Fréttablaðið - 09.04.2018, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 09.04.2018, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —8 2 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r M á n u d a g u r 9 . a p r Í l 2 0 1 8 öflugur liðstyrkur H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 7 1 1 0 3 0 Betolvex B-12 Fæst án lyfseðils Fréttablaðið í dag skoðun Formaður SVFR gagn- rýnir Einar K. Guðfinnsson. 10 sport Stjarna Valgarðs skein skært. 13 tÍMaMót 12 tónar eru ekki bara venjuleg plötubúð. 16 lÍfið Tók upp myndband við lag sitt á Grænhöfðaeyjum. 22 plús 2 sérblöð l fólk l  fasteignir *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Fimmtán manna hópur þveraði Snæfellsnes yfir fjöllin Helgrindur á fjallaskíðum á laugardag. Leiðin lá frá Kálfárvöllum í suðri, yfir Helgrindurnar og síðan beint niður að fossinum við Kirkjufell. Öll ferðin var farin í einmuna blíðu, en Helgrindur eru annálað veðravíti. Á myndinni má sjá hluta hópsins virða fyrir sér útsýnið yfir Grundarfjörð. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Halldór VelferðarMál „Þetta er skelfilegt mál,“ segir Sigurður Jónsson varafor- maður Landssambands eldri borgara (LEB). Eldri borgari, sem nýlega missti eiginkonu sína, þarf að endurgreiða Tryggingastofnun ríkisins (TR) ofgreiddan ellilífeyri eiginkonu sinnar. Fjármagnstekjur hjónanna reyndust hærri en tekjuáætlun gerði ráð fyrir vegna flutninga sem ráðist var í vegna veikinda konunnar. Kona mannsins hafði greinst með ólæknandi krabbamein sem hafði áhrif á hreyfigetu konunnar. Mat sér- fræðinga og umönnunar aðila var að húsnæði hjónanna hentaði heilsu hennar illa. Því afréðu þau að selja eign sína og flytja í raðhús. Árið 2016 lést konan af veikindum sínum og hentaði húsið manninum illa. Ákvað hann að selja raðhúsið og kaupa sér annað. Það hafði í för með sér að fjármagnstekjur hjónanna breyttust frá upphaflegri áætlun og konan fékk of háar bætur greiddar síðustu ævidagana. Maðurinn kærði afstöðu TR til úrskurðarnefndar í vel- ferðarmálum (ÚRV). „Þrátt fyrir að um ófyrirséða atburði hafi verið að ræða þá telur [ÚRV] að slíkt geti ekki leitt til þess að vikið verði frá skýrum ákvæðum laga […] um almannatryggingar,“ segir í niður- stöðu nefndarinnar. Sigurður segir að LEB fái reglulega inn á borð til sín mál áþekk þessu. Þar hafi fólk ákveðið að minnka við sig eða mögulega selt sumarbústað, sem hafi yfirleitt tekið stóran hluta ævinn- ar „að aura saman fyrir“, og lendi þá í því að þurfa að endurgreiða lífeyrinn vegna þess. „Með nýju lögunum batnaði hagur þeirra sem búa einir en hagur hjóna versnaði sumpart. Stjórnvöld þurfa að taka á þessu. Þetta er ekki réttlátt,“ segir Sigurður. – jóe Þarf að endurgreiða lífeyri látinnar konu Ekkill þarf að endur- greiða ofgreiddan lífeyri sem kona hans fékk. Ofgreiðslan varð til við sölu á húsi hjónanna vegna veikinda hennar. Ótrúlegt óréttlæti að mati varaformanns LEB. Viðskipti Nokkrir starfsmenn Íslandsbanka glíma enn við eftir- köst veikinda af völdum myglu- og rakaskemmda í höfuðstöðvum bankans við Kirkjusand. Af þeim sökum hefur þeim verið hlíft við að flytja í nýjar höfuðstöðvar bank- ans í Norðurturninum í Kópavogi meðan á framkvæmdum hefur staðið þar. „Þetta eru örfáir starfsmenn sem ekki eru starfandi í húsi á meðan á framkvæmdum í Norðurturninum stendur. Þau hafa verið viðkvæm fyrir raskinu sem er í húsinu eftir Kirkjusand- inn,“ segir Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka. Starfsfólki sé hlíft við ryki og öðru sem falli til við framkvæmdirnar í Norðurturni. – smj / sjá síðu 4 Viðkvæmir eftir mygluskemmdir Íþróttir „Frammistaðan á móti heimsmeisturum Frakka var algjör- lega stórkostleg. Þetta var frábær leikur af okkar hálfu, bæði í vörn og sókn,“ segir Guðmundur Guð- mundsson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið eftir tveggja marka tap íslenska handboltalandsliðsins fyrir því franska, 26-28, í síðasta leik þess í Gulldeildinni í Noregi sem fram fór um helgina. Þótt allir leikirnir á mótinu hafi tapast var frammistaðan til mikillar fyrirmyndar, sérstaklega í ljósi þess hversu ungt íslenska liðið var. Þá gátu Rúnar Kárason og Ágúst Birgisson ekkert verið með vegna meiðsla og Aron Pálmarsson og Haukur Þrastarson léku ekki með gegn Frökkum vegna smávægilegra meiðsla. – iþs / sjá síðu 12 Ánægður með strákana okkar 0 9 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 6 1 -3 B 0 4 1 F 6 1 -3 9 C 8 1 F 6 1 -3 8 8 C 1 F 6 1 -3 7 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 8 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.