Fréttablaðið - 18.04.2018, Side 2
Veður
Í dag snýst vindur til suðlægari áttar,
víða verður strekkingur og heldur
áfram að rigna á suðaustanverðu
landinu. Þá þykknar líka upp vestan
til en léttir til um landið norðan- og
norðaustanvert. sjá síðu 22
Á sjóbretti við Geldinganes
Við Íslendingar erum aðeins farnir að finna fyrir vori í lofti. Þá er ekki seinna vænna að fara að taka fram þau leikföng sem yfirleitt standa inni í
geymslu eða skúr yfir háveturinn. Sjóbretti er eitt þeirra, en þessi maður lék sér á slíku bretti við Geldinganesið í gær. frettablaðið/anton brink
Fótbolti „Snjóþungi og veðurfar
hefur ekki verið að vinna með okkur
eftir áramótin,“ segir Þorsteinn
Haukur Harðarson, framkvæmda-
stjóri Víkings Ólafsvík, en eins og
sjá má á meðfylgjandi mynd standa
nú yfir miklar framkvæmdir á Ólafs-
víkurvelli. Stórtækar vinnuvélar
eru þar að störfum við að undirbúa
nýjan gervigrasvöll félagsins.
Verkið er kapphlaup við tímann
áður en leiktíðin í Inkasso-deildinni
í knattspyrnu hefst í næsta mánuði,
en fyrsti heimaleikur Víkings er sett-
ur 12. maí næstkomandi. Þrátt fyrir
að útlitið gefi til kynna að langur
vegur sé frá því að völlurinn sé leik-
hæfur eru Þorsteinn Haukur og Vík-
ingar hans bjartsýnir á að það takist
að ljúka verkinu fljótt og örugglega.
Ef það klikkar hefur hann gert ráð-
stafanir til að bregðast við því.
„Þeir eru á fullu núna og reikna
ég fastlega með að það verði hægt
að fara að leggja grasið eftir kannski
tíu daga. En til að hafa vaðið fyrir
neðan okkur hef ég haft samband
við forsvarsmenn HK, sem við
eigum fyrsta heimaleik við, um að
víxla heimaleikjum. Formaður HK
tók vel í það að skipta og bíð ég bara
staðfestingar á því.“
Gangi það eftir myndi félagið
kaupa sér tíma til að ljúka fram-
kvæmdum og yrði þá fyrsti leikur
gegn Selfossi í byrjun júní, um sjó-
mannadagshelgi.
„Við eigum bara þennan eina
heimaleik í maí samkvæmt skipu-
laginu. Við byrjum þá bara á fjórum
útileikjum og tökum svo á móti Sel-
fyssingum, vonandi á fullum velli.“
Víkingar ákváðu í fyrra að skipta
yfir í gervigrasvöll, en sem fyrr segir
hafa vetrarhörkurnar tafið fram-
kvæmdir. Þorsteinn Haukur segir
Víkinga spennta fyrir gervigrasinu
og að það geti reynst mikil bót fyrir
félagið.
„Við búum við það að liðið hefur
mátt æfa á parketti frá september
og fram í apríl yfir vetrartímann en
við bindum vonir við að gervigrasið
muni kannski lengja það tímabil
sem við getum æft og spilað úti.“
mikael@frettabladid.is
Í kapphlaupi við að
gera völlinn leikhæfan
Stórtækar vinnuvélar fylla nú Ólafsvíkurvöll þar sem leggja á gervigras fyrir
komandi leiktíð. Veður hefur tafið framkvæmdir við völlinn.
Veður hefur tafið fram-
kvæmdir við nýjan
gervigrasvöll í Ólafsvík.
Víkingur Ólafsvík er í
kapphlaupi við tímann
um að koma vell-
inum í stand fyrir fyrsta
heimaleik tímabilsins.
Framkvæmdastjórinn
er bjartsýnn á að það
takist en hefur gert ráð-
stafanir fari svo að það
gangi ekki eftir.
Þeir eru á fullu núna
og reikna ég fastlega
með að það verði hægt að
fara að leggja grasið eftir
kannski tíu daga.
Þorsteinn Haukur
Harðarson,
framkvæmdastjóri
Víkings Ólafsvík
Dómsmál Skattsvikamál sem ákæru-
valdið höfðaði gegn Tryggva Jóns-
syni, fyrrverandi forstjóra Baugs, og
systkinunum Jóni Ásgeiri Jóhannes-
syni og Kristínu Jóhannesdóttur
verður endurupptekið. Þetta er nið-
urstaða Endurupptökunefndar.
Jón Ásgeir og Tryggvi voru
sakfelldir fyrir meiriháttar
brot á skattalögum og dæmdir
til skilorðsbundinnar fang-
elsisvistar og greiðslu sektar árið
2013. Áður, eða árið 2007,
hafði yfirskattanefnd gert
þeim að greiða sekt vegna
sömu brota.
Mannréttindadómstóll
Evrópu komst svo að þeirri
niðurstöðu í maí í fyrra að
íslenska ríkið hefði brotið
gegn rétti þeirra Jóns
Ásgeirs og Tryggva.
Var það niðurstaða
dómstólsins að endur-
u p p t ö k u b e i ð e n d u r
hefðu verið saksóttir og
refsað tvívegis vegna
sömu eða efnislega sömu
háttseminnar í tveimur
aðskildum málum sem
ekki tengdust með
f u l l n æ g j a n d i
hætti.
Gestur Jóns-
son, lögmaður
þ e i r ra Jó n s
Á s g e i r s o g
Tryggva, segir
að málið verði
sent Hæstarétti
Íslands á næstu
dögum. – jhh
Fallist á endurupptöku
tryggvi Jónsson
Gestur Jónsson hæsta-
réttarlögmaður segir að
málið verði sent Hæstarétti á
næstu dögum.
lögreglumál Eigendur tölvubún-
aðar sem stolið var úr gagnaveri
á Suðurnesjum fyrr á árinu heita
áfram 6 milljónum íslenskra króna
í fundarlaun þeim sem getur veitt
áreiðanlegar upplýsingar um hvar
búnaðinn er að finna.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni á Suður nesjum hefur frestur
til að með ábendingar um búnaðinn
verið framlengdur um tvær vikur,
eða til 2. maí. Þeir sem búa yfir upp-
lýsingum um málið eru hvattir til
að hafa samband við lögregluna á
Suðurnesjum í síma 832 0253
Fundarlaunin verða greidd þeim
sem lögregluyfirvöld staðfesta að
hafi fyrstur komið á framfæri ábend-
ingu um hvar búnaðinn er að finna.
Lögreglan heitir trúnaði við þá sem
veita upplýsingar um málið. – jhh
Tvær milljónir í
fundarlaun
1 8 . a p r í l 2 0 1 8 m i ð V i K u D a g u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð
1
8
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:2
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
7
E
-C
D
7
0
1
F
7
E
-C
C
3
4
1
F
7
E
-C
A
F
8
1
F
7
E
-C
9
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
1
7
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K