Fréttablaðið - 28.03.2018, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 28.03.2018, Blaðsíða 38
Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Það er ekki oft sem fjölskyldan fær frí saman og tækifæri til að skemmta sér. En um þessa páska fá margir ágætis frí, svo það gefst bæði tími til að varpa öndinni og hvíla sig og til að gera alls konar skemmtilega hluti saman. Hér eru nokkrir hlutir sem fjölskyldan getur gert saman í fríinu. Fjölskyldu- og húsdýragarður- inn býður sígilda skemmtun fyrir fjölskylduna og þar verður opið frá klukkan 10 til 17 alla daga yfir páskana. Að vísu verða ekki öll tækin opin, en það er stefnt á að hafa bæði Lestina og Hringekjuna opna. Það er hins vegar verið að setja saman nýjan Fallturn sem verður ekki opnaður fyrr en 1. júní. En síðasta föstudag fæddust kiðlingar í garðinum, haförninn er enn þar og um jólin var sett upp maurabú í Skriðdýrahúsinu, svo það er nóg að sjá. Öll kvikmyndahúsin verða opin yfir alla páskana, nema Bíó Para- dís, sem verður lokað á páskadag. Sem stendur er gott úrval kvik- mynda fyrir alla fjölskylduna í boði, þar á meðal tvær íslenskar fjölskyldumyndir, Lói – Þú flýgur aldrei einn og Víti í Vestmanna- eyjum. Það er misjafnt eftir sundlaugum hvort það sé opið um páskana, en víða verður hægt að fara í sund í páskafríinu. Margar sundlaugar eru lokaðar á föstudaginn langa og páskadag, en flestar eru opnar á skírdag, laugardag og annan í pásk- um. Það verður opið alla páskana í nokkrum laugum, en langflestum verður samt ekki lokað seinna en kl. 18 á páskadag. Það er hægt að athuga hvort sundlaugin sem á að heimsækja sé örugglega opin á sundlaugar.is. Einar Bjarnason, rekstrarstjóri hjá Bláfjöllum, segir að það sé stefnt á að hafa opið þar eins og venjulega yfir alla páskana, þann- ig að borgarbúar geti átt gleði- lega páska á skíðum. Það er spáð björtu veðri og sól á fimmtudag og spáin er góð fyrir helgina, þann- ig að það ætti að vera vel hægt að fara á skíði í páskafríinu. Svo kemur tilkynning frá skíðasvæð- inu um veður aðstæður og opnun á hverjum morgni og ef eitthvað breytist verður látið vita af því. Það verður hægt að kíkja á lista- safn í fríinu, því Listasafn Reykja- víkur verður opið alla páskana, nema á páskadag, en þá verður lokað í Hafnarhúsi, Ásmundarsafni og á Kjarvalsstöðum. Skemmtigarðurinn er opinn eins og venjulega alla páskana, þannig að hópar sem vilja heimsækja hann geta haft samband til að skipuleggja skemmtun. Það verður hægt að fara út að borða saman í fríinu, en opnunar- tími veitingastaða er misjafn. Flestir veitingastaðir verða opnir yfir páskana, en sums staðar er lokað á páskadaginn sjálfan. Veitingastaðir á hótelum verða svo almennt opnir eins og venjulega. Þeir sem vilja versla í fríinu geta farið í Kringluna og Smáralind. Þar verður opið á skírdag og á laugar- dag, en lokað á föstudag, sunnudag og mánudag. Síðast en alls ekki síst er spáin góð, þannig að það stefnir í að það verði hægt að nýta fríið í alls kyns útivist. Fjölskyldufjör um páskana Það er um að gera að nýta páskafrí fjölskyldunnar til að gera eitthvað saman. Það er ýmislegt um að vera yfir páskahelgina, svo að það er engin ástæða til að sitja bara heima og borða súkkulaði. Það verður mikið opið í sundlaugunum í páskafríinu. MYND/GVA Spáin er ágæt, svo það gæti verið sniðugt að fara á skíði í páskafríinu. MYND/VILHELM Fréttablaðið eykur þjónustu sína. Þú getur nálgast frítt eintak af Fréttablaðinu á eftirfarandi stöðum víðsvegar um landið: 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 8 . M A R S 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U R 2 8 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 5 5 -2 9 6 0 1 F 5 5 -2 8 2 4 1 F 5 5 -2 6 E 8 1 F 5 5 -2 5 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 2 7 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.