Fréttablaðið - 28.03.2018, Blaðsíða 6
Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–19 | Laugardaga 11–16 | www.forlagid.is
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA
Spennandi og
vandaðar bækur
Tilvaldar í
páskafríið
NÝ
Í SERÍU
NNI
NÝ
Í SERÍU
NNI
SveitarStjórn Laun og hlunnindi
bæjarstjóra Garðabæjar námu ríf-
lega 30 milljónum króna í fyrra,
eða sem nemur rúmum 2,5 millj-
ónum króna á mánuði. Grunnlaun
bæjarstjórans hafa á kjörtímabilinu
hækkað um sem nemur tæpri hálfri
milljón á mánuði.
Þetta kemur fram í svari bæjarins
við fyrirspurn Maríu Grétarsdóttur,
bæjarfulltrúa M-lista Fólksins í
bænum, um laun bæjarfulltrúa og
æðstu stjórnenda sem lagt var fram
í bæjarráði Garðabæjar í gær.
Á síðasta ári fékk Gunnar Einars-
son, bæjarstjóri Garðabæjar, 27,5
milljónir króna, eða sem nemur
tæpum 2,3 milljónum króna á
mánuði, sem bæjarstjóri. Gunnar
er sömuleiðis varamaður í bæjar-
stjórn Garðabæjar og þiggur laun
fyrir fundi þar sem hann tekur sæti.
Samkvæmt svarinu fékk hann 507
þúsund krónur á síðasta ári fyrir
það en fær ekki greitt fyrir aðra
fundarsetu.
Ofan á þessi laun bætist síðan
bifreiðastyrkur til bæjarstjóra sem
á síðasta ári nam rúmlega 2,2 millj-
ónum. Garðabær leggur bæjarstjór-
anum til Land Cruiser-jeppa, líkt og
greint hefur verið frá í fjölmiðlum.
Að meðaltali námu því allar
greiðslur til bæjarstjórans í fyrra
um 30,2 milljónum króna, eða sem
nemur 2,5 milljónum á mánuði.
Í svarinu eru sundurliðaðar
greiðslur til bæjarfulltrúa og stjórn-
enda frá 2014 til 2017. Þar má sjá
að grunnlaun bæjarstjórans námu
í upphafi kjörtímabilsins 1.796
þúsund krónum á mánuði saman-
borið við 2.288 þúsund árið 2017.
Grunnlaun bæjarstjórans hafa því
hækkað um 5,9 milljónir, eða 27
prósent á tímabilinu og mánaðar-
laun hans um sem nemur 491.783
krónum. Hafa ber í huga að með til-
liti til launavísitölu hafa grunnlaun
bæjarstjórans ekki hækkað umfram
hana.
Ríflega 15 þúsund íbúar eru í
Garðabæ en til samanburðar þá
má nefna að heildarlaun Dags. B.
Eggertssonar borgarstjóra nema
rúmum tveimur milljónum á
mánuði, líkt og forsætisráðherra
Íslands.
Af öðrum hæstlaunaða starfs-
manni Garðabæjar má nefna að
kostnaður vegna launa og hlunn-
inda bæjarritara nam alls 22,3 millj-
ónum króna á síðasta ári, eða sem
nemur 1,8 milljónum á mánuði að
meðaltali.
María Grétarsdóttir, segir tilefni
fyrirspurnarinnar hafa verið kröfu
um aukið gagnsæi í launakjörum
kjörinna fulltrúa.
„Mér fannst mikilvægt að það
myndi sama gagnsæi gilda í Garða-
bæ.“ mikael@frettabladid.is
Bæjarstjóri hækkað um hálfa milljón
Grunnlaun bæjarstjóra Garðabæjar hækkuðu um 27 prósent á kjörtímabilinu. Laun og hlunnindi námu rúmum 2,5 milljónum á
mánuði í fyrra. Launahærri en borgarstjóri og forsætisráðherra. Bæjarfulltrúi vildi auka gagnsæi um laun stjórnenda bæjarins.
Skorar norska heimsmeistarann á hólm
Ítalsk-bandaríski stórmeistarinn Fabiano Caruana vann í gær áskorendamótið sem haldið var í Berlín. Í verðlaun var rétturinn til að skora á heims-
meistarann Magnus Carlsen í einvígi um tignina en það fer fram í London í nóvember. Caruana lauk leik með níu vinninga úr fjórtán skákum. Hann
hafði vinningi meira en næsti maður. Sigurinn tryggði hann sér með því að leggja Alexander Grischuk að velli í lokaumferðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Gunnar
Einarsson
Mér fannst mikil-
vægt að það myndi
sama gagnsæi gilda í Garða-
bæ.
María Grétarsdóttir,
bæjarfulltrúi í
Garðabæ
egyptaland Síðasti dagur forseta-
kosninga í Egyptalandi er á morgun
og búist er við að Abdel Fattah al-Sisi
forseti nái endurkjöri. Andstæðingur
hans, Moussa Mostafa Moussa,
hefur verið kallaður strengjabrúða
Sisi og hafa stjórnarandstæðingar
haldið því fram að hann sé eingöngu
í framboði þar sem helstu andstæð-
ingar Sisi hafi ekki fengið að bjóða
sig fram. Því hafi verið þörf á tiltölu-
lega áhrifalitlu mótframboði til að
láta kosningarnar líta trúverðugar út.
Egypskir miðlar, á bandi Sisi,
vönduðu blaðamönnum BBC ekki
kveðjurnar í gær. Sögðu þeir miðil-
inn dreifa lygum um stjórnvöld en
BBC hefur greint ítarlega frá aðdrag-
anda kosninganna. Þá sagði blaða-
maður Al-Ahram að breska blaðið
Independent dreifði óhróðri og
lygum um stjórnvöld. – þea
Egyptar
bölsótast út í
fjölmiðla
afbrot Seðlabanki Íslands varar
við svikapóstum sem sendir hafa
verið nýverið þar sem meðal ann-
ars kemur fram nafn Seðlabanka
Íslands. Seðlabankinn á enga aðild
að þessum tilkynningum sem
sagðar eru sendar í nafni kortafyrir-
tækja. Seðlabankinn segir augljóst
að um svindl sé að ræða og fólk er
því varað við því að bregðast við
póstunum. – jhh
Varað við
svikapóstum
2 8 . m a r S 2 0 1 8 m i Ð v i K U d a g U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a Ð i Ð
2
8
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:3
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
5
5
-1
F
8
0
1
F
5
5
-1
E
4
4
1
F
5
5
-1
D
0
8
1
F
5
5
-1
B
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
6
4
s
_
2
7
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K