Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Blaðsíða 25
sport 254. maí 2018 Barcelona losaði sig við hann 13 ára gamall var komið að því að fá fyrstu höfnunina í fótbolt- anum, ef svo má að orði kom- ast. Heimurinn getur verið harð- ur og ungur að árum fékk Sveinn að kynnast því. „Þú labbar ekkert inn hjá Barcelona, það virkar ekk- ert þannig þarna. Menn eru vald- ir og ég var látinn fara þarna áður en við fluttum til Grikklands. Við vorum sjö eða eitthvað látnir fara á þessum tíma, svo var restin af liðinu farin bara ári seinna. Þetta byrjar mjög snemma að vera harður heimur þarna, þegar ég var átta ára þá voru allt í einu tveir leikmenn farnir þarna og ég skildi bara ekkert í því. Ef þú ert ekki að standa þig, þá er það bara þannig, þú þarft að fara. Þeir hjálpa þér samt að finna nýtt lið, ég er 13 ára þegar þeir láta mig fara. For- eldrarnir eru teknir á fund eft- ir hvert tímabil, ég fann það al- veg á mér að þetta væri að fara að gerast. Ég var búinn að spila lítið, sjálfstraustið í núlli. Mig langaði þannig séð ekkert að vera áfram en um leið og ég fékk ekki að vera áfram þá var maður svekktur og hefði viljað það. Ég tók því al- veg ágætlega, ég var ekkert uppi í rúmi að grenja í marga daga. Þetta getur verið rosalega erfitt, maður þarf að vera mjög sterkur andlega. Ég tók þessu ekkert illa, við fluttum svo til Grikklands og leið mér rosalega vel þar.“ Gott ár í Grikklandi Frá 2011 til 2012 lék Sveinn Aron í Grikklandi áður en ferðinni var aftur heitið til Katalóníu þar sem gekk á ýmsu. ,,Ég fór frá Barcelona í AEK Aþenu, var þar í einn vetur. Ég flyt svo aftur til Spánar og fer í lið sem heitir Cornellà‎ sem er svona þriðja stærsta liðið í Kata- lóníu. Ég fékk ekkert að spila þar, fór þaðan í eitthvert sveitalið bara sem var samt í sömu deild. Ég kláraði tímabilið þar og kom mér síðan þaðan í burtu. Ég fór þá í lið sem heitir Gava, þar sem fjöl- skyldan býr í dag, og við vorum allir þrír bræðurnir þar, það voru fínustu æfingar þar og góð að- staða til að spila fótbolta.“ Átti ekki marga vini og flutti heim til frænku Sumarið 2015 ákvað Sveinn að flytja frá fjölskyldu sinni á Spáni, honum leið betur á Íslandi, þar eru vinirnir og ákvað hann að flytja til frænku sinnar. „Ég var í Gava í tvö ár, liðið féll svo á seinna árinu og ég átti í smá vandræðum utan vallar. Ég átti ekki þannig séð neina vini þarna sem ég gat hitt á daginn, ég átti félaga í skólanum og í liðinu en það var ekkert meira en það. Ég heyrði ekkert í þeim utan þess, ég tók þá ákvörðun að flytja heim 17 ára. Mér fannst fínt að koma heim, ég flutti heim og bjó hjá frænku minni. Mér fannst það afar fínt,“ sagði Sveinn sem fór þá í HK, umhverfi sem hann þekkir svo vel. „Ég var í 2. flokki þegar ég flutti heim og Þorvaldur Örlygsson, sem var þjálfari meistaraflokks hjá HK, var fljótur að taka mig upp og mér leið alltaf mjög vel í HK. Ég ákvað að vera áfram, ég skrifaði aldrei undir samning þar. Ekki að ég væri eitthvað að pæla í að fara, ég vildi bara ekki binda mig, frekar halda öllu opnu.“ Sér ekki eftir því að hafa farið í Val Eftir frábæra byrjun í 1. deildinni sumarið 2016 vildi Valur fá Svein í sínar raðir, HK gat ekkert gert enda var Sveinn án samnings og hann steig skrefið upp í efstu deild. „Valur heyrði í pabba og mér fannst það spennandi að stíga næsta skref, við vorum í fall- baráttu í 1. deild með HK og að stíga skrefið í toppbaráttu í Pepsi- deildinni með Val. Það var mikill munur, þetta var stórt skref þá. Ég fann það strax á æfingum hjá Val, það gerðist allt hraðar á æfingum. Ég spilaði kannski ekki eins mikið og ég vildi í Val en ég sé alls ekk- ert eftir því að hafa farið þangað. Ég var mjög ánægður með þessi skipti, ég bætti mig mjög mik- ið. Síðan fannst mér að ég þyrfti spilatíma og þá kom þetta upp að fara í Breiðablik. Þetta hefur verið góður tími hérna, formið er betra, ég hef kynnst strákunum vel og hef náð að vinna mig inn í liðið. HK-vinirnir styðja mig alveg þrátt fyrir að ég hafi farið í Breiðablik, það hafa ekki verið nein sérstök skot frá þeim að hafa farið í græna liðið í Kópavogi.“ Stefnir í atvinnumennsku Þegar rætt er við Svein er ljóst að hann fer ekki fram úr sér, lif- ir í núinu. Hann á sér samt þann draum, eins og allt ungt knattspyrnufólk, að fara í atvinnu- mennsku og þaðan hefur verið áhugi. „Auðvitað stefnir maður alltaf út í atvinnumennsku, það er samt langt í frá eitthvað sem ég er að pæla í núna. Núna er ég bara að pæla í Pepsi-deildinni og að standa mig fyrir Breiðablik, síð- an sé ég bara til ef það kemur eitt- hvað. Ég er ekkert að spá í þetta núna, ég setti mér ekkert mark- mið fyrir tímabilið. Ég vil bara gera mitt besta, gera allt til þess að hjálpa liðinu að vinna leiki.“ Pælir ekki í Guðjohnsen-nafninu Guðjohnsen-nafnið er það fræg- asta í íslenskri fótboltasögu, afi hans Arnór gerði það frægt og pabbi hans svo ódauðlegt. Sveinn hefur aldrei pælt í allri þessari umræðu og lætur hana sem vind um eyru þjóta. „Ég finn ekki neina aukna pressu, ég þekki ekk- ert annað. Ég er ekkert að pæla í þessu, ég hef lært það frá því ég var yngri að hlusta ekkert á svona tal. Þegar fólk er eitthvað að blaðra þá fer það bara inn um eyrað og út um hitt. Ég er ekkert að taka þá hluti inn á mig, ef fólk er að segja eitthvað slæmt. Ég hef aldrei pælt neitt í því að það sé einhver pressa sem fylgir Guðjohnsen-nafninu en ég get alveg skilið þegar fólk býst við miklu. Þessi umræða hef- ur aldrei pirrað mig, það er meira fólkið í kringum mig sem pælir í þessum hlutum.“ n 2. - 5. maí Opið virka daga kl. 1 2-18:30 Laugardag kl. 12-16 Takmarkað magn! RISA „Auðvitað stefnir maður alltaf út í atvinnumennsku, það er samt langt í frá eitthvað sem ég er að pæla í núna. M y n d H a n n a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.