Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Blaðsíða 43
sakamál 434. maí 2018 Var hún stóra systirin frá helVíti? n Nauðgaði og myrti þrjár unglingsstúlkur n Vildi fá meydóm í jólagjöf n Tóku ofbeldið upp á myndband n Engin sönnunargögn til staðar klukkustundar akstur er á milli staðanna. Þá vildi svo til að árásunum í Scarborough linnti en ekki leið á löngu áður en skelfilegir atburðir fóru að gerast í St. Catharines eins og að ofan greinir. Á þessum tíma var samstarf lögregluliða í Kanada ekki upp á marga fiska og því fór oft svo að mikilvægar upplýsingar bár- ust ekki á milli lögreglustöðva í landinu. Af þessum sökum léku Karla og Paul lausum hala og gátu haldið níðingsverkum sínum áfram. Þau buðu mörgum vin- konum Tammy heim til sín, gáfu þeim eiturlyf og nauðguðu þeim síðan. Þegar þær vöknuðu höfðu þær enga hugmynd um hverju þær höfðu lent í. Það er líklegast ástæðan fyrir að þær voru ekki drepn- ar. Eins og áður var ofbeldið myndað í bak og fyrir. Aftur kom FBI til aðstoðar McCrary var aftur fenginn til aðstoð- ar eftir að lík Krist- en fannst 1992. Á svipuðum tíma bárust loksins niðurstöður úr rannsóknum á DNA-sýninu úr Paul. Þær sýndu að hann var The Scarborough Rapist. McCrary segir að þegar hann fékk þessar upplýsingar hafi hann fyllst von en um leið verið argur yfir að Paul hafi verið árásarmað- urinn. Paul hafi samstundis legið undir grun um að hafa myrt Kristen. „Ég held að hann hafi verið orðinn árásargjarnari en nokkru sinni fyrr og hafi fundist að hann væri búinn að leika á kerfið.“ Á þessum tíma var Karla lögð inn á sjúkrahús eftir að hún og Paul höfðu slegist. Hann hafði meðal annars slegið hana með vasaljósi og hlaut hún mikla and- litsáverka af. Hún ákvað að slíta sambandinu við Paul og skilja við hann. Lögreglan nýtti tækifærið til að yfirheyra Körlu um morðin á Leslie og Kristen. Lögmaður Körlu bar lögreglunni þau skila- boð að hún væri reiðubúin til að vitna gegn Paul gegn því að hún fengi friðhelgi. Karla lagði síðan öll spilin á borðið og sagði að hún og Paul hefðu myrt stúlkurnar þrjár. Karla hélt því fram að Paul hefði beitt hana andlegu og líkamlegu of- beldi og því hafi hún tekið þátt í óhugnaðinum. En þegar lög- reglan fann myndbandsupp- tökurnar af níðingsverkunum sást að Karla hafði verið mun virkari þátttakandi í óhugnaðinum en hún vildi sjálf vera láta. Paul var handtekinn Í febrúar 1993 var Paul Bernardo handtekinn. Í maí sama ár samdi Karla Homolka við saksóknarann í málinu. Hún féllst á að fá 12 ára fangelsi gegn því að vitna gegn Paul. Kanadískir fjölmiðlar köll- uðu þennan samning „The Deal with the Devil“ (Samingurinn við djöfulinn). Almenningur var mjög ósáttur við þennan samning og allt þar til Karla var látin laus úr fangelsi 2005 mætti fólk til mót- mæla samningnum. Ástæðan fyrir samningnum var að saksóknarinn átti engra kosta völ. Engin önnur sönnunar- gögn voru til staðar. Ákæran gegn Paul var tek- in fyrir dóm 1995 og þar var það vitnisburður Körlu og mynd- bandsupptökurnar sem voru að- alsönnunargögn saksóknarans. Paul sagði að það hefði verið Karla sem stóð á bak við morðin og óhugnaðinn. Hann sagði einnig að stúlkurnar hefðu látist af slys- förum. Dómurinn lagði ekki trún- að á orð hans og var hann dæmd- ur í ævilangt fangelsi. Hann á ekki möguleika á reynslulausn fyrr en 2020. Karla var látin laus úr fangelsi í júlí 2005. Hún flutti til Quebec og breytti nafni sínu í Leanne Teale. Giftist á nýjan leik og eignaðist son 2007. Málið hefur ekki gleymst í gegnum tíðina í Kanada og fjöl- miðlar hafa fjallað reglulega um það. Fólk bar því kennsl á Körlu hvar sem hún fór. Þetta leiddi til þess að hún flutti úr landi ásamt eiginmanni sínum og syni og sett- ust þau að í Karíbahafinu. Þar eignuðust þau tvö börn til viðbót- ar. Árið 2014 var skýrt frá því að hjónin væru flutt aftur til Kanada. Í maí á síðasta ári sögðu kanadísk- ir fjölmiðlar að Karla hefði boð- ið sig fram til sjálfboðavinnu í barnaskóla í Montreal. Þetta vakti mikil og hörð viðbrögð almenn- ings. „Við viljum ekki að hún sé hér. Hvernig myndi þér líða ef þú vissir að barnið þitt umgengst raðmorðingja? Þetta er ekki hægt.“ Sagði reið móðir í samtali við City News og lái henni hver sem vill. n „Ég held að hann hafi verið orðinn árásargjarnari en nokkru sinni áður og hafi fundist að hann væri búinn að leika á kerfið. hinn 45 ára gamla Amy Bishop, upp og hóf fyrirvaralausa skothríð á samstarfsmenn sína með þeim afleiðingum að þrír létust og aðrir þrír særðust. Við réttarhöldin játaði Bishop, sem lokið hafði doktorsgráðu frá Harvard-háskóla, morðin á sig til þess að sleppa við dauða- refsingu. Hún sagði að ástæða árásanna hefði verið sú að hún hefði ekki fengið áframhaldandi ráðningu sem prófessor við skólann. Hún var dæmd í lífstíðarfangelsi án möguleika á náðun þann 24. desember 2012. Í kjölfar skotárásanna var grennslast fyrir um fortíð Bishop. Í ljós kom að hún hafði skotið 18 ára bróður sinn til bana árið 1986 en niðurstaða lögreglurannsóknar var sú að um slys hefði verið að ræða. Málið var rannsakað að nýju og endaði með því að Bishop var ákærð fyrir morð. Málið var þó síðar látið niðurfalla. Þá hafði hún einnig verið grunuð, ásamt eiginmanni sínum, um að senda kennara við Harvard-háskóla bréfasprengju. Málið var rannsakað að nýju en á endanum var ákveðið að falla frá ákæru. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.