Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Blaðsíða 4
4 4. maí 2018fréttir Svarthöfði Kjósum til að þurfa ekki að kjósa aftur S varthöfði klórar sér reglu- lega í hjálminum þegar hann hugsar hvað skuli kjósa í sveitarstjórnar- kosningunum í vor, ef hann ætl- ar að kjósa því eins og flestum er honum nánast alveg sama hvaða gerpi fær sæti í stjórn Strætó eða Faxaflóahafna. Það verður hvort eð er aldrei neinn sem hefur tek- ið strætó eða migið í saltan sjó. Hvað þá að Svarthöfði nenni að ákveða hvort hann vilji borgarlínu eða mislæg gatnamót. Svarthöfði er Íslendingur, hann veit að þetta reddast. Þrátt fyrir að framboðin séu álíka mörg og íbúafjöldinn í Vestur-Barða- strandarsýslu, þá er enginn flokkur sem nær að heilla. Eini flokkurinn sem komst næst því var fyrirhugað framboð Margrétar Friðriksdóttur sem átti að fylgja skoðanakönnun- um í einu og öllu. Flokkur sem myndi bara gera það sem fólkið vill. Það er flokkur sem á alvöru er- indi, bæði á þing og í sveitarstjórnir. Ágreiningur? Ekkert mál, ein skoð- anakönnun og málið er dautt. Ef flokkurinn, sem Svarthöfði kýs að kalla Íslandsfylkingarflokk- inn, næði hreinum meirihluta þá væru öll vandamál Íslendinga úr sögunni. Við þyrftum aldrei að sitja uppi með dómsmálaráðherra sem meirihlutinn vill að fari. Þá yrðu engar áfengisauglýsingar, engin einkarekin heilbrigðisþjónusta, en samt héldum við einkarekinni heil- brigðisþjónustu sem almenningur vill að sé í boði, enginn Steingrím- ur og þingmenn þyrftu að ganga í vinnuna, sporslulausir og dagpen- ingasnauðir. Landhelgisgæslan myndi taka yfir flest ef ekki öll hlutverk í sam- félaginu því það er stofnunin sem flestir treysta. Ísland yrði áfram með stjórnarskrárvarða þjóðkirkju, en það batterí myndi boða trú á guð en ekki of mikla trú því meirihlut- inn trúir ekki að guð hafi skap- að heiminn. Börn myndu komast mánaðargömul inn á leikskóla þar sem leiðbeinendurnir væru með milljón á mánuði, án þess að það yrðu hækkaðir skattar. Og allir og amma þeirra myndu heyra undir kjararáð, sem yrði samt lagt niður. Þvílík paradís, þá værum við líka laus við að þurfa að kjósa á hverju einasta ári, þyrftum ekki einu sinni að kjósa aftur. Höfnum stefnu- markaða draslinu, kjósum Íslands- fylkingarflokkinn! n laStið – Valur Grettisson, rithöfundur og ritstjóri Reykjavík Grapevine, á last vikunnar Formaður Bændasamtakanna, Sindri Sigurgeirsson, var kannski sjálfum sér samkvæmur þegar hann kvartaði undan því að tollar á hundruð mat- vörutegunda frá ríkjum Evrópusambandsins væru lækkaðir eða afnumdir 1. maí þegar tvíhliða tollasamningur Íslands og Evrópusambandsins tók gildi, en það breytir ekki því að þegar hann er sjálfum sér sam- kvæmur, þá virðist það alltaf þýða að neytendur þurfi að líða fyrir það. Lækkað matvælaverð er meiri háttar kjarabót fyrir landsmenn og að berjast gegn slíku er eins og að biðja ríkið um að viðhalda háu fast- eignaverði svo einhver leigufélög fari ekki á hausinn. Í næsta mánuði tekur íslenska landsliðið í knattspyrnu þátt í sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Mótherjar Íslands í fyrsta leik er hið sögufræga lið Argentínu. Í byrjunarliðinu er töframaður hinn mesti, einn besti knattspyrn- umaður allra tíma, sjálfur Lionel Messi. Þá mun Ísland etja kappi við Króatíu og óútreiknanlegt lið Nígeríu. Riðillinn er einn sá sterk- asti á HM. Þegar þessi orð eru skrifuð ríkir óvissa með þátttöku tveggja lykilmanna Íslands, en fyr- irliðinn og víkingurinn Aron Einar Gunnarsson er meiddur og Gylfi Sigurðsson er enn ekki stiginn upp úr meiðslum. Lykilmenn verma bekkinn hér og þar í smáliðum víðs vegar um Evrópu og stuðn- ingsmenn liggja nú á bæn og biðja fyrir bata lykilmanna. Íslensk þjóð hefur frá því að hún settist að á eyjunni átt í ágætum samskiptum við drauga, álfa og æðri máttarvöld. Það er því viðeig- andi í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin að biðja okkar fremstu sjáendur að strjúka rykið af krist- alkúlunni og segja okkur að þetta fari allt vel. Berdreymin Klara Klara Tryggvadóttir býr í Vestmannaeyj- um. Hún varð þjóð- þekkt þegar Pressan greindi frá að spá- dómur hennar um að gos í Vatnajökli hæfist á laugardegi í ágúst 2014 gekk eftir. Áður hafði Klöru dreymt fyrir eldgosi í Eyjum og í Eyjafjallajökli. Kveðst Klara hafa verið skyggn frá barnæsku. Klara er að sögn ekki mikil áhuga- manneskja um íþróttir en fylgist með sínum liðum í Eyjum. Skynj- ar Klara að þrátt fyrir mótbyr á síð- ustu vikum muni strákarnir okkar ná ótrúlegum árangri í Rússlandi. „Ef Aron nær sér af meiðsl- um spái ég sigri í fyrsta leik,“ segir Klara en setur þann fyrirvara að þá verði allir leikmenn að vera leik- færir. Telur Klara að Ísland nái að feta í fótspor Svía sem nældu sér í brons á HM 1994. Klara segir: „Ég er afar bjartsýn. Strákarnir stóðu sig ótrúlega vel á EM svo ég hef enga trú á öðru.” Tvísýnt í Moskvu Lára Ólafsdóttir, oft kölluð Lára sjá- andi, telur að Ís- land tapi fyrir Argentínu. „Þetta er búið að sækja á mig síð- an um jól. Það fyrsta sem kom var að það yrði á brattann að sækja,“ segir Lára sem tel- ur að talan fimm leiki stórt hlutverk, án þess að geta skýrt það að fullu. Hún sér alvarlegan og þungbrýnan Heimi Hallgrímsson á hliðar- línunni. „Það er eins og hann sé að bugast, eins og hann sé ekki al- veg að ráða við þetta, en það er svo sem eðlilegt,“ segir hún. „En ég sé hann einnig kátan sem og fyrirlið- ann, Aron Einar. Aron mun vekja athygli og það verður allt á suðu- punkti,“ bætir Lára við en hennar fólk að handan sér ekki úrslit leiks- ins fyrir. Góðar tölur Hermundur Rósinkranz, lands- þekktur talnaspekingur og miðill, er bjartsýnn. Tel- ur hann að dagsetningin 16.06.2018 muni þar hjálpa til og að leik- urinn fari fram klukk- an 16.00 á staðartíma. „Þetta eru flott- ir strákar,“ seg- ir Hermundur. „Tölurnar gefa til kynna að leikurinn endi með jafntefli eða við höfum þá undir.“ Þjóðarorkan gerir gæfumuninn Sesselja Sigríður Ævarsdóttir, þekkt sem Sigga Kling spákona, hefur góða tilfinningu fyrir heimsmeist- arakeppninni. „Ég spái alltaf þrjú núll fyrir okkar mönn- um,“ mæl- ir hún hress. „Þeir taka þetta með hægri og að sjálfsögðu þjóðarorkunni. Því meiri þjóðarorka sem kemur, því stærri verður sigurinn.“ Koma heimsbyggðinni á óvart Skúli Lórenzson, miðill á Akureyri, er á öndverðum meiði. Hans fólk að hand- an hvíslar að honum þeim upplýsingum að Messi og hans menn eigi auðveldan leik fyrir höndum. „Argentína vinn- ur tvö núll. Ég held að okk- ar menn mega vel við una að tapa ekki stærra,“ segir Skúli en bætir við að næstu mótherjar fái fyrir ferðina. „Þeir eiga eftir að standa sig betur en nokkurn óraði fyrir. Þó þeir vinni ekki Argentínu eiga þeir eftir að koma heimsbyggðinni á óvart.“ n tomas@dv.is Fá upplýsingar að handan um gengi Íslands á HM n tvísýnt í Moskvu n Þjóðarorkan gerir gæfumuninn„Ef aron nær sér af meiðslum spái ég sigri í fyrsta leik. lundinn Fundinn Í síðasta helgarblaði DV var óbærilega fallegur lundi falinn á síðum blaðsins. Leyndist fuglinn á meðal litskrúðugra regnhlífa á blaðsíðu 54 og bárust fjölmargar lausnir til blaðsins. Einn heppinn les- andi var dreginn út og reyndist það vera Sigrún Kristinsdótt- ir að þessu sinni. Hlýtur hún glæsilegan tónlistargjafa- pakka frá Árna Johnsen og Zonet ehf. Tvífarar vikunnar Tvífarar vikunnar eru nafnarn- ir Gunnar Kristinn Þórðarson, oddviti Karlalistans í Reykjavík, og dularfulli pistlahöfundur- inn Gunnar Hjartarson. Gunn- ar Hjartarson skrifar á vefinn Sandkassann, en ritstjóri vefjar- ins, Gunnar Waage, er einmitt í öðru sæti á lista Karlalistans. Enginn veit hvernig Gunn- ar Hjartarson lítur út í raun og veru, eða hvort hann sé yfir- leitt raunverulegur, en tölvu- gerða myndin sem hann notar á samfélagsmiðlum er sláandi lík Gunnari Kristni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.