Fréttablaðið - 28.03.2018, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 28.03.2018, Blaðsíða 20
Við fjármögnum innflutninginn fyrir þitt fyrirtæki Nánari upplýsingar má finna á kfl.is markaðurinn Útgáfufélag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5800 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5000 | Fax 512 5301 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is Félag breska athafnamannsins Marks Holyoake minnkaði hlut sinn í sjávarútvegsfyrirtækinu Ice­ land Seafood International á síðasta ári og átti ríflega helmingshlut í félaginu í árslok. Til samanburðar nam eignarhlutur félagsins 64 pró­ sentum í lok árs 2016. Félagið, International Seafood Holdings, seldi hlutabréf sín í sjávarútvegsfyrirtækinu í nokkrum sölum á síðasta ári og átti í lok ársins 657 milljónir bréfa að virði 4,8 millj­ arða króna miðað við núverandi gengi bréfanna, en Iceland Seafood er skráð á First North­markaðinn. Holyoake situr sem kunnugt er í stjórn Iceland Seafood. Eignarhlutur Kviku banka í sjáv­ arútvegsfyrirtækinu minnkaði lítil­ lega í fyrra, samkvæmt uppfærðum hluthafalista félagsins, en bankinn átti í árslok níu prósenta hlut borið saman við ellefu prósent í lok árs 2016 og er sem fyrr næststærsti hlut­ hafinn. Á meðal félaga sem bættust í hlut­ hafahóp Iceland Seafood á síðasta ári voru Íshóll, í eigu Stefáns Ákasonar, fyrrverandi forstöðumanns skulda­ bréfamiðlunar Kaupþings, HEF kap­ ital, í eigu Birgis Ellerts Birgissonar fjárfestis, og Bluberg, sem er félag Helga Antons Eiríkssonar, forstjóra Iceland Seafood. Umrædd félög fóru hvert um sig með um tveggja pró­ senta hlut í sjávarútvegsfyrirtækinu í lok síðasta árs. – kij Holyoake með ríflega 50 prósent í Iceland Seafood Ei g n a r h a l d s f é l a g i ð Heimavellir GP, sem hefur séð um umsýslu eigna fyrir Heimavelli leigufélag slhf., móður­félag Heimavalla hf., fékk um 270 milljónir króna í umsýslutekjur í fyrra vegna ráð­ gjafa starfa sinna fyrir leigufélagið. Umsýslusamningnum við Heima­ velli GP var slitið í október síðast­ liðnum en þóknanagreiðslur til félagsins námu samtals rúmlega 480 milljónum á árunum 2015 til 2017. Stærstu hluthafar Heimavalla GP í ársbyrjun 2017, með samanlagt um 95 prósenta hlut, voru félög í eigu Magnúsar Pálma Örnólfssonar, fjárfestis og fyrrverandi starfsmanns Glitnis, Magnúsar Magnússonar, fjárfestis og stjórnarformanns Heimavalla, Halldórs Kristjáns­ sonar, stjórnarmanns í Borgun, og Sturlu Sighvatssonar, athafnamanns og fyrrverandi framkvæmdastjóra Heimavalla. Þá áttu Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, og Arnar Gauti Reynisson, fjármála­ stjóri Heimavalla, báðir 2,5 pró­ senta hlut í félaginu. Samkvæmt samningnum við Heimavelli GP, sem fólst í ábyrgð á greiningu og framkvæmd fjárfest­ inga, þá fékk félagið hlutfallslega þóknun sem nam einu prósenti af fasteignamati fjárfestingareigna í rekstri Heimavalla leigufélags á ári. Var þóknunin innheimt mánaðarlega. Þóknanagreiðslur til Heimavalla GP á grundvelli samningsins jukust um meira en 70 prósent í fyrra samhliða örum vexti leigufélagsins, einkum með yfirtöku annarra leigufélaga og kaupum á eignum af Íbúðalána­ sjóði, og námu 269 milljónum borið saman við 156 milljónir á árinu 2016. Fasteignamat fjár­ festingareigna Heimavalla, stærsta leigufélags landsins, var 33,4 millj­ arðar í árslok 2016 en ári síðar var sú fjárhæð komin upp í 48,6 milljarða. Leigufélagið var þá með tæplega 2.000 íbúðir í rekstri. Ársreikningur Heimavalla GP fyrir árið 2017 liggur enn ekki fyrir en á  árinu 2016 nam hagn­ aður félagsins 87 milljónum en árið áður var hagnaðurinn 141 milljón. Rekstrarkostnaður hefur nánast einungis samanstaðið af launagreiðslum til stjórnarmanna. Á árunum 2016 og 2017 námu arð­ greiðslur til hluthafa samtals 229 milljónum króna. Þá átti félagið 1,25 prósenta hlut í Heimavöllum leigufélagi slhf. í byrjun síðasta árs en miðað við að núverandi innra gengi í leigufélaginu er um 1,72 er sá eignarhlutur metinn á um 190 milljónir. Greiðslur til Heimavalla GP vegna umsýslusamningsins hafa sem fyrr segir verið inntar af hendi af fag­ fjárfestasjóðnum Heimavöllum leigufélagi sem aftur á 99,99 pró­ sent hlutafjár í Heimavöllum hf. en það félag stefnir að óbreyttu að skráningu á aðalmarkað í Kauphöll­ inni í byrjun maí. Greint var frá því í Fréttablaðinu á mánudag að Heima­ vellir væru að ganga frá um þriggja milljarða króna skuldabréfafjár­ mögnun við sjóð í stýringu banda­ ríska sjóðastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management. Þá mun sami sjóður einnig leggja félaginu til um 300 milljónir króna í nýtt hlutafé en fjárfestingin er gerð fyrir milligöngu Fossa markaða. Þá sagði Markaðurinn frá því í síðustu viku að Heimavellir hefðu fyrir skömmu sagt upp samningi sínum við Kviku banka, sem átti að leiða söluferli á hlutum félagsins við skráningu, og ráðið Landsbankann í staðinn. Hagnaður leigufélagsins var um 2,7 milljarðar í fyrra og jókst hann um 500 milljónir á milli ára. Matsbreyting fjárfestingareigna, sem nam rúmlega 3,8 milljörðum, litaði hins vegar mjög afkomu f é l a g s i n s . Re k st ra r h a g n a ð u r Heimavalla fyrir matsbreytingu eigna var þannig 1.622 milljónir króna á sama tíma og fjármagns­ kostnaður félagsins var nærri 1.960 milljónir. Leigufélagið hefur því að undanförnu unnið mjög að því að reyna að endurfjármagna skuldirnar á hagstæðari lánakjör­ um. Samtals námu vaxtaberandi langtímaskuldir þess liðlega 32 milljörðum króna í lok síðasta árs. Stærstu hluthafar Heimavalla leigufélags eru meðal annars hjónin Finnur Reyr Stefánsson og Steinunn Jónsdóttir, Tómas Kristjánsson, hjónin Guðrún Lárusdóttir og Ágúst Sigurðsson, sem áttu útgerðarfyrir­ tækið Stálskip, tryggingafélögin Sjóvá og VÍS, Magnús Pálmi Örn­ ólfsson og eignarhaldsfélagið Brim­ garðar. hordur@frettabladid.is Fengu hálfan milljarð í þóknun frá Heimavöllum Heimavellir GP fékk samtals greitt um 480 milljónir á árunum 2015 til 2017 vegna umsýslu eigna fyrir Heimavelli leigufélag. Samningnum var slitið í október. Þókn- anagreiðslurnar jukust um meira en 70 prósent í fyrra og voru um 270 milljónir. Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Heimavalla, en leigufélagið stefnir að skráningu á aðalmarkað í byrjun maí. Fréttablaðið/GVa 229 milljónum námu arðgreiðsl- ur til hluthafa Heimavalla GP á árunum 2016 og 2017. Mark Holyoake, stærsti eigandi iceland Seafood. VÍS hefur minnkað eignarhlut sinn í Kviku banka um rúmlega 1,4 pró­ sentur, jafnvirði um 215 milljóna króna miðað við núverandi gengi bréfa bankans, frá því að Kvika var skráð á hlutabréfamarkað 16. mars síðastliðinn. VÍS er hins vegar eftir sem áður langsamlega stærsti ein­ staki hluthafi Kviku með 21,89 pró­ senta hlut. Þetta er í fyrsta sinn sem trygg­ ingafélagið selur í Kviku frá því að VÍS kom fyrst inn í eigendahóp bankans í janúar 2017 þegar félag­ ið keypti tæplega 22 prósenta hlut fyrir um 1.655 milljónir. Þremur mánuðum síðar stækkaði eignar­ hlutur VÍS um rúmlega þrjú pró­ sent þegar félagið keypti hlut ESÍ í bankanum. Hlutabréfaverð Kviku hefur hækkað um liðlega fimmtíu prósent frá því að VÍS keypti sinn hlut á genginu 5,4 krónur á hlut. Við lokun markaða í gær nam gengi bréfa bankans 8,25 krónur á hlut og er markaðsvirði eignarhlutar VÍS í bankanum í dag um 3,3 milljarðar króna. Annar stór hluthafi í Kviku sem hefur verið að selja bréf sín frá því að bankinn fór á markað er eignarhaldsfélagið Brim­ garðar, sem er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Gunnars Þórs, Eggerts Árna og Halldórs Páls Gísla­ barna, en það hefur selt rúmlega eins prósents hlut og á núna 3,55 prósent. Hið sama á við um félag­ ið Mízar, sem er í eigu Guðmundar Jónssonar, en það fer með 5,05 pró­ sent í Kviku eftir að selt um 1,1 pró­ sents hlut í bankanum. Á meðal þeirra sem hafa verið að kaupa bréf í Kviku er Arion banki, fyrir hönd viðskiptavina, en bank­ inn heldur núna á um 2,13 prósenta hlut. Ekki er vitað hvaða fjárfestir stendur á bak við þann hlut. – hae  VÍS hefur selt fyrir um 200 milljónir í Kviku Hlutur VÍS í Kviku í dag er metinn á um 3,3 milljarða. 2 8 . m a r s 2 0 1 8 m I Ð V I K u D a g u r2 markaðurinn 2 8 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 5 5 -1 5 A 0 1 F 5 5 -1 4 6 4 1 F 5 5 -1 3 2 8 1 F 5 5 -1 1 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 2 7 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.