Fréttablaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 40
3 . m a í 2 0 1 8 F I m m T U D a G U R28 B í l a R ∙ F R É T T a B l a ð I ð Bílar EvoBus, framleiðandi Mercedes-Benz og Setra hópferðabíla, og Askja buðu helstu viðskipta-vinum sínum á nám-skeið í vistakstri  fyrir ökumenn hópferðabíla. Um 30 bíl- stjórar tóku þátt í námskeiðinu sem haldið var í Reykjavík og nágrenni í síðustu viku og var námskeiðið blanda af verklegum æfingum og fyrirlestrum í kennslustofu. Við verklegu kennsluna var not- ast við nýjan 49 sæta Toursimo sýn- ingarbíl sem Askja hefur til umráða fram á sumar. Kennari á námskeið- inu var Uwe Byer en hann  hefur verið  aðalkennari íslenskra öku- manna  á akstursnámskeiðum  í Þýskalandi undanfarin ár. Fyrir og eftir ,,Námskeiðið er blanda af akstri þar sem nemendur aka hópferðabíl í umferð við hefðbundnar aðstæður. Síðan taka þeir bóklegan hluta í kennslustofu þar sem farið er yfir hugmyndafræði vistakstursins og ekki síður öryggisþátt námskeiðsins sem er stór hluti af þessu öllu. Til að byrja með aka allir nem- endur einn hring eins og þeir eru vanir og sitja allir nemendur í bíln- um á meðan. Þegar þessum hring er lokið er farið yfir niðurstöður akst- ursins hjá hverjum og einum. Farið er yfir tíma, meðalhraða og eyðslu á eldsneyti. Þegar allir hafa lokið þessum fyrri hring er farið aftur í kennslustofuna og bóklegi hlutinn tekinn. Svo er farið út í bíl aftur og allir nemendur aka annan hring. Þá er hægt að bera saman og athuga hvort nem- endur geti bætt árangur sinn, stytt aksturstíma, hækkað meðalhraða og lækkað eldsneytiseyðslu. Í langflestum tilfellum hafa nem- endur bætt sig á milli ferða, en að sjálfsögðu geta aðstæður haft þar áhrif, m.a. umferð, tafir og fleira,“ segir Uwe en hann hefur komið tvívegis áður til Íslands til þess að kenna ökumönnum á nám- skeiðum. Það er gott að keyra á Íslandi ,,Það er gott að keyra á Íslandi, umferðin er þægileg og þetta er eins og að vera í litlum bæ í Þýska- landi en ekki í stórborg þar sem oft er mjög erfitt að keyra. Ísland er líka mjög fallegt land og það er sérlega gaman að keyra út fyrir borgina og sjá alla þessa fallegu náttúru,“ segir Uwe. ,,Með þessu námskeiði vildum við bæta þjónustuna við viðskiptavini okkar og ekki síður stuðla að auk- inni hagkvæmni, öryggi farþega og ökumanna. Þetta námskeið er það fyrsta sem haldið er hér á landi með þessari uppsetningu. Það er samdóma álit nemenda að nám- skeið af þessu tagi séu mjög góð. Bæði finnst nemendum þeir bæta sig sem ökumenn og öðlast þekk- ingu á að vera hagkvæmari í akstri. Það að geta minnkað eyðslu um 5-7 prósent á bílum sparar mikið í eldsneytiskaupum,“ segir Sigurður Einar Steinsson hjá Mercedes-Benz atvinnubílum Öskju. Æfðu vistvænan akstur hjá Benz Kenna íslenskum bílstjórum sparnað í akstri. Námskeiðið er blanda af akstri þar sem nemendur aka hópferðabíl í umferð við hefðbundnar aðstæður. Síðan taka þeir bóklegan hluta í kennslustofu þar sem farið er yfir hugmyndafræði vistakstursins. Uwe Byer ásamt nemendum í vistvæna akstrinum við Tourismo hópferðabíl sem notaður var við verklegu kennsluna. Porsche hefur bætt við sig 3.000.000 nýjrra „starfs-manna“ fyrir utan verk- smiðjur sínar í Leipzig, en þessir starfsmenn eru hvorki doktorar í verkfræði né lærðir vélfræðingar, heldur býflugur. Í fyrrasumar voru þessar býflug- ur í býflugnabúi Porsche 1,5 millj- ónir talsins og framleiddu 400 kíló af hunangi sem seldist reyndar upp á augabragði í versluninni sem tengist verksmiðjum Porsche í Leipzig. Porsche hefur því tvö- faldað „verkamannafjöldann“ á milli ára og stefnir að framleiðslu á 1.000 kílóum af hunangi í sumar. Þessi starfsemi myndu margir halda að væri hreinn leikara- skapur hjá Porsche, en sann- leikurinn er sá að þetta er sam- félagsverkefni sem ætlað er að fjölga býflugum í Þýskalandi sem víða eiga undir högg að sækja. Um helmingur býflugnategunda í landinu flokkast undir það að vera í útrýmingarhættu. Hun- angið, sem er afrakstur þessarar ræktunar Porsche, er selt undir nafninu Turbienchen, sem gæti útlagst sem litlar túrbínur, en þannig mætti segja að býflugur hljómi einmitt. Nokkuð viðeig- andi nafn það og tengir vöruna við hina söluvöru Porsche, það er bíla. Porsche bætir við sig 3.000.000 nýrra „starfsmanna“  í formi býflugna Turbienchen-hunangið er framleitt af hraðskreiðum býflugum Porsche. Porsche Cayenne E-Hybrid af nýju kynslóðinni kemur á markað á næsta ári og þá með aflmeiri drifrás. Núverandi gerð bílsins er með 416 hestafla drifrás sem samanstendur af brunavél og 95 hestafla rafmótor. Í næstu kynslóð verður áfram 3,0 lítra V6 bensínvél með forþjöppu og einn 134 hestafla rafmótor og mun drifrásin þá samtals skila 455 hestöflum til allra hjóla bílsins. Rafmótorinn fær afl frá 14,1 kWh lithium-ion rafhlöðu sem fullhlaða má á aðeins tveimur klukkutímum og 18 mínútum með nýrri 7,2 kW hleðslustöð. Aflaukning bílsins milli kynslóða gerir það að verkum að spretturinn í hundraðið fer úr 5,9 sekúndum í 4,7 sekúndur og verður þessi jeppi því með allra sneggstu jeppum. Hámarkshraðinn er 253 km/klst. Porsche Cayenne E-Hybrid er að ytra útliti ekki frábrugðinn venju- legum Cayenne nema að því leyti að bremsubúnaður bílsins er grænn að lit. Hjá Bílabúð Benna má fá núverandi gerð Porsche Cayenne E-Hybrid á 10.950.000 krónur. Cayenne E-Hybrid úr 416 í 455 hestöfl Finnur Thorlacius finnurth@frettabladid.is Um HElmingUr BýflUgna- tEgUnda í landinU flokkast Undir það að vEra í útrým- ingarHÆttU. Ertu í lEit að draumastarfinu? Kíktu inn á atvinnuvef Fréttablaðsins og JOB.is á atvinna.frettabladid.is eða á www.job.is Glæný og fersk störf í hverri viku. 0 3 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F A 8 -0 1 2 C 1 F A 7 -F F F 0 1 F A 7 -F E B 4 1 F A 7 -F D 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 2 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.