Fréttablaðið - 18.04.2018, Page 28

Fréttablaðið - 18.04.2018, Page 28
Er ekki tímabært að við veltum fyrir okkur heimsmeistaratitli í sumar? Verðlaunagripurinn, sem Aron tekur við, var hannaður af Ítal- anum Silvio Gazzaniga og fyrst afhentur Franz Beckenbauer, fyrirliða Vestur-Þjóðverja, á HM 1974 í Mexíkó. Fyrirrennari hans var Jules Rimet bikarinn, en þegar Brasilíumenn urðu meistarar 1970 var þeim afhentur hann til eignar. Ekki fór betur en svo að árið 1983 var honum rænt og almennt er talið að hann hafi verið bræddur niður og gullið selt. Það er nóg af gulli í nýja bikarn- um. Um 5 af 6,5 kílógrömmunum eru 18 karata gull (um 75 prósent hreint). Eins og aðrir málmar sveifl- ast verðmæti gulls talsvert í verði og því getum við leikið okkur að því að áætla verðmæti gullsins á verðlagi dagsins í dag í þau 11 skipti sem hann hefur verið reistur til himins að loknum úrslitaleik HM. Í dag má reikna með að 16,2 milljónir króna fengjust fyrir gullið, svipað og á árunum 2010 og 2014, þrátt fyrir afar miklar verðsveiflur á milli móta, til dæmis miklar verðhækk- anir 2011. Lágpunkturinn var í Gullið heim Í dag má reikna með að 16,2 milljónir króna fengjust fyrir gullið. Björn Berg Gunnarsson fræðslustjóri Íslandsbanka Það hefur mikið verið rætt um sykur á undanförnum árum og meðvitund aukist um hættur of mikillar sykurneyslu. Offita er alþjóðleg áskorun og það er sam- félagsleg ábyrgð okkar hjá Coca- Cola European Partners á Íslandi, sem eins stærsta framleiðanda á drykkjarvörum á íslenskum mark- aði, að draga úr neyslu á sykri. Við tökum þá ábyrgð alvarlega. Við viljum vera hluti af lausninni en ekki hluti af vandanum. Við framleiðum breiða vörulínu og höfum þegar dregið umtalsvert úr sykurnotkun, eða um 15 pró- sent frá 2010, og í samræmi við sjálfbærnistefnu CCEP höfum við einnig sett fram markmið um að að minnsta kosti 50 prósent af sölu fyrirtækisins komi frá sykurlausum eða sykurskertum valkostum árið 2025. 10 prósent minni sykur fyrir 2020 Skuldbinding okkar nú er að draga úr sykri í vörulínu okkar um 10 prósent á tímabilinu frá 2015- 2020. Við munum setja aukinn kraft í vöruþróun á sykurminni eða sykurlausum drykkjum og gera innihaldslýsingar auðskiljanlegri, svo að fólk eigi auðveldara með að átta sig á sykurmagni. Við viljum að neytandinn hafi val en einnig ber að hafa í huga að sykur er ekki alslæmur, ef hans er neytt í hóflegu magni. Jafnframt gerum við átak í minnkun skammtastærða, þar á meðal má nefna valkosti um minni umbúðir. Vinnum saman að aukinni lýðheilsu Nútímafyrirtæki þurfa að koma til móts við þarfir neytenda og vera meðvituð um áhrif sín á bæði sam- félag og umhverfi. Saman getum við áorkað gríðarlega miklu og því skora ég á félaga mína í mat- vælaiðnaði að sýna viljann í verki og skuldbinda sig líka til að minnka sykur í sinni framleiðslu og auð- velda þannig neytendum að lifa heilbrigðara lífi. Saman getum við svo sannarlega eflt lífsgæði fólks. Við skorum á þig! Carlos Cruz forstjóri Coca- Cola European Partners Ísland 83% nemur hækkunin á verð- mæti gullsins í HM bikarn- um frá árinu 1974 á verðlagi dagsins í dag. VÍKURVAGNAR EHF. STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfði 8. - 110 Reykjavík - Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is Hjólastandar á bíla og í bílskúrinn. Hver standur er fyrir 2-3 hjól. Vönduð evrópsk framleiðsla. Dráttabeisli á allar gerðir bíla ásamt ásetningu. Fastar kúlur, smellukúlur og prófílbeisli. Ásetning á staðnum. nnan mál YFIR 30 ÁRA REYNSLA Í AÐ ÞJÓNUSTA VIÐSKIPAVINI - MIKIL ÞEKKING OG VÖNDUÐ VINNUBRÖGÐ - farangursbox á allar gerðir bíla.Stærðir 360 - 500 lítra Vönduð evrópsk framleiðsla. Coca-Cola ætlar að draga úr sykri um 10% fyrir 2020. FréttaBlaðið/anton Gianluigi Buffon kyssir bikarinn, sem er að stórum hluta úr 18 karata gulli, eftir að Ítalir unnu heimsmeistaramótið í knattspyrnu 2006. FréttaBlaðið/aFP höndum Didier Deschamps í Frakk- landi 1998 og Cafú í Suður-Kóreu og Japan 2002 þegar verðmætið var undir 5 milljónum króna. Árið 1974 var verðmæti gullsins 8,9 milljónir króna á verðlagi 2018. Hækkunin nemur því 83 prósent- um, eða 1,4 prósenta raunávöxtun á ári. Þokkalegt, en kannski hægt að gera betur. Ef strákarnir okkar eru að velta fyrir sér að bræða gullið og selja yrði það þó ekki nema dropi í hafið sé litið til gullforða landsins, eða um 0,2 prósent aukning. Alþjóð- lega skömmin sem óhjákvæmilega fylgdi væri varla þess virði. Skila- boðin okkar til strákanna ættu því að vera: Ekki gera það. 1 8 . a p r í l 2 0 1 8 M I Ð V I K U D a G U r8 Markaðurinn 1 8 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 7 E -E B 1 0 1 F 7 E -E 9 D 4 1 F 7 E -E 8 9 8 1 F 7 E -E 7 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.