Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Blaðsíða 2
2 4. maí 2018fréttir
R
óbert Wessman, forstjóri og
stofnandi Alvogen, og við-
skiptafélagar hans fjárfestu
í fjórum glæsilegum lúxus-
íbúðum á Siglufirði. Íbúðirnar eru
í sögufrægu húsi við Hlíðarveg 20
í bænum, sem áður hýsti grunn-
skóla bæjarins og gengur undir
nafninu „Gagginn“ meðal bæjar-
búa. Skólahúsinu hefur nú verið
umbreytt í íbúðarhúsnæði sem
inniheldur 15 lúxusíbúðir. Með-
al annars fjárfestu Róbert og fé-
lagar í tveimur penthouse-íbúð-
um á efstu hæð hússins. Kaupverð
eignanna liggur ekki fyrir.
Leikvöllur hinna ríku og frægu
Gríðarleg uppbygging hefur átt
sér stað á Siglufirði undanfarin
ár og virðist ekki sjá fyrir endann
á henni. Stærstan þátt í henni á,
að öðru ólöstuðum, Róbert Guð-
finnsson, sem dælt hefur fjár-
magni í sinn gamla heimabæ og
hefur sérstaklega horft til ým-
iss konar ferðaþjónustu. Meðal
annars hefur Róbert fjárfest fyr-
ir hundruð milljóna í glæsilegum
golfvelli sem ráðgert er að opna á
þessu ári. Þessar fjárfestingar virð-
ast svo sannarlega vera að skila
sér því ýmislegt bendir til þess
að Siglufjörður og nærliggjandi
svæði sé að verða leikvöllur hinna
ríku og frægu.
Grunnskólinn gamli, sem lyf-
jaforstjórinn fjárfesti í, var teikn-
aður af Guðjóni Samúelssyni og
byggður á sjötta áratug síð-
ustu aldar.
Sveitarstjórn
Fjallabyggðar aug-
lýsti hús-
ið til sölu í febrúar 2015 og keypti
fyrirtækið Gagginn ehf. fasteign-
ina með það að leiðarljósi að út-
búa þar lúxusíbúðir. Eins og áður
segir keyptu Róbert og viðskipta-
félagar hans tvær penthouse-
íbúðir hússins sem eru 106 og um
80 fermetrar að stærð. Að auki
fjárfestu þeir í tveimur íbúðum á
neðri hæðum hússins sem báðar
eru tæplega 150 fermetrar.
Fyrirtækjaflétta að
auðmannasið
Eins og íslenskra auðmanna er
siður þá var sett upp flókið net fyr-
irtækja í kringum fjárfestinguna.
Þannig á félagið Hlíðarvegur 20
ehf. fasteignirnar fjórar en það fé-
lag er síðan í 100% eigu Aztiq fjár-
festingar ehf. Það félag er síðan
í 100% eigu Aztiq Partners AB og
til að flækja málið enn frekar er
það ágæta félag í eigu enn fleiri
fyrirtækja og sjóða. Í ítarlegri út-
tekt Morgunblaðsins á dögunum
kom fram að eignarhlutur Róbert
Wessman í Aztiq Partners AB væri
74% í gegnum eignarhaldsfélag-
ið Hexalonia Holdings í Lúxem-
borg. Viðskiptafélagar hans, Árni
Harðarson og Divya Patel, ættu
síðan 24% hlut í gegnum önnur
félög.
Samkvæmt Fasteignaskrá
gengu kaupin á íbúðunum á Siglu-
firði í gegn um áramótin 2016–
2017 en síðan hefur farið drjúg-
ur tími í að standsetja þær með
glæsilegum hætti.
Á dýrustu íbúð sem Íslendingur
hefur keypt
Fjárfestingar Róberts í fasteign-
um hafa vakið athygli fjölmiðla
undanfarin misseri. Á svipuð-
um tíma og Róbert keypti eign-
irnar á Siglufirði fjárfesti hann í
glæsilegri íbúð á Manhattaneyju
í New York-borg. Kaupverðið var
litlar 29 milljónir bandaríkjadala,
sem samsvaraði 3,3 milljörð-
um króna á gengi þess tíma.
Íbúðin, sem er í fjölbýlis-
húsi við 423 Park Avenue,
er 373 fermetrar að stærð
og er íburðurinn gríðar-
legur. Í umfjöllun frétta-
miðla kom fram að án
efa væri um að ræða dýr-
ustu íbúð sem Íslendingur
hefur átt.
Í ágúst 2017
fjárfesti
Róbert,
ásamt
fyrr-
greindum viðskiptafélögum, í
glæsilegri íbúð á Vatnsstíg 20–22 í
Skuggahverfi og var því slegið upp
í helstu fjölmiðlum. Íbúðin er 314
fermetrar að stærð og var Guð-
mundur Kristjánsson í Brim selj-
andi eignarinnar. Þar býr Róbert,
þegar hann er staddur á Íslandi,
ásamt kærustu sinni, Ksenia Vlad-
imirovna Shakmanova, og börn-
um hennar. Ekki kom
fram að Róbert og fé-
lagar hans fjárfestu
einnig í þremur
öðrum íbúðum í
húsinu. Annars
vegar um 174 fer-
metra íbúð á 10.
hæð hússins sem
og tvær íbúðir, 173
og 136 fermetra, á 7.
hæð hússins. n
hlutir til að segja við Sjálfstæðisflokkinn þegar hann hringir
Sjálf-
stæðis-
flokkurinn
hefur ræst
úthringiverið
í Valhöll fyrir komandi borgar-
stjórnarkosningar. Hafa margir
kjósendur og innflytjendur fengið
áminningu um að kjósa flokkinn
og ná borginni aftur úr klóm
vöfflugerðarmeistarans í Vest-
urbænum. Af því tilefni hefur DV
tekið saman fimm hluti sem er
hægt að segja þegar Sjálfstæðis-
flokkurinn hringir.
„Voru þið búnir
að skila pen-
ingunum frá FL
Group?“
„Er Eyþór kominn
með prófið aftur?
Getur hann
skutlað mér á
kjörstað?“
„Verður þá sami
matur í Ráð-
húsinu og í grunn-
skólunum?“
„Ég skal kjósa
ykkur ef ég fæ
sæti í stjórn
Orkuveitunnar og
Faxaflóahafna.“
„Af hverju er
Hildur hávaxnari
en Eyþór á öllum
myndum nema
sérstökum fram-
boðsmyndum?“
Í þeirri menningarlegu eyðimörk
sem virðist einkenna fjölmiðla-
landslagið hér á landi þá er
hin dularfulla heimasíða
Ástu B, Bókaskápur Ástu
B, þakklátt frí frá nýjustu
tíðindum af meðal-
mennskunni í Eurovision.
Umsjónarmaður síðunnar birtir
smámola um bókmenntir á hverj-
um einasta degi, þar sem farið er
yfir allt og ekkert á fróðlegan og
skemmtilegan hátt. Það er ljóst að
Ásta B er dulnefni, en Hallgrímur
Helgason rithöfundur ljóstraði
hugsanlega upp um höfundinn í
pistli sem hann birti á síðunni, en
þar heldur hann því fram að Ásta
sé hliðarsjálf Snæbjörns Arngríms-
sonar, sem stofnaði bókaforlagið
Bjart, en sá er þekktastur fyrir að
hafa komið Harry Potter-bókunum
í hendur ungmenna í íslenskri þýð-
ingu. Það skiptir náttúrlega engu
máli. Heimasíðan er frábær.
Á þessum degi,
4. maí
1803 – Bjarni Bjarnason og Steinunn
Sveinsdóttir dæmd til dauða fyrir að
myrða maka sína árinu áður. Steinunn
lést í fangelsi en Bjarni var aflífaður í
Noregi 1805.
1880 – Jón Sigurðsson og Ingibjörg
kona hans jarðsett í Reykjavík við
hátíðlega athöfn. Hjónin létust ári áður í
Kaupmannahöfn.
1904 – Byrjað að vinna að Panama-
skurðinum.
1948 – Hvalstöðin í Hvalfirði opnuð.
1979 – Hin umdeilda Margrét Thatcher
fyrsta konan sem tekur við embætti
forsætisráðherra Bretlands.
1991 – Hin sænska Carola Häggkvist
sigrar í söngvakeppni evrópskra sjón-
varpsstöðva með laginu „Fångad av en
stormvind“. Stefán og Eyfi syngja lagið
Draumur um Nínu.
Síðustu orðin
Sagan segir að síðustu orð
Humprey Bogart, mesta
töffara allra tíma, hafi verið
þessi: „Ég hefði aldrei átt
að fara úr viskí í kokteila.“
– Humprey Bogart
Róbert Wessman kaupir
4 lúxusíbúðir á Siglufirði
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
Gagginn á Siglufirði Skólahúsið
gamla hefur gengið í endurnýjun lífdaga.
LOFið
– Valur Grettisson, rithöfundur
og ritstjóri Reykjavík Grapevine,
á lof vikunnar.