unnin úr
kúamjólk.)
Temprið ⅔ af súkkulaðinu
yfir vatnsbaði og hrærið í á
meðan. Þegar súkkulaðið er
bráðið er það tekið af hitanum
og restinni, sem var tekin frá
(⅓), bætt út í og hrært þar til
allt er bráðnað. Hellið vel af
bræddu súkkulaði í páska-
eggjaform og veltið um í góða
stund. Leggið formin á hvolf
yfir skál í allt að 10 mínútur.
Endurtakið þrisvar eða þar til
þykkt lag af súkkulaði hefur
myndast í formunum. Gætið
þess að brúnirnar séu einn-
ig þykkar svo auðvelt sé að
festa eggin saman. Ef setja á
lakkrískurl eða Rice Krispies
út í súkkulaðið er best að
setja fyrst eitt lag af súkkulaði
í formin, áður en kurlinu er
bætt saman við. Formin þurfa
að sitja í frysti í minnst 30 mínútur eða þar til súkkulaðið hefur losnað
frá plastinu. Þegar form er lagt á hvolf á eggið að detta auðveldlega úr
því. Til að festa eggjahlutana saman er best að tempra súkkulaði og láta
það kólna við stofuhita þar til það verður ágætlega þykkt. Munið að fylla
eggin með sælgæti, málshætti eða öðrum glaðningi áður en því er lokað!
ég snúi nokkurn tímann til baka,
bæði vegna heilsufarslegs ávinn-
ings en ekki síður vegna dýra- og
umhverfissjónarmiða, sem okkur
finnst skipta mjög miklu máli.“
Áður hafði Júlía verið heilluð af
kjötréttum en Helga ekki.
„Sem barn var ég strax orðin
mikill matgæðingur og ætlaði
að verða kokkur. En eftir að
gerast grænkeri fer maður að líta
dýraafurðir öðrum augum og sér
þær ekki lengur sem valkost í mat.
Ég æti því sennilega bolinn minn
frekar en kjöt héðan af,“ segir
Júlía.
Hún segir grænkera geta notið
sældar- og sælkeralífs um páska og
nóg sé til af góðu hráefni.
„Ég er dugleg að bjóða vinum
mínum og ættingjum í vegan mat
og bakstur til að sýna þeim fram á
hvað grænkerafæði er gómsætt og
gott í maga. Þá kemur fólki alltaf
jafn mikið á óvart hvað grænkerar
borða ljúffengan og fjölbreyttan
mat. Margir mikla svo grænkera-
matseldina fyrir sér en hún er alls
ekki eins mikið mál og margir
halda,“ segir Júlía.
Í vinahópi Júlíu og Helgu hafa
margir gerst grænkerar og græn-
metisætur eftir gómsæt veganboð.
„Þeir hafa séð ávinning þess að
snúa baki við neyslu dýraafurða
þegar við höfum opnað augu
þeirra fyrir umhverfis- og dýra-
vernd. Þegar öllu er á botninn
hvolft missa þeir heldur ekki af
neinu né sakna úr dýraríkinu,“
segir Júlía.
Vegan Wellington á páskum
Júlía er alin upp við fagurskreytt
heimili foreldra sinna á páskum
og ætlar að heiðra móður sína
með því að prýða heimili sitt með
blómum og páskaskrauti yfir
hátíðina.
„Ég verð í mat hjá mömmu á
páskadag og við ætlum að hafa
vegan hátíðarmat. Við vorum
með vegan jólamat sem féll vel
í kramið hjá fjölskyldunni og
allir eru spenntir að setjast að
vegan hátíðarborðinu aftur. Í stað
páskalambsins verðum við með
Oumph!-sojakjöt sem við útbúum
eins og Wellington-steik, innbakað
í smjördegi með sveppasósu og
brúnuðum kartöflum. Það sló í
gegn á jólunum og má sjá upp-
skriftina á heimasíðunni okkar,“
útskýrir Júlía sem lærir viðskipta-
fræði við HÍ en Helga systir hennar
nemur mannfræði í fjarnámi frá
Svíþjóð.
„Þeir grænkerar sem ekki hafa
tíma til að búa til páskaegg geta
fundið vegan páskaegg í flestum
matvöruverslunum. Nói Síríus er
með vegan egg í umbúðum með
grænum miða og allt súkkulaði
og sælgæti í egginu er vegan. Þá
fást innflutt og gómsæt vegan egg
í Krónunni og Heilsuhúsinu. Það
þarf ekki að vera flókið að gleðja
sælkera á páskum og líka hægt
að kaupa súkkulaði og sætindi og
setja í fallega öskju eða páskaeggja-
box til að njóta.“
Skoðið gómsæta veganrétti systr-
anna Júlíu og Helgu á veganistur.is.
K R I N G L U N N I & S M Á R A L I N D
Komdu
og fáðu
glaðning
Full búð af
nýjum vörum
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 8 . M A R S 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U R
2
8
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:3
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
5
5
-3
8
3
0
1
F
5
5
-3
6
F
4
1
F
5
5
-3
5
B
8
1
F
5
5
-3
4
7
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
6
4
s
_
2
7
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K