Fréttablaðið - 28.03.2018, Blaðsíða 22
GÍRAR - FÆRIBÖND - RAFMÓTORAR - LEGUR
588 80 40
www.scanver.is
RAFMÓTORAR
– Tengir þig við framtíðina!
Sjónvarpsdreifikerfi
fyrir hótel, gistiheimili og skip.
Auðbrekku 3 • Kópavogur • s. 564 1660
oreind@oreind.is • www.oreind.is
Gert er ráð fyrir að 2,6 milljarðar
króna verði greiddir til eignar-
haldsfélagsins LBI í næsta mánuði
eftir að fallið var frá málaferlum
í deilu félagsins og breska kaup-
sýslumannsins Kevins Stanford fyrr
í mánuðinum.
Stanford hafði krafið félagið,
sem heldur utan um eignir gamla
Landsbankans, um 11,6 milljarða
króna gagnkröfur sem hann vildi að
gengi upp í skuld hans við LBI. Kom
málið til kasta íslenskra dómstóla,
en greint var frá því í ársreikningi
LBI, sem var birtur í síðustu viku, að
fallið hefði verið frá málaferlunum.
LBI hefur á síðustu árum staðið
í málaferlum vegna innheimtu á
tveimur fasteignalánum sem Stan-
ford fékk hjá Landsbankanum í
Lúxemborg árið 2007. Lánin voru
með veði í fasteign í Kensington-
hverfinu í miðborg Lundúna annars
vegar og skíðaskála á Chourchevel-
skíðasvæðinu í frönsku Ölpunum
hins vegar.
Söluandvirði eignanna var lagt
inn á vörslureikning í Bretlandi
á meðan beðið var niðurstöðu
íslenskra dómstóla og gera stjórn-
endur LBI nú ráð fyrir að 21,4 millj-
ónir evra, jafnvirði um 2,6 milljarða
króna, verði greiddar af reikningn-
um til LBI. – kij
Fallið frá málaferlum gegn LBI
Kevin
Stanford.
Nýlegur dómur Hér-aðsdóms Reykja-víkur, þar sem felld var úr gildi ákvörðun ríkissak-sóknara sem stað-
festi ákvörðun lögreglunnar um að
hefja ekki rannsókn á ásökunum á
hendur æðstu embættismönnum
Seðlabankans, víkur frá skýru for-
dæmi Hæstaréttar, æðsta dómstóls
landsins, frá árinu 2008.
Dómi héraðsdóms, sem kveðinn
var upp í byrjun mánaðarins, hefur
verið áfrýjað til Landsréttar, sam-
kvæmt upplýsingum Markaðarins,
og telja lögmenn sem blaðið ræddi
við afar sennilegt að dómstóllinn
taki hann til gagngerrar endur-
skoðunar.
Hæstiréttur komst að þeirri
niðurstöðu árið 2008 að ákvörðun
ríkissaksóknara um meðferð vald-
heimilda sinna, svo sem um að hefja
lögreglurannsókn, gæti eðli sínu
samkvæmt ekki sætt endurskoðun
dómstóla. Allar götur síðan hefur
verið talið að það sé í verkahring
ákæruvaldsins – ríkissaksóknara –
að ákveða hvort af rannsókn verði
og að það geti ekki heyrt undir dóm-
stóla að endurskoða þá ákvörðun.
Í dómi Héraðsdóms Reykja-
víkur, sem kveðinn var upp af Skúla
Magnússyni héraðsdómara, kveður
hins vegar við annan tón. Segir þar
að þótt ríkissaksóknari njóti sjálf-
stæðis gagnvart öðrum þáttum
framkvæmdarvalds og fari með
endanlegt ákvörðunarvald um til-
tekin efni, þá sé honum „ekki falið
fullnaðarúrskurðarvald eða ákvarð-
anir hans undanskildar lögsögu
dómstóla með lögum“.
Lögmenn sem Markaðurinn
ræddi við í skjóli nafnleyndar segja
mikil tíðindi felast í umræddri
niður stöðu Skúla. Einn segir dóm-
inn vekja furðu og telur að héraðs-
dómur hafi þurft að rökstyðja þá
stefnubreytingu sem felst í dómnum
betur. Landsréttur, hvað þá Hæsti-
réttur ef málið kemur til kasta hans,
eigi trauðla eftir að fallast á „fátæk-
legar“ röksemdir héraðsdóms.
Gísli Reynisson, sem var einn fjór-
menninganna sem ákærðir voru í
Aserta-málinu svonefnda, fór haust-
ið 2016 fram á að lögreglan rann-
sakaði hvort æðstu embættismenn
Seðlabanka Íslands hefðu borið á þá
rangar sakir. Var þá einkum vísað til
Más Guðmundssonar seðlabanka-
stjóra, Sigríðar Logadóttur, aðallög-
fræðings bankans, og Ingibjargar
Guðbjartsdóttur, sem var forstöðu-
maður gjaldeyriseftirlits sömu
stofnunar. Fjórmenningarnir voru,
sem kunnugt er, sýknaðir af öllum
ákæruliðum í málinu gegn þeim.
Kæra Gísla til lögreglunnar byggði
á því að embættismenn Seðlabank-
ans hefðu ítrekað gefið ýmist rangar
Víkur frá skýru
fordæmi Hæstaréttar
Dómi héraðsdóms, þar sem ógilt var staðfesting ríkissaksóknara á ákvörðun
lögreglu um að hefja ekki rannsókn á röngum sakargiftum stjórnenda Seðla-
bankans, hefur verið áfrýjað. Dómurinn gengur gegn fordæmi Hæstaréttar.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri og fleiri embættismenn í bankanum eru
sakaðir um að hafa borið á menn rangar sakir. Fréttablaðið/SteFán
Augljósir almanna-
hagsmunir standa
til þess að handhafar rann-
sóknar- og ákæruvalds saki
ekki menn um refsiverðan
verknað gegn betri vitund.
Úr dómi Héraðsdóms Reykjavíkur
eða villandi upplýsingar og komið
því þannig til leiðar að hann hefði
verið ranglega sakaður um refsi-
verðan verknað.
Lögreglustjórinn á höfuðborgar-
svæðinu hafnaði hins vegar að
taka meint brot embættismanna
bankans til rannsóknar og í febrúar
í fyrra staðfesti ríkissaksóknari þá
ákvörðun lögreglustjórans.
Héraðsdómur komst síðan að
öndverðri niðurstöðu í byrjun
þessa mánaðar, eins og áður sagði,
og felldi ákvörðun ríkissaksóknara
úr gildi. Var það niðurstaða héraðs-
dóms að annmarkar á lagalegum
grundvelli ákvörðunar ríkissak-
sóknara hefðu verið svo verulegir
að ekki yrði hjá því komist að fella
hana úr gildi. Þó var tekið fram í
dómnum að með niðurstöðunni
væri engin afstaða tekin til gildis
ákvörðunar lögreglustjórans um
að hafna að taka meint brot stjórn-
enda Seðlabankans til rannsóknar.
Sú ákvörðun hefði enda ekki verið
til úrlausnar í málinu.
Lögmenn sem Markaðurinn
ræddi við segja dóm héraðsdóms
nokkuð afdráttarlausan. Þannig er
nefnt í dómnum að ásökun um refsi-
verðan verknað, án tillits til endan-
legrar niðurstöðu málsins, kunni
að vera „íþyngjandi fyrir saklausan
mann“ með margvíslegum hætti,
auk þess sem „augljósir almanna-
hagsmunir“ standi til þess að hand-
hafar rannsóknar- og ákæruvalds
saki ekki menn um refsiverðan
verknað gegn betri vitund.
Ef Landsréttur staðfestir dóm
héraðsdóms stendur ákvörðun lög-
reglustjórans óhögguð að sinni, en
málið fer hins vegar aftur á borð
ríkis saksóknara, að sögn viðmæl-
enda Markaðarins.
Gísli hefur auk þess stefnt íslenska
ríkinu og krafið það um skaðabætur
vegna málsins. Er gert ráð fyrir að
aðalmeðferð fari fram í Héraðsdómi
Reykjavíkur í maí.
Þorsteinn Már Baldvinsson, for-
stjóri Samherja, sem kærði einnig
æðstu stjórnendur Seðlabankans
til lögreglunnar, sagði í pistli á vef
sjávarútvegsfyrirtækisins í síðustu
viku að þótt honum hefði orðið lítið
ágengt í baráttu sinni þá eygði hann
enn von, sérstaklega í ljósi fyrr-
nefnds dóms Héraðsdóms Reykja-
víkur. Hann sakaði embættismenn-
ina um að hafa borið sig röngum
sökum og krafðist þess að lögreglan
tæki málið til rannsóknar.
Lögreglustjóri vísaði málinu hins
vegar frá og staðfesti ríkissaksókn-
ari þá ákvörðun. Voru rökin meðal
annars þau að Samherji hefði ekki
sýnt fram á að embættismennirnir
hefðu haft beinan ásetning til rangra
sakargifta.
„Stjórnendur Seðlabankans hafa
talið sig geta þaggað þetta mál niður
og vonast til þess að ég gefist upp.
Það mun ég ekki gera,“ skrifaði Þor-
steinn Már. kristinningi@frettabladid.is
Framkvæmdir á nýrri lóð útvarpshúss
RÚV skýra stóraukna fjárfestingu
félagsins á síðasta ári, að sögn Magn-
úsar Geirs Þórðarsonar útvarpsstjóra.
Samkvæmt ársreikningi RÚV keypti
félagið varanlega rekstrarfjármuni fyrir
um 542 milljónir króna í fyrra. Er það
aukning upp á 52 prósent frá fyrra ári.
Mestu munaði um auknar fjár-
festingar í fasteignum. Magnús Geir
segir að í framhaldi af því að RÚV seldi
byggingarrétt á stórum hluta af lóð-
inni við Efstaleiti hafi verið nauðsyn-
legt að endurskipuleggja þá lóð sem
félagið hefur til umráða eftir söluna.
„Kostnaður vegna framkvæmda við
endurbyggingu lóðar RÚV er meðal
annars til uppbyggingar bílastæða
og aðkomu að útvarpshúsinu,“ segir
hann. – kij
Stóraukin fjárfesting RÚV
2 8 . m a r s 2 0 1 8 m I Ð V I K U D a G U r4 mArkAðurinn
2
8
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:3
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
5
5
-2
9
6
0
1
F
5
5
-2
8
2
4
1
F
5
5
-2
6
E
8
1
F
5
5
-2
5
A
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
6
4
s
_
2
7
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K