Fréttablaðið - 28.03.2018, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.03.2018, Blaðsíða 6
Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–19 | Laugardaga 11–16 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Spennandi og vandaðar bækur Tilvaldar í páskafríið NÝ Í SERÍU NNI NÝ Í SERÍU NNI SveitarStjórn Laun og hlunnindi bæjarstjóra Garðabæjar námu ríf- lega 30 milljónum króna í fyrra, eða sem nemur rúmum 2,5 millj- ónum króna á mánuði. Grunnlaun bæjarstjórans hafa á kjörtímabilinu hækkað um sem nemur tæpri hálfri milljón á mánuði. Þetta kemur fram í svari bæjarins við fyrirspurn Maríu Grétarsdóttur, bæjarfulltrúa M-lista Fólksins í bænum, um laun bæjarfulltrúa og æðstu stjórnenda sem lagt var fram í bæjarráði Garðabæjar í gær. Á síðasta ári fékk Gunnar Einars- son, bæjarstjóri Garðabæjar, 27,5 milljónir króna, eða sem nemur tæpum 2,3 milljónum króna á mánuði, sem bæjarstjóri. Gunnar er sömuleiðis varamaður í bæjar- stjórn Garðabæjar og þiggur laun fyrir fundi þar sem hann tekur sæti. Samkvæmt svarinu fékk hann 507 þúsund krónur á síðasta ári fyrir það en fær ekki greitt fyrir aðra fundarsetu. Ofan á þessi laun bætist síðan bifreiðastyrkur til bæjarstjóra sem á síðasta ári nam rúmlega 2,2 millj- ónum. Garðabær leggur bæjarstjór- anum til Land Cruiser-jeppa, líkt og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Að meðaltali námu því allar greiðslur til bæjarstjórans í fyrra um 30,2 milljónum króna, eða sem nemur 2,5 milljónum á mánuði. Í svarinu eru sundurliðaðar greiðslur til bæjarfulltrúa og stjórn- enda frá 2014 til 2017. Þar má sjá að grunnlaun bæjarstjórans námu í upphafi kjörtímabilsins 1.796 þúsund krónum á mánuði saman- borið við 2.288 þúsund árið 2017. Grunnlaun bæjarstjórans hafa því hækkað um 5,9 milljónir, eða  27 prósent á tímabilinu og mánaðar- laun hans um sem nemur 491.783 krónum. Hafa ber í huga að með til- liti til launavísitölu hafa grunnlaun bæjarstjórans ekki hækkað umfram hana. Ríflega 15 þúsund íbúar eru í Garðabæ en til samanburðar þá má nefna að heildarlaun Dags. B. Eggertssonar borgarstjóra nema rúmum tveimur milljónum á mánuði,  líkt og forsætisráðherra Íslands. Af öðrum hæstlaunaða starfs- manni Garðabæjar má nefna að kostnaður vegna launa og hlunn- inda bæjarritara nam alls 22,3 millj- ónum króna á síðasta ári, eða sem nemur 1,8 milljónum á mánuði að meðaltali. María Grétarsdóttir, segir tilefni fyrirspurnarinnar hafa verið kröfu um aukið gagnsæi í launakjörum kjörinna fulltrúa. „Mér fannst mikilvægt að það myndi sama gagnsæi gilda í Garða- bæ.“ mikael@frettabladid.is Bæjarstjóri hækkað um hálfa milljón Grunnlaun bæjarstjóra Garðabæjar hækkuðu um 27 prósent á kjörtímabilinu. Laun og hlunnindi námu rúmum 2,5 milljónum á mánuði í fyrra. Launahærri en borgarstjóri og forsætisráðherra. Bæjarfulltrúi vildi auka gagnsæi um laun stjórnenda bæjarins. Skorar norska heimsmeistarann á hólm Ítalsk-bandaríski stórmeistarinn Fabiano Caruana vann í gær áskorendamótið sem haldið var í Berlín. Í verðlaun var rétturinn til að skora á heims- meistarann Magnus Carlsen í einvígi um tignina en það fer fram í London í nóvember. Caruana lauk leik með níu vinninga úr fjórtán skákum. Hann hafði vinningi meira en næsti maður. Sigurinn tryggði hann sér með því að leggja Alexander Grischuk að velli í lokaumferðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Gunnar Einarsson Mér fannst mikil- vægt að það myndi sama gagnsæi gilda í Garða- bæ. María Grétarsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ egyptaland Síðasti dagur forseta- kosninga í Egyptalandi er á morgun og búist er við að Abdel Fattah al-Sisi forseti nái endurkjöri. Andstæðingur hans, Moussa Mostafa Moussa, hefur verið kallaður strengjabrúða Sisi og hafa stjórnarandstæðingar haldið því fram að hann sé eingöngu í framboði þar sem helstu andstæð- ingar Sisi hafi ekki fengið að bjóða sig fram. Því hafi verið þörf á tiltölu- lega áhrifalitlu mótframboði til að láta kosningarnar líta trúverðugar út. Egypskir miðlar, á bandi Sisi, vönduðu blaðamönnum BBC ekki kveðjurnar í gær. Sögðu þeir miðil- inn dreifa lygum um stjórnvöld en BBC hefur greint ítarlega frá aðdrag- anda kosninganna. Þá sagði blaða- maður Al-Ahram að breska blaðið Independent dreifði óhróðri og lygum um stjórnvöld. – þea Egyptar bölsótast út í fjölmiðla afbrot Seðlabanki Íslands varar við svikapóstum sem sendir hafa verið nýverið þar sem meðal ann- ars kemur fram nafn Seðlabanka Íslands. Seðlabankinn á enga aðild að þessum tilkynningum sem sagðar eru sendar í nafni kortafyrir- tækja. Seðlabankinn segir augljóst að um svindl sé að ræða og fólk er því varað við því að bregðast við póstunum. – jhh Varað við svikapóstum 2 8 . m a r S 2 0 1 8 m i Ð v i K U d a g U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a Ð i Ð 2 8 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 5 5 -1 F 8 0 1 F 5 5 -1 E 4 4 1 F 5 5 -1 D 0 8 1 F 5 5 -1 B C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 2 7 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.