Fréttablaðið - 28.03.2018, Page 20

Fréttablaðið - 28.03.2018, Page 20
Við fjármögnum innflutninginn fyrir þitt fyrirtæki Nánari upplýsingar má finna á kfl.is markaðurinn Útgáfufélag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5800 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5000 | Fax 512 5301 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is Félag breska athafnamannsins Marks Holyoake minnkaði hlut sinn í sjávarútvegsfyrirtækinu Ice­ land Seafood International á síðasta ári og átti ríflega helmingshlut í félaginu í árslok. Til samanburðar nam eignarhlutur félagsins 64 pró­ sentum í lok árs 2016. Félagið, International Seafood Holdings, seldi hlutabréf sín í sjávarútvegsfyrirtækinu í nokkrum sölum á síðasta ári og átti í lok ársins 657 milljónir bréfa að virði 4,8 millj­ arða króna miðað við núverandi gengi bréfanna, en Iceland Seafood er skráð á First North­markaðinn. Holyoake situr sem kunnugt er í stjórn Iceland Seafood. Eignarhlutur Kviku banka í sjáv­ arútvegsfyrirtækinu minnkaði lítil­ lega í fyrra, samkvæmt uppfærðum hluthafalista félagsins, en bankinn átti í árslok níu prósenta hlut borið saman við ellefu prósent í lok árs 2016 og er sem fyrr næststærsti hlut­ hafinn. Á meðal félaga sem bættust í hlut­ hafahóp Iceland Seafood á síðasta ári voru Íshóll, í eigu Stefáns Ákasonar, fyrrverandi forstöðumanns skulda­ bréfamiðlunar Kaupþings, HEF kap­ ital, í eigu Birgis Ellerts Birgissonar fjárfestis, og Bluberg, sem er félag Helga Antons Eiríkssonar, forstjóra Iceland Seafood. Umrædd félög fóru hvert um sig með um tveggja pró­ senta hlut í sjávarútvegsfyrirtækinu í lok síðasta árs. – kij Holyoake með ríflega 50 prósent í Iceland Seafood Ei g n a r h a l d s f é l a g i ð Heimavellir GP, sem hefur séð um umsýslu eigna fyrir Heimavelli leigufélag slhf., móður­félag Heimavalla hf., fékk um 270 milljónir króna í umsýslutekjur í fyrra vegna ráð­ gjafa starfa sinna fyrir leigufélagið. Umsýslusamningnum við Heima­ velli GP var slitið í október síðast­ liðnum en þóknanagreiðslur til félagsins námu samtals rúmlega 480 milljónum á árunum 2015 til 2017. Stærstu hluthafar Heimavalla GP í ársbyrjun 2017, með samanlagt um 95 prósenta hlut, voru félög í eigu Magnúsar Pálma Örnólfssonar, fjárfestis og fyrrverandi starfsmanns Glitnis, Magnúsar Magnússonar, fjárfestis og stjórnarformanns Heimavalla, Halldórs Kristjáns­ sonar, stjórnarmanns í Borgun, og Sturlu Sighvatssonar, athafnamanns og fyrrverandi framkvæmdastjóra Heimavalla. Þá áttu Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, og Arnar Gauti Reynisson, fjármála­ stjóri Heimavalla, báðir 2,5 pró­ senta hlut í félaginu. Samkvæmt samningnum við Heimavelli GP, sem fólst í ábyrgð á greiningu og framkvæmd fjárfest­ inga, þá fékk félagið hlutfallslega þóknun sem nam einu prósenti af fasteignamati fjárfestingareigna í rekstri Heimavalla leigufélags á ári. Var þóknunin innheimt mánaðarlega. Þóknanagreiðslur til Heimavalla GP á grundvelli samningsins jukust um meira en 70 prósent í fyrra samhliða örum vexti leigufélagsins, einkum með yfirtöku annarra leigufélaga og kaupum á eignum af Íbúðalána­ sjóði, og námu 269 milljónum borið saman við 156 milljónir á árinu 2016. Fasteignamat fjár­ festingareigna Heimavalla, stærsta leigufélags landsins, var 33,4 millj­ arðar í árslok 2016 en ári síðar var sú fjárhæð komin upp í 48,6 milljarða. Leigufélagið var þá með tæplega 2.000 íbúðir í rekstri. Ársreikningur Heimavalla GP fyrir árið 2017 liggur enn ekki fyrir en á  árinu 2016 nam hagn­ aður félagsins 87 milljónum en árið áður var hagnaðurinn 141 milljón. Rekstrarkostnaður hefur nánast einungis samanstaðið af launagreiðslum til stjórnarmanna. Á árunum 2016 og 2017 námu arð­ greiðslur til hluthafa samtals 229 milljónum króna. Þá átti félagið 1,25 prósenta hlut í Heimavöllum leigufélagi slhf. í byrjun síðasta árs en miðað við að núverandi innra gengi í leigufélaginu er um 1,72 er sá eignarhlutur metinn á um 190 milljónir. Greiðslur til Heimavalla GP vegna umsýslusamningsins hafa sem fyrr segir verið inntar af hendi af fag­ fjárfestasjóðnum Heimavöllum leigufélagi sem aftur á 99,99 pró­ sent hlutafjár í Heimavöllum hf. en það félag stefnir að óbreyttu að skráningu á aðalmarkað í Kauphöll­ inni í byrjun maí. Greint var frá því í Fréttablaðinu á mánudag að Heima­ vellir væru að ganga frá um þriggja milljarða króna skuldabréfafjár­ mögnun við sjóð í stýringu banda­ ríska sjóðastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management. Þá mun sami sjóður einnig leggja félaginu til um 300 milljónir króna í nýtt hlutafé en fjárfestingin er gerð fyrir milligöngu Fossa markaða. Þá sagði Markaðurinn frá því í síðustu viku að Heimavellir hefðu fyrir skömmu sagt upp samningi sínum við Kviku banka, sem átti að leiða söluferli á hlutum félagsins við skráningu, og ráðið Landsbankann í staðinn. Hagnaður leigufélagsins var um 2,7 milljarðar í fyrra og jókst hann um 500 milljónir á milli ára. Matsbreyting fjárfestingareigna, sem nam rúmlega 3,8 milljörðum, litaði hins vegar mjög afkomu f é l a g s i n s . Re k st ra r h a g n a ð u r Heimavalla fyrir matsbreytingu eigna var þannig 1.622 milljónir króna á sama tíma og fjármagns­ kostnaður félagsins var nærri 1.960 milljónir. Leigufélagið hefur því að undanförnu unnið mjög að því að reyna að endurfjármagna skuldirnar á hagstæðari lánakjör­ um. Samtals námu vaxtaberandi langtímaskuldir þess liðlega 32 milljörðum króna í lok síðasta árs. Stærstu hluthafar Heimavalla leigufélags eru meðal annars hjónin Finnur Reyr Stefánsson og Steinunn Jónsdóttir, Tómas Kristjánsson, hjónin Guðrún Lárusdóttir og Ágúst Sigurðsson, sem áttu útgerðarfyrir­ tækið Stálskip, tryggingafélögin Sjóvá og VÍS, Magnús Pálmi Örn­ ólfsson og eignarhaldsfélagið Brim­ garðar. hordur@frettabladid.is Fengu hálfan milljarð í þóknun frá Heimavöllum Heimavellir GP fékk samtals greitt um 480 milljónir á árunum 2015 til 2017 vegna umsýslu eigna fyrir Heimavelli leigufélag. Samningnum var slitið í október. Þókn- anagreiðslurnar jukust um meira en 70 prósent í fyrra og voru um 270 milljónir. Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Heimavalla, en leigufélagið stefnir að skráningu á aðalmarkað í byrjun maí. Fréttablaðið/GVa 229 milljónum námu arðgreiðsl- ur til hluthafa Heimavalla GP á árunum 2016 og 2017. Mark Holyoake, stærsti eigandi iceland Seafood. VÍS hefur minnkað eignarhlut sinn í Kviku banka um rúmlega 1,4 pró­ sentur, jafnvirði um 215 milljóna króna miðað við núverandi gengi bréfa bankans, frá því að Kvika var skráð á hlutabréfamarkað 16. mars síðastliðinn. VÍS er hins vegar eftir sem áður langsamlega stærsti ein­ staki hluthafi Kviku með 21,89 pró­ senta hlut. Þetta er í fyrsta sinn sem trygg­ ingafélagið selur í Kviku frá því að VÍS kom fyrst inn í eigendahóp bankans í janúar 2017 þegar félag­ ið keypti tæplega 22 prósenta hlut fyrir um 1.655 milljónir. Þremur mánuðum síðar stækkaði eignar­ hlutur VÍS um rúmlega þrjú pró­ sent þegar félagið keypti hlut ESÍ í bankanum. Hlutabréfaverð Kviku hefur hækkað um liðlega fimmtíu prósent frá því að VÍS keypti sinn hlut á genginu 5,4 krónur á hlut. Við lokun markaða í gær nam gengi bréfa bankans 8,25 krónur á hlut og er markaðsvirði eignarhlutar VÍS í bankanum í dag um 3,3 milljarðar króna. Annar stór hluthafi í Kviku sem hefur verið að selja bréf sín frá því að bankinn fór á markað er eignarhaldsfélagið Brim­ garðar, sem er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Gunnars Þórs, Eggerts Árna og Halldórs Páls Gísla­ barna, en það hefur selt rúmlega eins prósents hlut og á núna 3,55 prósent. Hið sama á við um félag­ ið Mízar, sem er í eigu Guðmundar Jónssonar, en það fer með 5,05 pró­ sent í Kviku eftir að selt um 1,1 pró­ sents hlut í bankanum. Á meðal þeirra sem hafa verið að kaupa bréf í Kviku er Arion banki, fyrir hönd viðskiptavina, en bank­ inn heldur núna á um 2,13 prósenta hlut. Ekki er vitað hvaða fjárfestir stendur á bak við þann hlut. – hae  VÍS hefur selt fyrir um 200 milljónir í Kviku Hlutur VÍS í Kviku í dag er metinn á um 3,3 milljarða. 2 8 . m a r s 2 0 1 8 m I Ð V I K u D a g u r2 markaðurinn 2 8 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 5 5 -1 5 A 0 1 F 5 5 -1 4 6 4 1 F 5 5 -1 3 2 8 1 F 5 5 -1 1 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 2 7 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.