Fréttablaðið - 28.03.2018, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 28.03.2018, Blaðsíða 30
Útgefandi: 365 miðlar Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 Björn Jóhanns- son landslags- arkitekt hefur teiknað garða Íslendinga síðustu 20 árin og mun gera það áfram næstu 20. Viðhaldsfríir pallar. Skemmtilegt útsýni er úr pottinum yfir fallegt svæðið. ingar, gróðurplan og staðsetningu ljósa. Oft er stuðst við hugmyndir sem garðeigandinn hefur fundið á netinu eða jafnvel séð erlendis í sumarfríinu. Stofan færð út í garð Við spurðum Björn um hvað sé heitast í garðhönnun í dag. „Það sem mér finnst mest áberandi er hvað fólk er tilbúið til þess að flytja út í garð á sumrin. Með grillskýlum, útieldhúsum, hengi- rúmum, sófasettum, gróðurhúsum og litlum skálum eru margir farnir að vera úti frá því þeir koma heim úr vinnunni og þangað til þeir fara að sofa. Gufuböð og eldstæði eru nýjasta viðbótin en nú framleiða margir og selja tilbúin gufubaðs- hús, sem auðvelt er að reisa. Með því að útbúa þak með góðum geislahitara yfir dvalar- og matar- svæðum er hægt að byrja að nota garðinn síðla vetrar og svo langt fram eftir hausti. Þannig eykst í raun rými húss- ins og margt af því sem áður var gert inni má nú gera úti í garði.“ Flestum garðeig- endum er einnig hug- leikið hlutfall þess tíma sem fer í að njóta garðsins og að sinna honum. Það er því mikil áhersla á að garðarnir séu viðhalds léttir. Pallar sem ekki þarf að bera á, gróður sem þekur vel og kemur þann- ig í veg fyrir illgresi og grasflatir sem auðvelt er fyrir garðsláttu- vélmenni að slá eru mikilvægar forsendur í hönnun garðsins. Urban Beat sækir sínar hugmyndir í reynslu Björns við að hanna garða Íslendinga síðustu 20 árin auk þess heitasta sem er að gerast í skandinavískri hönnun. Með því að sækja hugmyndir til Íslands og hinna Norðurlandanna næst skemmtilegt samspil notadrjúgra svæða, fallegs stíls og lágmarks- þarfar fyrir umhirðu. Garðurinn á að vera framhald af húsinu Eitt það mikilvægasta við að útbúa fallegt útisvæði er að það sé í samræmi við húsið hvað varðar form, liti og aðgengi. Ef aðalbygg- ingarefni hússins er steypa og gluggakarmar úr dökkum við má nota annað hvort eða bæði efnin í skjólveggi. Það sem þarf að passa er að steyptu veggirnir tóni við veggi hússins og að tréveggir tóni við gluggakarma. Útivistarsvæðin mega svo gjarnan vera aðgengileg frá þeim herbergjum eða svæðum hússins sem eru samnýtt garðinum – eldhús nálægt útiborðstofunni og baðherbergi nálægt heita pottinum. Frá Stokkhólmi til Reykjavíkur Skrifstofa Urban Beat er í Stokk- hólmi en Björn rekur fyrirtækið með hjálp Andrews Young, sem er enskur landslagsarkitekt. Flest verkefnin eru íslensk en Björn segir að það hafi gengið ótrúlega vel að vinna verkefnin úr fjarska með hjálp tölvupósts, síma og Skype. „Síðan hef ég skotist heim til að taka fundi á eins til tveggja mánaða fresti,“ segir Björn sem einnig kemur heim til að kenna og aðstoða stærri viðskiptavini sína, eins og BYKO.“ Í haust mun Urban Beat opna skrifstofu í Reykjavík og mun Björn stýra henni á meðan Andrew sér um starfsemi fyrir- tækisins í Stokkhólmi. Allt unnið í þrívídd á papp- írslausri skrif- stofu „Öll garðhönnun á að fara fram í þrívídd,“ segir Björn. „Með því að teikna allar hugmyndir upp í þrívídd geta bæði hönnuður og viðskiptavinur séð mun betur hvernig garðurinn kemur til með að líta út. Hlutföll forma sjást betur og vandamál, sem gjarnan koma upp á seinni stigum hönnunar sjást strax og má því leysa fyrr. Urban Beat hefur tekið þá stefnu að vera pappírs- laus teiknistofa. Öll teiknivinna og skissur eru unnar á snertiskjái og teikningum er skilað í PDF-formi. Eini pappírinn sem sést á skrif- stofunni eru hönnunartímarit og bækur um landslagshönnun og garða.“ Leitum að góðu starfsfólki fyrir næsta ár „Þegar búið verður að koma upp skrifstofunni í Reykjavík í haust munum við byrja að ráða lands- lagsarkitekta og stefnum að því að vera komin með öflugt teymi snemma næsta árs. Við erum líka með samstarfssamning við Tema, sem er öflugt arkitektafyrirtæki með um 100 starfsmenn í Stokk- hólmi. Tema vann með okkur í þróun ferðaþjónustusvæðis, sem mun rísa á Hellu, og mun verða samstarfsaðili okkar í stærri verkefnum þar sem víðtækari þekkingar og reynslu er þörf,“ segir Björn. Ferðaþjónustan þjónustuð Fyrirtækið leggur áherslu á garðhönnun en hefur einnig sérhæft sig í verkefnum tengdum ferðaþjónustu. Auk þess að hafa teiknað umhverfi hótela var Björn umhverfisstjóri hjá Ferða- málastofu þar sem hann veitti styrkþegum Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða ráðgjöf. „Við viljum gjarnan hjálpa sveitar- félögum og rekstraraðilum í ferðaþjónustunni að þróa umhverfi sitt þannig að upplifun ferðamanna og heimamanna verði sem skemmtilegust.“ Hægt er að ná sambandi við Björn í gegnum heimasíðuna lands- lagsarkitekt.is í tölvupósti bj@ landslagsarkitekt.is eða í síma 823-0001. Gott samræmi milli húss og garðs. Veggirnir eru framhald af húsinu. Pallurinn tónar vel við klæðningu og gluggalista. Leiksvæði við þjónustumiðstöð á Hellu í samstarfi við Tema í Stokkhólmi og Gunnar Bergmann arkitekt. Mynd/TeMA Með því að hanna í þrívídd sést samspil allra þátta vel. Hér má sjá hvernig lýsingin á sumarhúsalóðinni er hugsuð. Hugmyndir þurfa að gerjast og garð- eigandinn þarf að máta það í huganum hvernig lífið í nýja garðinum geti orðið. Björn Jóhannsson 2 KynnInGARBLAÐ 2 8 . M A R S 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U RGARÐuRInn 2 8 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 5 5 -1 0 B 0 1 F 5 5 -0 F 7 4 1 F 5 5 -0 E 3 8 1 F 5 5 -0 C F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 2 7 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.