Fréttablaðið - 28.04.2018, Blaðsíða 2
Veður
Hæg norðlæg eða breytileg átt í dag
og víða dálítilar skúrir eða él. Hiti
víða 2 til 8 stig að deginum, mildast
sunnan- og suðvestanlands.
sjá síðu 48
Allt að gerast
Verðandi stúdentar settu líflegan svip á höfuðborgina í gær þegar lokaársnemar framhaldsskóla fóru í fríðum flokkum um götur og torg og
skemmtu sjálfum sér og öðrum með innilegu gleðisprelli dimittantanna. Þessar stúlkur slógu ekki slöku við í fögnuðinum. Fréttablaðið/Eyþór
Höfum gaman af 'essu
Kynntu þér Vinahópinn á olis.is
Framkvæmdir Skrifstofa eigna og
atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar
hefur óskað eftir heimild borgar-
ráðs til að bjóða út framkvæmdir
við endurnýjun eldri búnings- og
baðaðstöðu kvenna í Sundhöll
Reykjavíkur. Er talið að fram-
kvæmdirnar geti kostað allt að 120
milljónir króna.
Í greinargerð kemur fram að með
opnun nýrrar útilaugar í desember
hafi aðsókn að Sundhöllinni stór-
aukist og að mikið mæði nú á inn-
viðum. Núverandi aðstaða dugi ekki
til að anna aðsókn á álagstímum.
„Með endurnýjun gömlu kvenna-
klefanna á jarðhæð Sundhallarinn-
ar er hægt að mæta aukinni aðsókn.
Aðstaðan getur nýst hvort heldur
fyrir konur eða karla þar sem unnt
er að stýra notkun eins og best þykir
henta hverju sinni.“
Gert er ráð fyrir að framkvæmdir
hefjist í júní og standi í fimm mán-
uði. Meðal annars sem þarf
að gera er að endurnýja
flísalögn kvennabaða gömlu
Sundhallarinnar og stiga upp
að innilaug. Þá eru flísar í
sturtuklefa orðnar mattar,
múr milli flísa farinn að losna
og rakaskemmdir sjáanlegar á
máluðum flötum.
Viðgerðirnar eiga að vera í
samráði við hönnuði, Minja-
stofnun Íslands og notendur.
Sundhöllin var friðuð árið
2004. – smj
Vilja setja 120
milljónir í gamla
kvennaklefann
Fréttablaðið Glöggir lesendur
Fréttablaðsins taka eflaust eftir
því að blað dagsins er ögn stærra
en venjulega. Þrír af fimm prent-
turnum í prentsmiðju Ísafoldar
biluðu um miðjan dag í gær. Þar
með þurfti að færa prentun Frétta-
blaðsins óvænt til Árvakurs.
Blaðamenn og annað starfsfólk
Fréttablaðsins er alvant því að
vinna undir álagi
og mæta skilafresti
klukkan tíu að
kveldi. Hins vegar
þurfti að flýta loka-
skilum blaðsins
í gær til klukkan
18.00.
Ritstjórn Frétta-
b l a ð s i n s ný t i r
tækifærið hér og
óskar lesendum
s í n u m g ó ð ra r
helgar. – khn
Bilun breytir
Fréttablaðinu
bækur Forlagið gefur í dag út
hljóðbókar-app sem gerir not-
endum mögulegt að hlusta á
bækur frá fjölda íslenskra bóka-
útgefanda í símum og öðrum
snjalltækjum.
„Við höfum fundið fyrir mikilli
eftirspurn eftir lausn sem þessari
og erum afskaplega ánægð með
að geta loksins boðið bóka-
unnendum upp á þessa lausn,“
segir Egill Örn Jóhannsson,
framkvæmdastjóri Forlagsins.
Egill Örn segir nýja appið
ekki sérstakt viðbragð við
sænsku hljóðbókaveitunni
Storytel sem haslaði sér völl á
íslenskum hljóðbókamarkaði
í febrúar. „Við erum að selja allt
aðra vöru. Hér kaupirðu ein-
stakar hljóðbækur án skuld-
bindinga á meðan Storytel
býður upp á áskrift,“ segir Egill
Örn.
Þegar sú Storytel var opnuð
lýstu nokkrir íslenskir rithöf-
undar, meðal annars For-
lagshöfundar, efasemdum
og óánægju með. „Þessar
óánægjuraddir snerust fyrst
og fremst um áhyggjur af því
hvernig gert er upp í svona
hlaðborðsfyrirkomulagi.
Það er ekki vandamál þegar
við erum að selja stök eintök og ég
veit að margir höfundar sem voru
óánægðir á sínum tíma bíða spenntir
eftir þessu appi.“
Fréttablaðið hefur haft spurnir af
óánægju annarra útgefenda með app
Forlagsins. Egill Örn kannast ekki við
slíkt.
„Nei, alls ekki. Ég hef ekki heyrt
um neina kergju og dettur ekki neitt
annað til hugar en að hún muni þá
stafa af ranghugmyndum um að
þeim yrði ekki hleypt inn í þetta app.
Það er alls ekki tilfellið. Ég vil, þvert
á móti, hafa sem allra flestar bækur
annarra útgefenda þarna, rétt
eins og í bókabúð Forlagsins á
Fiskislóð.
Appið stendur galopið
öðrum útgefendum og engum
einum útgefanda verður hamp-
að umfram annan.“
Meðal þeirra bóka sem koma
út sem hljóðbækur í fyrsta
sinn í dag eru Amma best eftir
Gunnar Helgason, Ekki vera sár
eftir Kristínu Steinsdóttur, Elín,
ýmislegt eftir Kristínu Eiríks-
dóttur, Stofuhiti eftir Berg Ebba,
Myrkrið veit og fleiri bækur Arn-
alds Indriðasonar eru nú einnig
fáanlegar sem hljóðbækur á
íslensku í fyrsta sinn.
Aðspurður hvort ekkert óeðlilegt
sé við að stór útgefandi sé einnig
efnisveita af þessu tagi bendir hann
á nágrannalöndin. „Þvert á móti. Ef
við horfum til nágrannalandanna,
svo sem í Svíþjóð og Noregi, þá eru
hljóðbókaverslanir stórra útgefenda
meðal stærstu endursöluaðilanna.“
thorarinn@frettabladid.is
Íslenskar bækur verða
í nýju hljóðbóka-appi
Forlagið gefur í dag út hljóðbókar-app. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmda-
stjóri Forlagsins, segist vonast til þess að sem allra flestar bækur annarra útgef-
anda verði aðgengilegar í appinu. Hægt verður að kaupa stakar bækur.
— M e s t l e s n a
dag b l a ð á Í s
l a n d i* —
9 9 . t ö l u b l a ð
1 8 . á r g a n g u
r
l a u g a r d a g u
r 2 8 . a p r Í l 2
0 1 8
plús 2 sérblöð
l Fólk l atvin
na
*Samkvæmt prentm
iðlakönnun Gallup ap
ríl-júní 2015
FY
RI
R2 1 PRAG
27. apríl í 4 nætur
Frá kr.
54.900
flugsæti & gisting
Verð á mann
m.v. tvo í herbergi
á
Hotel Penta þú spa
rar
1000 k
r.
ef þú k
aupir
kassa!
Kass
a
díll!
2752 kr.
Hámark kass
i, 24 stk.
Var ekki tilbúinn
í borgarstjórann
Gísla Marteini
Baldurssyni þykir
vænna um Reykja-
vík en Sjálfstæðis-
flokkinn. Hann
segir meirihlutann
sýna linkind í
umhverfismálum.
80 manns deyi
á ári af völdum
loftmengunar í
Reykjavík. ➛24
Enginn ósigur
að vera lifandi
Ed Viestures
segir litlu
fjöllin séu
ekkert síðri en
þau stóru. ➛22
Alinn upp í
heimi tákna
Dan Brown
rithöfundur
um uppvöxtinn.
➛32
Gyðjutrú
á Íslandi
Valgerður
Bjarnadóttir
um feminíska
trúarspeki. ➛34
Fréttablaðið/ste
Fán
appið, „Forlagið – hljóðbók“, má
nálgast í app Store og Play Store.
bækur í appinu verða á sérstöky
kynningarverði út maí.
Ég hef ekki heyrt um
neina kergju og dettur
ekki neitt annað til
hugar en að hún muni
þá stafa af ranghug-
myndum.
Egill Örn Jó-
hannsson,
fram-
kvæmda-
stjóri
Forlagsins
Endurnýja þarf gamla kvenna
klefann. Fréttablaðið/anton brink
2 8 . a p r í l 2 0 1 8 l a u G a r d a G u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð
2
8
-0
4
-2
0
1
8
0
0
:2
4
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
9
F
-7
9
9
0
1
F
9
F
-7
8
5
4
1
F
9
F
-7
7
1
8
1
F
9
F
-7
5
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
1
2
0
s
_
2
7
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K