Fréttablaðið - 28.04.2018, Page 114
Fyrirtæki með
mikla möguleika
Gamalgróið fjölskyldufyrirtæki með verslun og
heildverslun á besta stað í Reykjavík er til sölu.
Afkoma er góð og ágætur hagnaður.
Mikill eigin innflutningur sem gefur töluverða
möguleika á veltuaukningu bæði í verslun og
heildverslun.
Tilvalið fyrirtæki fyrir hugmyndaríkt fólk eða
samhenta fjölskyldu.
Nokkrar stórkostlegar
endurkomur
Í tilefni þess að sænska stórsveitin ABBA ætlar að vera með stafrænt „kommbakk“ í des-
ember og þess að hin sí-endurkomandi Guns n' Roses er á leiðinni til landsins er ágætt að
renna hér yfir nokkrar góðar endurkomur úr tónlistarsögunni sem allir ættu að muna eftir.
JOHNNY CASH
Svartklæddi maðurinn lenti á lág-
punkti ferils síns á níunda og tíunda
áratugnum. Columbia Records rifti
samningi sínum við hann, hann var
pikkaður upp af Mercury Records en
ekkert gerðist hjá honum. Forn frægð
Cash virtist bara ætla að haldast einmitt
þannig, forn. Skyndilega og mjög
óvænt gefur hann svo út plötuna
American Recordings þar sem
hann syngur tökulög eftir aðra
tónlistarmenn. Heilinn bak við
plötuna, sem varð gífurlega vin-
sæl og inniheldur sum bestu lög
Cash, var Rick Rubin, pródúser
sem fram að því hafði aðallega
unnið að rappi og þunga-
rokki.
Johnny Cash átti
rosalega endurkomu.
AC/DC
Ferill AC/DC var nýfarinn að rúlla
eftir 6 ár – lagið Highway to Hell
var gífurlega vinsælt og sveitin varð
eftirsótt um allan heim – en þá dó
söngvarinn Bon Scott úr djammi
mjög skyndilega. Öll sund virtust vera
lokuð fyrir sveitina, aðalkallinn farinn
og lítið í gangi. En einungis ári síðar sneri
sveitin aftur með plötuna Back in Black þar sem
Brian Johnson tók stöðu Bon Scotts og af aðdáendum
sveitarinnar, og jafnvel þeim sem eru ekki aðdáendur
hennar, er sú plata talin þeirra besta og jafnvel ein
besta plata rokksögunnar.
SANTANA
Suðrænu rokkararnir í Santana voru alveg
sjóðandi í kringum árið 1970 en hurfu svo
alveg af kortinu í heil tuttugu ár. Flestir
voru búnir að gleyma sveitinni, þó svo að
líklega hafi margir saknað gítargoðsins
Carlos Santana og plötufyrirtækið þeirra
löngu búið að droppa þessum gömlu
latínóum af samningi. Öllum að óvörum
kom platan Supernatural skyndilega út árið
1999. Súperpródúserinn Clive Davis var bak
við útgáfuna og fékk til leiks heilan helling
af gestatónlistarfólki svo úr varð sjúk
lega vinsæl poppplata og eitt ótrúlegasta
„kommbakk“ allra tíma.
RICK ASTLEY
Kannski ekki alveg „komm
bakk“ í hefðbundnum skiln
ingi orðsins en Rick Astley
var grafið og gleymt „eins
smells undur“ frá níunda
áratugnum þegar hann var
skyndilega vakinn úr dvala
af skrítnum internet
nördum sem fóru að
nota Never gonna give you up, smellinn gamla,
sem einhvers konar brandara eða hrekk. Allt í einu
var nafnið Rick Astley á allra vörum… eða lyklaborðum,
honum til mikillar skelfingar. Síðar fór hann þó að
mýkjast fyrir þessari endurvöktu frægð því að hann
uppgötvaði að það væri hægt að kreista smá aur úr
þessu og hóf að túra á ný og gaf út plötu.
ELVIS
Elvis rauk upp á stjörnuhimin-
inn á mjög stuttum tíma, varð
konungur rokks og róls og allt
þetta. Í kringum 1960 var þó
heldur betur farið að síga í hjá
Presley karlinum, einhverjir
breskir stráklingar voru farnir
að láta æpandi unglingsstelpur
falla í yfirlið í hans stað á með-
an hann var fastur í einhverjum
undarlegum samningi sem fólst
í því að hann varð að leika í
ógeðslega lélegum bíómyndum
í gríð og erg. Árið 1968 kom svo
„kommbakkið“ í formi tón-
leika sem var sjónvarpað þar
sem lítill, kósí og leðurklæddur
Presley bræddi hjörtu áhorf-
enda svo gjörsamlega að það
endurræsti feril hans og bjó í
leiðinni til innblásturinn fyrir
hinni frábæru tónleikaseríu
MTV Unplugged.
stefanthor@frettabladid.is
ABBA
Poppgoðin sænsku í ABBA
hafa í raun aldrei lagt upp
laupana opinberlega en
hins vegar spiluðu þau
síðast opinberlega árið
1982, þannig að það
má alveg kalla það að
minnsta kosti langa pásu.
Agnetha sagði í viðtali árið
2013 að þau myndu aldrei
koma aftur saman enda
allt of gömul fyrir allt slíkt
og líklega voru margir
Mamma mia! aðdáendur í
rusli yfir því. En eins og við
vitum var ekkert til í þessu
og með hjálp nútíma
tækni mun ABBA koma
saman aftur, í stafrænu
formi, og taka glænýtt lag
í sérstökum sjónvarps
þætti sem verður sýndur í
desember.
2 8 . A P R Í L 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R58 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ
2
8
-0
4
-2
0
1
8
0
0
:2
4
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
9
F
-A
F
E
0
1
F
9
F
-A
E
A
4
1
F
9
F
-A
D
6
8
1
F
9
F
-A
C
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
1
2
0
s
_
2
7
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K