Fréttablaðið - 28.03.2018, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.03.2018, Blaðsíða 16
Öskjuhlíð er ferðamanna- staður – og gæti orðið það enn frekar væri betur að málum staðið. Í Noregi hefur löggjafinn lagt þær skyldur á húsfélög að út- hluta sérstökum bílastæðum undir rafmagnshleðslu bíla en slíkar skyldur eru ekki fyrir hendi hér. Stofnun öldungaráðs borgarinn­ar var mikilvægt skref til vald­eflingar okkar sem eldri erum. Öldungaráðið á að vera borgar­ stjórn og stofnunum borgarinnar til ráðgjafar um þau mál er snerta hópinn aldraða. Mig langar að nefna hér nokkra mikilvæga þætti um spennandi verkefni sem unnið hefur verið að á vegum borgarinnar á því kjörtíma­ bili sem er að líða. Ég nefni nokkur þeirra hér. Þátttaka borgarinnar í verkefni á vegum Alþjóðaheilbrigðismála­ stofnunarinnar, sem hlotið hefur nafnið „aldursvænar borgir“, hefur verið fyrirferðarmikið í Reykjavík með aðkomu fjölmargra fulltrúa frá félögum og stofnunum sem sinna málaflokknum. Úr varð skýrsla með fjölmörgum hugmyndum um úrbætur sem nú er unnið að skipu­ lega. Reykjavík er þarna í hópi um 600 borga um allan heim sem vinna að sama markmiði. Að gera góða borg betri. Þá varð til stefna í heilsueflingu aldraðra, svokölluð Ellertsskýrsla, þar sem 28 tillögur um bætta aðstöðu og hvatningu til hreyfingar kemur fram. Ein tillaga þar var að það yrði ókeypis í sund fyrir 67 ára og eldri. Metnaðarfull stefna Ný stefna, mjög metnaðarfull, í mál­ efnum aldraðra til næstu fimm ára var samþykkt nýlega. Aðgerðir til að hvetja eldri konur til að nýta kosningarétt sinn komu frá mannréttindaráði. En þátttaka kvenna 80 ára og eldri er mun minni en karla á sama aldri skv. könnun­ um undanfarinna ára. Velferðartæknistefna var sam­ þykkt nýlega, en velferðartækni er sú tækni sem getur auðveldað hreyfihömluðum og gömlum að vera sjálfbjarga lengur. Svo má ég til með að nefna að aldraðir fá verulegan afslátt í strætó frá 67 ára aldri, en það var mikið baráttumál hjá Félagi eldri borgara, og náði fram að ganga á þessu ári. Og nú fá allir 67 ára og eldri frítt inn á söfn borgarinnar, en var áður 70 ár. Hinn 10. apríl stendur öldunga­ ráðið fyrir opnum fundi í ráðhús­ salnum um aldraða innflytjendur. En það er sá hópur sem hefur það hvað verst efnahagslega í hópi aldr­ aðra. Það er opinn fundur og ég hvet fólk til að fjölmenna á fundinn. Rödd okkar heyrist æ betur og það er mikilvægt og liður í því að undirbúa þjóðina undir það að allir eldast, ekki bara við. Allir eldast – ekki bara við Guðrún Ágústsdóttir formaður öldungaráðs Reykjavíkur Við ökum inn Stórhöfða og beygjum inn að húsi nr. 45, þar sem sjúkrahús SÁÁ, Vogur, stendur. Það fyrsta sem vekur athygli er að skyndilega endar vegagerð borgar­ innar og við tekur holóttur malar­ vegur. Reykjavíkurborg hefur nefni­ lega ekki sinnt lögboðnum skyldum sínum hvað varðar vegagerð og við­ hald þegar kemur að veginum að Vogi og hefur ekki gert síðustu 40 ár. Oftar en ekki hefur SÁÁ þurft með eigin hendi að sinna snjómokstri og bráðaviðhaldi, slíkt hefur ekki verið í boði af hendi borgarinnar. Rétt er að taka fram að téður vegur er hluti gatnakerfis er fellur undir umsjá borgarinnar. Nú skyldi maður ætla að þarna séu haldbærar skýringar á, t.d. að hús nr. 45 sé ekki í notkun. En því fer víðs fjarri, þarna er rekið sjúkra­ hús SÁÁ sem hefur á liðnum árum átt stærstan þátt í að bjarga 26 þús­ und mannslífum og í leiðinni með beinum hætti bætt líf ættingja og vina viðkomandi sem taldir eru í hundruðum þúsunda. Víkur nú sögu að aðkomu borgar­ innar hvað varðar rekstrarkostnað sjúkrahússins og er sú upptalning stutt, hún er engin! Sama gildir um endurhæfingar­ sjúkrahús SÁÁ, Vík, sem og göngu­ deild í Efstaleiti. Við hjá Miðflokknum gerum okkur grein fyrir gríðarlegu mikil­ vægi þessarar starfsemi og munum leggja okkar af mörkum til að starf­ seminni verði tryggð örugg rekstrar­ afkoma og sýnd sú virðing sem henni ber. Til þess þurfum við umboð kjós­ enda. Tökum höndum saman, klárum gatnagerð að Vogi og tryggjum afkomu eins mikilvægasta spítala landsins. Lífsbjörgin SÁÁ Baldur Borgþórsson í 3. sæti Mið­ flokksins í Reykjavík Höfuðborg Íslands er hvorki merkilegur áfangastaður ferðamanna né hefur að geyma dýrmæta náttúru og menn­ ingarsögulegar minjar. Þetta mætti að minnsta kosti ætla þegar lesin er Stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum til næstu ára. Reykjavík er þar varla að finna. En þrátt fyrir hrópandi fjarveru höfuðborgar­ svæðisins er ekki rétt að skella skuld á þá góðu vinnu sem plaggið endurspeglar. Skýringin er sú að það er Framkvæmdasjóður ferða­ mannastaða sem á að leita til með verkefni til uppbyggingar, viðhalds og verndunar mannvirkja og nátt­ úru á ferðamannastöðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga. Þaðan koma fjármunir til slíkra verkefna í Reykjavík. Eða hvað? Á dögunum kynntu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis­ og auðlindaráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála­, iðnaðar­ og nýsköp­ unarráðherra, úthlutun á ríflega 2,8 milljörðum króna til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á fjöl­ sóttum stöðum í náttúru Íslands og öðrum ferðamannastöðum. Annars vegar er um að ræða 722 milljóna króna úthlutun úr Framkvæmda­ sjóði ferðamannastaða fyrir árið 2018 og hins vegar tæplega 2,1 millj­ arðs króna úthlutun vegna þriggja ára verkefnaáætlunar landsáætl­ unar um uppbyggingu innviða, sem gildir fyrir árin 2018­2020. Listinn yfir verkefni, sem eru styrkt að þessu sinni, er bæði langur og fjölbreyttur og endurspeglar þá grósku sem sannarlega er í ferða­ þjónustunni hér á landi – að Reykja­ vík frátalinni. Skógræktarfélag Reykjavíkur hlýtur vissulega styrki til tveggja verkefna, en þau tengjast bæði útivistarsvæðum í hlíðum Esju. Þegar litið er til styrkveitinga einhver ár aftur í tímann er svipaða sögu að segja af hlutdeild höfuð­ borgarinnar í styrkjum til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. Til dæmis Öskjuhlíð Öskjuhlíðin í Reykjavík er til dæmis mikil útivistarperla fyrir Reyk­ víkinga og í sífellt ríkari mæli fyrir ferðamenn. Þar er mikið af bæði jarðsögulegum og menningar­ sögulegum minjum auk þess sem þar er ein þéttasta skógræktin í Reykjavík og fjölskrúðugt fuglalíf. Í síðari heimsstyrjöld reistu banda­ menn ýmis mannvirki í Öskjuhlíð þ.m.t. steypt skotbyrgi, víggrafir og loftvarnabyrgi sem enn standa, en gegna fremur því hlutverki að vera slysagildrur en minjar eins og sakir standa. Öskjuhlíð er ferðamannastaður – og gæti orðið það enn frekar væri betur að málum staðið. En jafnvel þó Öskjuhlíðarperlan væri „bara“ varðveitt fyrir Reykvíkinga, væri það ekki fyrirhafnarinnar og fjár­ magnsins virði? Hvað segja borgar­ yfirvöld við því? Og hver er stefna ríkisstjórnarinnar varðandi vernd náttúru og menningarsögulegra minja á Íslandi öllu? Smita áherslur hennar í samgöngumálum, þar sem Reykjavík kemst illa á kortið, yfir í uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningu landsins? Verður byggt upp og verndað án þess að hagsmuna Reykjavíkur sé gætt? Ósýnilega borgin Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Við­ reisnar í Reykja­ víkurkjördæmi suður Undanfarin misseri hefur raf­magnsbílum fjölgað mjög hér á landi og allt útlit er fyrir að þessi rafbílavæðing þjóð­ félagsins muni ganga enn hraðar fyrir sig á næstunni, samfara upp­ setningu hraðhleðslustöðva um allt land og batnandi hag almennings. Á meðan hlutfall rafmagnsbíla er vel innan við 10% af heildarbíla­ flotanum má segja að vandamál við hleðslu þeirra í fjöleignarhúsum sé ekki stórt en eftir því sem rafbílun­ um fjölgar er viðbúið að fjölga verði hleðslustöðvum við fjöleignarhús og fráteknum stæðum fyrir þá. Það er því ekki seinna vænna fyrir eigendur fjöleignarhúsa að fara að huga að því hvernig ráðstafa skuli sameiginlegum stæðum til hleðslu rafmagnsbíla, hvernig standa skuli að rafmagnslögnum og tengingum, kostnaðarskiptingu og gjaldtöku eða mælingu raforkunotkunar, ef rafmagn vegna rafbíla er tekið af „sameignarrafmagni“ viðkomandi fjöleignarhúss. Er flutningsgeta heimtaugar nægilega mikil? Fram til þessa hafa eigendur raf­ bíla í fjölbýlishúsum yfirleitt leyst þessi hleðslumál í samráði við hús­ stjórnir, s.s. með sérkostnaðarmæli eða greiðslu fyrir áætlaða rafmagns­ notkun sameignar. Með stóraukinni fjölgun rafbíla blasir við að koma verður betra skikki á fyrirkomulag þessara mála og ráðlegg ég stjórnum húsfélaga að hefjast strax handa við upplýsingaöflun, til að reyna að sjá fyrir þróun þessara mála og gera þannig alla ákvarðanatöku mark­ vissari. Fyrstu skref í slíkri upplýsingaöfl­ un gætu t.d. verið að kanna hversu margir íbúar hyggjast koma sér upp rafbíl og hvort heimtaug hússins sé nægilega stór, þ.e. hvort flutnings­ geta hennar dugi til að anna þeim fjölda rafmagnsbíla sem ætla má að þjónusta þurfi í húsinu. Til saman­ burðar hefur verið nefnt að heima­ hleðslu rafmagnsbíls megi líkja við að heimilisþurrkari gangi í nokkra klukkutíma, en þeir eru nokkuð orkufrekir og gætu valdið útslætti ef allir væru í gangi í einu. Heimtaug húsa er í fæstum til­ fellum nógu stór til að anna fjöl­ mörgum rafbílum í einu og því hefur verið þróaður búnaður sem stýrir álaginu, þannig að þótt ekki sé til nægilegt rafmagn eða flutnings­ geta til að allir rafmagnsbílar geti verið í hleðslu samtímis þá er að líkindum til nægilegt rafmagn yfir sólarhringinn til að anna áætluðum fjölda bíla. Bílastæði í óskiptri sameign Í fjöleignarhúsi með bílastæðum í óskiptri sameign þurfa eigendur að gera upp við sig hvort þeir vilji taka frá ákveðin bílastæði og koma upp hleðslustöð við þau stæði á vegum húsfélagsins. Í Noregi hefur lög­ gjafinn lagt þær skyldur á húsfélög að úthluta sérstökum bílastæðum undir rafmagnshleðslu bíla en slíkar skyldur eru ekki fyrir hendi hér. Þá hefur reynslan sýnt að ekki er líklegt að samþykki allra eigenda, sem fjöl­ eignarhúsalögin mæla fyrir um, fáist fyrir því að úthluta tilteknum bíla­ stæðum á ákveðnar íbúðir til sér­ afnota, þó svo það sé gert til að auð­ velda uppsetningu hleðslustöðva. Samkvæmt lögum um fjöleignar­ hús þarf aukinn meirihluta atkvæða á félagsfundi, til að kaup hleðslu­ stöðva og ráðstöfun bílastæða í óskiptri eign allra eigenda teljist lögleg. Jafnframt þarf að þinglýsa þeirri ákvörðun húsfundar, eða nýrri eignaskiptayfirlýsingu, til að lögmæti samþykkis fyrir ráðstöfun bílastæða undir hleðslu rafmagns­ bíla sé tryggt. Þegar rafbílum fjölgar enn frekar má svo búast við að fjölga verði hleðslustöðvum og fráteknum bílastæðum enn frekar. Bílhýsi og sérafnotastæði Ef bílastæði við hús, eða í bíla­ geymslu, eru svokölluð sérafnota­ stæði verður að telja líklegt að ein­ hverjir eigenda vilji setja þar upp eigin hleðslustöð eða tengil fyrir rafbíl. Á meðan rafmagnsbílar eru fáir getur í raun dugað að koma upp góðum tengli við bílastæðið en þegar bílum fjölgar þarf að fara að taka tillit til flutningsgetu heim­ taugar hússins. Húseigendur þurfa þá að ná samkomulagi um kaup á samræmdum hleðslustöðvum, sem jafna og deila álagi. Eins og sést á þessari stuttu upp­ talningu er að ýmsu að hyggja varðandi fjöleignarhús og hleðslu rafbíla. Það er að mínu mati skyn­ samlegast að láta fagaðila útfæra heildarfyrirkomulag raflagna að bílastæðum húsfélaga, enda þarf að vera tryggt að fylgt sé kröfum bygg­ ingaryfirvalda um bæði útfærslu teikninga og lagningu umræddra raflagna og að sú vinna sé unnin af þar til bærum fagaðilum. Fjöleignarhús og hleðsla rafmagnsbíla Daníel Árnason framkvæmda­ stjóri Eigna­ umsjónar 2 8 . m a r s 2 0 1 8 m I Ð V I K U D a G U r16 s K o Ð U n ∙ F r É T T a B L a Ð I Ð 2 8 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 5 4 -F 3 1 0 1 F 5 4 -F 1 D 4 1 F 5 4 -F 0 9 8 1 F 5 4 -E F 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 6 4 s _ 2 7 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.