Fréttablaðið - 18.04.2018, Síða 24

Fréttablaðið - 18.04.2018, Síða 24
Uppskeruhátíð Barnamenn-ingarhátíðar í Kópavogi verður haldin laugardaginn 21. apríl en þá verður dagskrá í öllum Menningarhúsum bæjarins þar sem fjölskyldum er gefið færi á að upplifa það sem grunnskóla- börn hafa unnið að í smiðjum hátíðarinnar undanfarna viku. Verk barna sem unnin voru í smiðjum hátíðarinnar verða til sýnis í Gerðarsafni og Náttúru- fræðistofu Kópavogs en ein þeirra er kórónuleirsmiðjan Valdhafar. Það eru listakonurnar Elín Anna Þórisdóttir og Guðrún Jóna Hall- dórsdóttir sem stýra henni en þær eru nemar í listkennslu við Lista- háskóla Íslands. Táknrænt gildi Kórónuleirsmiðjan snýst um kórónugerð og er í raun fyrir alla aldurshópa, segir Elín. „Þó miðum við undirbúning og kveikjur fyrir þann hóp sem við vinnum með hverju sinni. Markmiðið með smiðjunum núna er að fjölskyldur kynnist Náttúrufræðistofunni og noti það sem innblástur að listaverki, geri völdu náttúrufyrir- bæri hátt undir höfði og taki þátt í sýningu í kjölfarið. Einnig vonumst við til að þátttakendur íhugi sam- band sitt við náttúruna, uppgötvi hversu merkileg undur veraldar eru og það að við mennirnir erum aðeins hluti af stórri heild. Við erum sannfærðar um að leirinn glæðir hamingju og sköpun hjá þeim sem gefur sér tíma í að upp- lifa efnið og sjá möguleikana sem útkoman gefur.“ Guðrún segir þær báðar hafa íhugað hvað standi að baki kórónunni en hún hefur verið tákn valds í gegnum tíðina. „Kórónan er táknrænt gildi sem setur valdið á höfuð eins aðila. Að krýna náttúru- fyrirbæri er kannski valdatilfærsla á huglægan hátt.“ Ótrúlega skemmtilegt Aðspurðar hvernig það hafi komið til að þær voru beðnar um að standa fyrir slíkri smiðju segir Elín að lokaverkefni hennar hafi byggt á kórónuleirsmiðjum sem hún hélt í Náttúrustofu með eldri borgurum frá Gjábakka og leikskólabörnum frá Undralandi. „Sýning á þeim verkum verður opnuð í Náttúru- stofu þann 26. maí. við höfum svo tekið að okkur kennslu saman á fleiri stöðum og verið með lista- smiðjur með fólki á öllum aldri. Smiðjurnar komu vel út og við vorum beðnar um að taka að okkur smiðjur fyrir grunnskóla- börn í Kópavogi og fjölskyldu- smiðju í kjölfarið svo fleiri gætu notið þess að leira.“ Þær hafa áður tekið þátt í sam- Fallegar leirkór- ónur að fæðast. Teiknismiðjur í Gerðarsafni fyrir 4.-6. bekk standa yfir alla vikuna. Ólöf Breiðfjörð er verkefnastjóri fræðslu- og kynningar- mála hjá Menningarhúsunum í Kópavogi. Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@ frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumenn: Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 512 5457 | Jón Ívar Vil- helmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 | Við hjá Menningar- húsum hlökkum til að taka á móti fjölskyld- um á laugardaginn og ljúka þannig vel heppn- aðri hátíð. Ólöf Breiðfjörð og persónulega listræna tjáningu, auka hæfni til að takast á við verk- efni á skapandi hátt og nýta tæki- færið til að láta rödd sína heyrast.“ Fjölskyldusmiðjan í tengslum við leirsmiðjuna verður haldin milli kl. 14 og 16 á laugardaginn í Náttúrufræðistofu Kópavogs. Fjölbreytt dagskrá Að sögn Ólafar Breiðfjörð, verk- efnastjóra fræðslu- og kynningar- mála hjá Menningarhúsunum í Kópavogi, verður dagskráin á laugardaginn fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. „Dagskráin hefst í Linda- safni kl. 11.30 með smiðju sem nefnist Japanskar dúkkulísur og grímur en það er myndlistar- maðurinn Ingibjörg Huld sem leiðir smiðjuna. Þá hefst dagskrá í aðalsafni Bókasafns Kópavogs sem er hluti af Menningarhús- unum kl. 12 en þá er hægt að læra að skrifa arabískt, rússneskt og pólskt letur.“ Í Gerðarsafni verður boðið upp á hreyfi-teiknismiðju sem sló í gegn meðal nemenda í 4. til 6. bekk í vikunni í umsjón lista- kvennanna Eddu Mac og Hrafn- hildar Gissurardóttur. Smiðjan fer fram í sýningarsal Gerðarsafns og í takt við tónlist teikna þátttak- endur á risastórar pappírsarkir sem síðan mynda stórt listaverk í sýningarsalnum. „Auk þess verður marokkósk stemning í Stúdíói Gerðar frá kl. 15 en boðið verður upp á te og hennatattú sem ég er sérstaklega spennt fyrir og sérlega gaman að vera í samstarfi við félag kvenna frá Marokkó,“ segir Ólöf. Í Salnum verður einnig boðið upp á skemmtilega viðburði. „Barnaóperan Gilitrutt eftir Hildigunni Rúnarsdóttur verður sýnd kl. 16 en sagan er færð til nútímans þar sem Gilitrutt er m.a. komin með snjallsíma. Raftón- listarmenn framtíðar úr Kársnes- skóla mæta svo í hús kl. 17 og sýna gestum afrakstur námskeiðs sem bæjarlistamaðurinn Sigtryggur Baldursson stóð fyrir ásamt tónlistarmönnunum Unnsteini Manuel og Hildi Kristínu.“ Hún segir hafa verið frábært að fylgjast með smiðjum í Menn- ingarhúsunum þar sem húsin hafa fyllst af kátum grunnskóla- nemum. „Í gær var Salurinn þar að auki fullur í tvígang en leikskóla- krakkar fengu að njóta þess að hlusta og horfa á Gilitrutt. Í dag og á föstudag halda svo smiðjurnar áfram en við hjá Menningar- húsum hlökkum til að taka á móti fjölskyldum á laugardaginn og ljúka þannig vel heppnaðri hátíð.“ Dagskrána og nánari tímasetningar má finna á kopavogur.is. bærilegum hátíðum og segja þær ótrúlega skemmtilegar enda séu börn svo áhugasöm og skapandi. „Þarna fá þau margbreytileg tæki- færi til að víkka sjóndeildarhring- inn gegnum sjónræna skynjun Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is S Í G I L D K Á P U B Ú Ð GERRY WEBER TILBOÐSDAGAR 30% AFSLÁTTURw (af völdum stöndum) 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 8 . A p R Í L 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U R 1 8 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 7 E -D 2 6 0 1 F 7 E -D 1 2 4 1 F 7 E -C F E 8 1 F 7 E -C E A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.