Fréttablaðið - 28.03.2018, Blaðsíða 12
Skýrsla Ríkisendurskoðunar, Sjúkratryggingar Íslands sem kaupandi heilbrigðisþjónustu
og kynnt var í síðasta mánuði, leiðir
í ljós að ekki hefur verið gætt hlut
lægni í kaupum og sölu á heilbrigðis
þjónustu. Samningar hafi verið gerðir
og þjónusta seld út og suður eftirlits
lítið og engin yfirsýn um hvort fagleg
markmið hafi náðst og hvort þjón
ustan standist í raun kröfur um hag
kvæmni og verðlagningu.
Kostnaðargreining
Skýrslan sýnir fram á veikburða við
leitni til samanburðar á kostnaði milli
stofnana, sennilega til að varpa ljósi
á mikilvægi þess að öll heilbrigðis
þjónusta sé vel kostnaðargreind en
það er eins og margt annað í skötu
líki á Íslandi. Við vitum harla lítið um
hvað hin einstöku viðvik sem unnin
eru í heilbrigðiskerfinu kosta í raun
og hvar hagkvæmast sé að inna þau af
hendi, hvort það sé í einkageiranum, á
minni sjúkrahúsum eða hinum stærri.
Stjórnvöld hafa í áraraðir ekkert frum
kvæði haft að vandaðri greiningu á
þessum mikilvægu þáttum. Á meðan
dynur á okkur pólitískt trúboð og
órökstuddar bábiljur.
Drepið er niður fæti í endurhæf
ingargeiranum og því varpað fram að
mikill munur sé á kostnaði við rekst
ur endurhæfingarmiðstöðvarinnar
á Reykjalundi og á Heilsustofnun
NLFÍ í Hveragerði. Þarna finnst mér
Ríkisendurskoðun fatast nokkuð
flugið því þessi samanburður er ekki
raunhæfur, þessar stofnanir eru ekki
sambærilegar. Það þarf ekki annað en
að skoða samsetningu fagfólks til að
sjá að meðferðarstarfið er mjög ólíkt.
Heilsustofnun NLFÍ gegnir vissulega
mikilvægu hlutverki fyrir þá ein
staklinga sem nýta sér meðferðina
þar. Reykjalundur veitir hins vegar
mjög sérhæfða þjónustu sem er ein
stök á Íslandi. Ef raunverulegur vilji
er til að bera kostnað við endurhæf
ingu á Reykjalundi saman við sam
bærilegar stofnanir, þá þarf að leita
lengra. Þannig er t.d. kostnaður við
hvern einstakling sem endurhæfður
er á Sunnås í Noregi tvöfalt hærri en
á Reykjalundi en það er mun sam
bærilegri stofnun. Það hefði hugsan
lega verið nærtækara og einfaldara að
bera saman raunkostnað á þremur
sjúkrahúsum á Íslandi við tilteknar
og vel afmarkaðar aðgerðir, t.d. lið
skiptaaðgerðir á Landspítala, Akra
nesi og Akureyri. Þar hefðu fengist
býsna fróðlegar niðurstöður. Vinnu
brögð í hálfkæringi eru ekki viðun
andi í svo mikilvægum og dýrum
málaflokki.
Opinberar heilbrigðisstofnanir
Viðmót Sjúkratrygginga Íslands gagn
vart opinberum heilbrigðisstofn
unum hefur líka verið með hreinum
ólíkindum, ekki síst á landsbyggðinni
þar sem ríkt hefur verulegt ógegnsæi.
Við eigum líklega um 20.000 fer
metra af vel búnu húsnæði, bara hér
á suðvesturhorninu sem eru algjör
lega vannýttir, húsnæði sem við
eigum sjálf, kaupandi þjónustunnar,
seljandinn og greiðandinn. Við erum
engu að síður teymd, villuráfandi inn
á markaðstorg viðskiptanna og vitum
harla lítið hvað við fáum fyrir pening
inn, aðgangur að sjúkraskráningu er
brotakenndur og takmarkaður. Hér
þarf að snúa við blaðinu, við eigum
að fela okkar eigin stofnunum hlut
verk við hæfi.
Hugur ráðherra
Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavars
dóttir, hefur viðurkennt að það ríki
talsverður glundroði í kerfinu og lík
lega er hann hvergi jafn sláandi og
gagnvart Sjúkratryggingum Íslands.
En stofnuninni er þrátt fyrir allt
nokkur vorkunn. Leiðarljós í starf
seminni ætti auðvitað að vera stefna
heilbrigðisráðherra um heilbrigðis
þjónustu. Gallinn er bara sá að heild
stæð stefna í þeim anda sem lög um
heilbrigðisþjónustu kveða á um og
lög um sjúkratryggingar vísa til hefur
hreinlega aldrei verið sett fram, svo
ekki er von á góðu.
Heilbrigðisráðherra hefur lýst
því yfir að hún muni beita sér fyrir
stefnumörkun í sátt við þing og þjóð,
sem er mikil áskorun en grundvallar
atriði. Í því mun hún eiga stuðning
Samfylkingarinnar vísan sem talar
fyrir öguðu frjálsræði og skilvirkni í
kerfinu. Sú endurskoðun sem fram fer
hlýtur að leiða hugann að því, hvort
ekki sé nauðsynlegt að endurmeta frá
grunni hlutverk og starfsemi Sjúkra
trygginga Íslands, þessarar spilaborg
ar ákafra sjálfstæðismanna. Skýrsla
Ríkisendurskoðunar vitnar um að sú
spilaborg er hrunin.
Sjúkratryggingar Íslands
Guðjón S.
Brjánsson
alþingismaður
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er stefnt að kolefnishlutlausu Íslandi árið 2040. Ríkis
stjórnin samþykkti nýlega að setja
Stjórnarráðinu loftslagsstefnu og
útbúa aðgerðaáætlun sem hefur
það að markmiði að gera starfsemi
ráðuneyta Stjórnarráðsins kolefnis
hlutlausa. Verkefnisstjóri mun leiða
þessa vinnu og jafnframt veita stofn
unum hins opinbera fræðslu og ráð
gjöf í þessum efnum. Með ákvörðun
sinni sýnir ríkisstjórnin gott fordæmi
í loftslagsmálum, en aðgerðin er hluti
af heildaraðgerðaáætlun stjórnvalda
í loftslagsmálum sem kynnt verður
síðar á árinu.
Aukið magn gróðurhúsaloftteg
unda í andrúmslofti, þar með talið
koltvísýrings, veldur hlýnun jarðar
og loftslagsbreytingum. Spáð er mjög
neikvæðum áhrifum á lífríki og efna
hag þjóða heims ef ekki verður gripið
til aðgerða. Markmiðið um kolefnis
hlutleysi er því skýr skilaboð um að
Ísland ætlar að skipa sér í framvarðar
sveit í loftslagsmálum.
Til að ná kolefnishlutleysi og leggja
þannig drjúgan skerf til umhverfis
mála þarf annars vegar að draga eins
mikið og hægt er úr útlosun gróður
húsalofttegunda frá öllum geirum
samfélagsins með hugviti og tækni
framförum, grænni nýsköpun og
umhverfisvænni neysluvenjum. Hins
vegar, til að koma útlosuninni í núllið
(kolefnishlutleysi), þarf að ráðast í
aðgerðir sem tengjast ekki beint við
komandi geira eða starfsemi. Slíkar
aðgerðir eru til dæmis landgræðsla
og skógrækt því þar er koltvísýringur
bundinn í gróðri og jarðvegi með
ljóstillífun plantna. Það að moka
ofan í skurði og koma þannig í veg
fyrir útlosun koltvísýrings er önnur
leið. Aðgerðir sem þessar geta jafn
framt náð fram öðrum markmiðum
í umhverfismálum og náttúruvernd,
s.s. endurheimt birkiskóga, votlendis
og annarra landgæða. Það er auðvitað
sérlega jákvætt.
Stjórnvöld munu aldrei leysa
áskoranir í loftslagsmálum ein og
sér, en þau þurfa að sýna frumkvæði,
kjark og elju. Frumkvæði nokkurra
sveitarfélaga, fyrirtækja, stofnana
og félagasamtaka sem hafa tekið
upp stefnu um kolefnishlutleysi er
til mikillar eftirbreytni. Ég vonast til
að þessi ráðstöfun ríkisstjórnarinnar
komi Stjórnarráðinu fljótt og örugg
lega í hóp þeirra metnaðarfyllstu og
við munum styðja við stofnanir okkar
í þessari sömu viðleitni. Saman þarf
svo samfélagið að leggjast á árarnar og
róa í takt. Ég hlakka til að vinna að því
markmiði með sem flestum.
Kolefnishlutlaust
Stjórnarráð
Í síðustu viku snupraði Einar K. Guðfinnsson í grein í þessu blaði Jón Þór Ólason, formann
Stangaveiðifélags Reykjavíkur, fyrir
að taka ekki mark á því sem Einar
kallaði „staðreyndir“. Svo óheppi
lega vill þó til fyrir Einar að vís
indamaðurinn sem hann vitnaði til
kannast alls ekki við að þær „stað
reyndir“, sem Einar vill heimfæra
upp á Ísland, eigi við um Ísland.
Þvert á móti reyndar.
Einar hefði hæglega getað
komist að þessu með því að hafa
samband við umræddan vísinda
mann. Ef hann hefði gert það þá
hefði hann komist að raun um
að skilningur hans var rangur. En
mögulega var það ekki það sem
Einar vildi heyra?
Við hjá Icelandic Wildlife Fund
tókum ómakið af Einari og settum
okkur í samband við doktor Kevin
Glover. Einar benti í grein sinni á
niðurstöður doktors Glovers og
félaga um að lítil blöndun eldislax
við villilaxastofna hefur takmörk
uð áhrif villtu stofnana, samkvæmt
líkani sem vísindamennirnir hafa
útbúið. Einar lét þess hins vegar
ógetið að þessi rannsókn fór fram í
Noregi þar sem notaður er norskur
lax í eldinu. Í Noregi er stranglega
bannað að nota eldislax sem er
ekki norskur að uppruna. Hér á
Íslandi er hins vegar alinn norskur
eldislax í sjókvíum og áhættan
þegar kemur að erfðablöndun því
allt önnur, eins og doktor Glover
staðfesti í svari sínu til IWF: „Eldi á
norskum ræktuðum laxi á Íslandi
felur í sér aukaáhættu vegna við
bótar erfðafræðilegra þátta sem
ekki er tekið tillit til í líkaninu.“
Einar á að vita að norskur eldis
lax er aðskotadýr í íslenskri nátt
úru. Þegar eldislax af norskum
stofni var fyrst fluttur til Íslands
var það gert með þeim skilyrðum
að hann yrði eingöngu notaður
í landeldi og færi aldrei í sjó við
Ísland. Það var mikið ógæfuspor
þegar fallið var frá því skilyrði árið
2003.
Ástæða er til að velta fyrir sér
hvort þessi rangi málflutningur
Einars, sem er formaður stjórnar
Landssambands fiskeldisstöðva,
sé byggður á þekkingarleysi eða
ásetningi.
Hver svo sem skýringin er, þá
er staðreyndin sú að líkan dokt
ors Glovers snýst eingöngu um
norskan eldislax og norskan villi
lax. Ekkert líkan er til um áhrif
erfðablöndunar norsks eldislax við
íslenska villilaxastofna. Icelandic
Wildlife Fund hafnar því alfarið
að sú tilraun fari fram í íslenskri
náttúru.
Ásetningur eða þekkingarleysi Einars K.
Ingólfur
Ásgeirsson
einn af
stofnendum
Icelandic Wild-
life Fund
Guðmundur
Ingi Guð
brandsson
umhverfis-
og auðlinda-
ráðherra
Stjórnvöld munu aldrei leysa
áskoranir í loftslagsmálum
ein og sér, en þau þurfa að
sýna frumkvæði, kjark og
elju. Frumkvæði nokkurra
sveitarfélaga, fyrirtækja,
stofnana og félagasamtaka
sem hafa tekið upp stefnu
um kolefnishlutleysi er til
mikillar eftirbreytni.
Heilbrigðisráðherra hefur
lýst því yfir að hún muni
beita sér fyrir stefnumörkun
í sátt við þing og þjóð,
sem er mikil áskorun en
grundvallar atriði.
Í Havarti pipar er piparkornum bætt í ostinn
og kallast piparinn og milda ostabragðið
skemmtilega á. Havarti pipar passar vel á
hamborgarann eða með grófu brauði og
kexi og er jafnframt frábær viðbót við
ostabakkann.
HAVARTI
PIPAR
GLETTILEGA GÓÐUR
www.odalsostar.is
PIPAR
2 8 . m a r s 2 0 1 8 m I Ð V I K U D a G U r12 s K o Ð U n ∙ F r É T T a B L a Ð I Ð
2
8
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:3
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
5
5
-1
A
9
0
1
F
5
5
-1
9
5
4
1
F
5
5
-1
8
1
8
1
F
5
5
-1
6
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
6
4
s
_
2
7
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K