Fréttablaðið - 18.04.2018, Side 4
Vinur við veginn
KOSAN SMELLUGAS
Einfalt, fljótlegt og öruggt
Heilbrigðismál Rúnar Vilhjálmsson,
prófessor í félagsfræði við hjúkrunar-
fræðideild Háskóla Íslands, segir
ekkert víst að aðgerðir hjá einka-
fyrirtækjum séu ódýrari en hjá hinu
opinbera. Einnig skipti miklu máli
að tryggja færni lækna hjá hinu opin-
bera með lágmarksfjölda aðgerða.
Heilbrigðisráðherra segir unnið að
lausn á því vandamáli að sjúklingar
séu fluttir til Svíþjóðar í aðgerðir.
Fréttablaðið sagði frá því á mánu-
dag að íslenskir sjúklingar gætu farið
til Svíþjóðar í liðskiptaaðgerð þegar
þeir hafa verið lengur en þrjá mán-
uði á biðlista hér á landi. Aðgerðin
í heild kostar íslenska skattborgara
um þrjár milljónir króna. Hjálmar
Þorsteinsson, framkvæmdastjóri
Klín íkurinnar, segist geta framkvæmt
þessar aðgerðir fyrir rétt rúma millj-
ón eða um þriðjung af kostnaðinum
við að senda sjúklinga til Svíþjóðar.
„Þessi staða sem er uppi, að
íslenska ríkið sendir sjúklinga til
útlanda í aðgerðir sem hægt er að
gera hér á landi, er óásættanleg. Og
sérstaklega þar sem kostnaður fyrir
hverja aðgerð er mjög mikill fyrir
opinbera sjóði,“ segir Svandís.
Unnið sé að því að finna lausn þar
sem til haga er haldið þeim kröfum
sem gerðar eru í íslensku heilbrigðis-
kerfi um jafnan aðgang óháð efnahag
og að sá komist að sem hafi brýnustu
þörfina. Þetta er óásættanleg staða
sem fjallað hefur verið um í Frétta-
blaðinu síðustu daga,“ bætir hún við.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er ekki unnið að því innan
ráðuneytisins að gera samning við
Klíníkina um að gera aðgerðir hér
á landi svo lausnirnar eru líkast til
annars eðlis.
Rúnar segir mikilvægt að horft sé
til þess að skurðlæknar og skurð-
hjúkrunarfræðingar þurfi ákveðinn
fjölda aðgerða á ári til að viðhalda
þekkingunni rétt eins og atvinnu-
flugmenn þurfi ákveðinn fjölda flug-
tíma til að viðhalda þekkingu sinni.
Því sé ekki æskilegt að dreifa
aðgerðum sem þessum á marga
staði hér innanlands, einmitt af
þeim sökum að skurðteymin,
læknar og hjúkrunarfræðingar,
þurfi ákveðinn fjölda aðgerða.“
sveinn@frettabladid.is
Ráðherra segir óásættanlegt að
þurfa að senda sjúklinga út
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir óásættanlegt að verið sé að senda sjúklinga til útlanda. Pró-
fessor í félagsfræði segir það geta haft slæmar afleiðingar að dreifa liðskiptaaðgerðum á marga aðila. Sér-
fræðingar á þessu sviði þurfi að viðhalda þekkingu sinni. Hundruð manna bíða þess að komast í aðgerð.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fels lausnin ekki í því að semja við Klíníkina í Ármúla um liðskiptaaðgerðir.
Hnjáliðaskipti
777 aðgerðir í heild
470 aðgerðir á LSH
188 aðgerðir á Akureyri
86 aðgerðir á Akranesi
33 aðgerðir hjá Klíníkinni
Í febrúar 2018 voru 709 á biðlista
eftir gervilið í hné.
Mjaðmaliðaskipti
802 aðgerðir í heild
513 aðgerðir á LSH
176 aðgerðir á Akureyri
84 aðgerðir á Akranesi
29 aðgerðir hjá Klíníkinni
Í febrúar 2018 voru 385 á biðlista
eftir gervilið í mjöðm.
*Tölur frá 2017
Alþingi Guðmundi Sævari Sævars-
syni, hjúkrunardeildarstjóra og vara-
þingmanni Flokks fólksins, var vísað
úr þingveislunni sem haldin var á
Hótel Sögu á föstudagskvöld.
Hann var mjög ölvaður og áreitti
þingkonur og maka þingmanna með
óviðeigandi strokum og snertingum.
Samkvæmt lýsingum sjónarvotta
hafði hann ítrekað áreitt konur í
veislusalnum með mjög óviðeigandi
hætti þar til þolinmæði veislugesta
þraut og starfsmaður hótelsins var
fenginn til að fylgja honum á dyr.
Heimildir Fréttablaðsins herma að
framkoma varaþingmannsins hafi
valdið uppnámi, bæði innan flokks
hans og annarra, og þingflokksfor-
menn hafi rætt sín á milli um hvernig
bregðast skuli við. – þþ
Varaþingmanni
vísað úr veislu
bAndAríkin Rösklega átta þúsund
kaffihúsum Starbucks-keðjunnar
í Bandaríkjunum verður lokað
síðdegis 29. maí. Á meðan verða
starfsmenn fræddir um kynþátta-
mismunun. Markmiðið er að koma
í veg fyrir slíka mismunun á kaffi-
húsum Starbucks. Nýlega þurfti
Starbucks að biðjast afsökunar eftir
að tveir þeldökkir karlmenn voru
handteknir þegar þeir voru að bíða
eftir vini sínum á Starbucks-kaffi-
húsi í Fíladelfíu. Alls fá 175 þúsund
starfsmenn þjálfun sem og allir
starfsmenn sem ráða sig til starfa í
framtíðinni. – jhh
Starfsmenn læra
um misrétti
Starbucks tekur atvikinu í Fíladelfíu
mjög alvarlega NordicPhoToS/GeTTy
dÓmsmál Björgólfur Thor Björg-
ólfsson viðskiptamaður var í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur í gær sýknaður
af rétt rúmlega 600 milljóna króna
skaðabótakröfu tveggja félaga sem
Kristján Loftsson, oftast kenndur
við Hval, er í forsvari fyrir.
Félögin tvö, Fiskveiðihlutafélagið
Venus annars vegar og Vogun hins
vegar, töldu sig hafa orðið fyrir
tjóni við hrun Landsbankans. Fyrr-
greinda félagið krafðist tæpra 238
milljóna króna en hið síðarnefnda
vildi 366 milljónir úr vasa Björgólfs.
Krafan var til komin vegna hluta-
bréfa sem urðu verðlaus með öllu
við fall bankans þann 7. október
árið 2008. Töldu félögin að eignar-
haldsfélagið Samson hefði farið
með meirihluta atkvæða á hluthafa-
fundum Landsbankans og að bank-
inn væri í raun dótturfélag Samson.
Því hefði bankanum verið skylt að
taka yfir hlutabréf félaganna. Það
hafi ekki verið gert og því bæri
Björgólfur ábyrgð á tjóninu.
Sakarefni málsins var skipt og
fyrir dómi nú var aðeins tekin til
málflutnings sú vörn lögmanns
Björgólfs að krafan væri niður fall-
in sökum fyrningar. Í niðurstöðu
dómsins var talið að um skaðabóta-
kröfu utan samninga væri að ræða
og miða bæri upphaf fyrningar-
frests við þann dag er tjónið kom
fram. Niðurstaða dómsins var sú að
krafan myndi fyrnast á fjórum árum
frá þeim degi er félögin fengu nauð-
synlegar upplýsingar um tjónið.
„Telja verður að upphaf fyrningar-
frestsins sé sá dagur er bankahrunið
varð. Þá hafi stefnandi vitað að
hrunið myndi leiða til tjóns fyrir
hann. Ætla má að það hafi ekki
tekið stefnanda langa yfirlegu að
gera sér grein fyrir því hver að hans
mati bæri ábyrgð á ætluðu tjóni
hans,“ segir í dómnum. Krafan tald-
ist því fyrnd.
Félögin voru dæmd til að greiða
Björgólfi hálfa milljón hvort í máls-
kostnað. – jóe
Björgólfur Thor sýknaður af 600 milljóna skaðabótakröfu
Björgólfur Thor Björgólfsson.
FrÉTTABLAÐiÐ/ViLheLM
1 8 . A p r í l 2 0 1 8 m i ð V i k U d A g U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A ð i ð
1
8
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:2
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
7
E
-E
1
3
0
1
F
7
E
-D
F
F
4
1
F
7
E
-D
E
B
8
1
F
7
E
-D
D
7
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
1
7
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K