Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Blaðsíða 58
58 fólk 4. maí 2018 Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is Áskorun: 30 dagar af jóga J óga er ætlað að þjálfa og sameina líkama og huga. Jóga hjálpar til við að styrkja og liðka líkamann og slaka á huganum. Jóga er í formi mismunandi líkamlegra stellinga sem kallast jógastöð- ur og hefur hver þeirra sinn til- gang. Til eru nokkrar tegundir af jóga sem hafa mismunandi áherslur: hefðbundið jóga legg- ur áherslu á hugleiðsluna, með- an Hatha jóga byggir á fjölda mismunandi jógastaða, öndun og slökun. Stunda má jóga á nokkrum stöðum á landinu, en fyrir þá sem eiga ekki heimangengt á stöð, eða vilja æfa heima eða bara sjá um hvað jóga snýst þá er hægt að finna fjölda æfinga á YouTube. Meðal annars 30 daga áskorun á rásinni: Yoga With Adriene. Það er því um að gera að klæða sig í þægileg æf- ingaföt, ná í dýnuna og byrja áskorunina. Hér er síðan dagatal sem prenta má út til að halda sér við áskor- unina. F örðunarmeistarinn Margrét R. Jónasar brá sér nýlega til Bret- lands á námskeið hjá Ellie Gills. Þar lærði Mar- grét meira um náttúrulegar snyrtivörur og fleira því tengt. Námskeiðið var haldið í A.S. Apotheracy jurtaapó- teki sem er rétt fyrir utan London. Margrét, sem á vefversl- anirnar Mstore og Reykjavík Bitch & Co, er uppfull af fróð- leik fyrir þá sem aðhyllast náttúrulegar „cruelty free“ og vegan snyrtivörur. Í sumar hyggst hún síðan bjóða upp á námskeið í náttúrulegri fegurð, af hverju við ættum að velja náttúrulegar snyrti- vörur í stað þessara hefð- bundnu. Hún fer yfir inni- hald í snyrtivörum, góðar og nærandi jurtir, bætiefni, húðumhirðu, andlitsnudd og svo síðast en ekki síst förðun og ráð um hvernig er hægt að gera fallega förðun á einfaldan hátt. Margrét R. Jónasar förðunarmeistari: Veit allt um lífrænar snyrtivörur Linda Pétursdóttir: Daglegu heilsu- ráðin mín Athafnakonan Linda Pétursdóttir, sem var valin Ungfrú Ísland og Ungfrú heimur árið 1988, hugsar vel um sjálfa sig og telur sjálfs- rækt mikilvæga. H ún hefur tekið saman nokkur ráð sem hún notar sjálf daglega og deilir með öðrum á vefsíðu sinni lindap.is. Á vefsíðunni má skrá sig á póstlista og sendir Linda reglulega út góð ráð sem nýta má sér í dagsins amstri. Ráðin hennar Lindu: Taktu frá tíma fyrir sjálfa þig á hverjum degi. Öll þessi atriði hér eru það sem ég geri flestalla daga ársins. Hugleiðsla: Það að hugleiða þarf alls ekkert að vera flókið, til að byrja með er nóg að setjast nið- ur á rólegum stað í um fimm mínútur, draga andann djúpt inn í gegnum nefið og út aftur í gegnum nefið, 3–4 sinnum og sitja svo og leyfa huganum að róast. Allar hugsanir sem koma upp eru bara hugsanir, mundu það, þær eru ekki þú, hleyptu þeim í gegn án þess að stoppa við þær. Einblíndu á andar- dráttinn þinn og njóttu kyrrðarinnar, ein með sjálfri þér. Grænn drykkur: Borða eitthvað úr plönturíkinu daglega. Oftast er það græni drykkurinn minn. Svo er hér annar með eplum, virkar sérlega vel fyrir frísklegt útlit. Uppskrift að báðum má finna á heimasíðu Lindu. Göngutúr: Nauðsynlegt er að hreyfa mig eitthvað alla daga. Ég nota skrefamæli og miða við +8000 skref daglega. Það að ganga úti í náttúrunni hefur jákvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu, og ef þú átt hund eins og ég, þá er það nú aldeilis ástæða til þess að fara út og hreyfa sig. Og mundu að í öllum erfiðleikum má finna lausnir til að bæta líf sitt. Steini saumaði Star Wars-jakka úr sængurveri Aðalsteinn Sigvaldason fatahönnuður, betur þekktur sem Steini í Steini design, hannar sín eigin föt og hefur gert í mörg ár. Nú í vikunni fékk hann þá hugmynd að sauma Star Wars-jakka. É g hef aldrei horft á Star Wars, en mér hef- ur alltaf fundist Star Wars-flíkur eitthvað skemmtilegar og finnst oft gaman að klæðast flíkum með smá húmor í. Hug- myndin kom þegar ég labbaði í gegnum Rúm- fatalagerinn og sá Star Wars- sængurver. Og ég er bara þannig að ef ég fæ hugmynd þá framkvæmi ég hana og útkoman kemur í ljós!“ Steini keypti sér sængur- verið og fóður, skellti sér á gólfið og byrjaði að sníða. „Sængurverið hafði tvær hliðar, þannig að ég ákvað að gera jakkann tvöfald- an, það er sem sagt hægt að snúa honum við.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.