Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Síða 58
58 fólk 4. maí 2018
Ragna Gestsdóttir
ragna@dv.is
Áskorun:
30 dagar af jóga
J
óga er ætlað að þjálfa og
sameina líkama og huga.
Jóga hjálpar til við að
styrkja og liðka líkamann
og slaka á huganum. Jóga er í
formi mismunandi líkamlegra
stellinga sem kallast jógastöð-
ur og hefur hver þeirra sinn til-
gang. Til eru nokkrar tegundir
af jóga sem hafa mismunandi
áherslur: hefðbundið jóga legg-
ur áherslu á hugleiðsluna, með-
an Hatha jóga byggir á fjölda
mismunandi jógastaða, öndun
og slökun.
Stunda má jóga á nokkrum
stöðum á landinu, en fyrir þá
sem eiga ekki heimangengt á
stöð, eða vilja æfa heima eða
bara sjá um hvað jóga snýst þá
er hægt að finna fjölda æfinga á
YouTube. Meðal annars 30 daga
áskorun á rásinni: Yoga With
Adriene. Það er
því um að gera
að klæða sig í
þægileg æf-
ingaföt, ná
í dýnuna
og byrja
áskorunina.
Hér er síðan
dagatal sem prenta
má út til að halda
sér við
áskor-
unina.
F
örðunarmeistarinn
Margrét R. Jónasar
brá sér nýlega til Bret-
lands á námskeið hjá
Ellie Gills. Þar lærði Mar-
grét meira um náttúrulegar
snyrtivörur og fleira því
tengt. Námskeiðið var haldið
í A.S. Apotheracy jurtaapó-
teki sem er rétt fyrir utan
London.
Margrét, sem á vefversl-
anirnar Mstore og Reykjavík
Bitch & Co, er uppfull af fróð-
leik fyrir þá sem aðhyllast
náttúrulegar „cruelty free“
og vegan snyrtivörur. Í sumar
hyggst hún síðan bjóða upp
á námskeið í náttúrulegri
fegurð, af hverju við ættum
að velja náttúrulegar snyrti-
vörur í stað þessara hefð-
bundnu. Hún fer yfir inni-
hald í snyrtivörum, góðar
og nærandi jurtir, bætiefni,
húðumhirðu, andlitsnudd
og svo síðast en ekki síst
förðun og ráð um hvernig er
hægt að gera fallega förðun á
einfaldan hátt.
Margrét R. Jónasar
förðunarmeistari:
Veit allt um
lífrænar
snyrtivörur
Linda Pétursdóttir:
Daglegu heilsu-
ráðin mín
Athafnakonan Linda
Pétursdóttir, sem var valin
Ungfrú Ísland og Ungfrú
heimur árið 1988, hugsar vel
um sjálfa sig og telur sjálfs-
rækt mikilvæga.
H
ún hefur tekið saman nokkur ráð
sem hún notar sjálf daglega og deilir
með öðrum á vefsíðu sinni lindap.is.
Á vefsíðunni má skrá sig á póstlista
og sendir Linda reglulega út góð ráð sem
nýta má sér í dagsins amstri.
Ráðin hennar Lindu:
Taktu frá tíma fyrir sjálfa þig á hverjum
degi. Öll þessi atriði hér eru það sem ég geri
flestalla daga ársins.
Hugleiðsla:
Það að hugleiða þarf alls ekkert að vera
flókið, til að byrja með er nóg að setjast nið-
ur á rólegum stað í um fimm mínútur, draga
andann djúpt inn í gegnum nefið og út aftur
í gegnum nefið, 3–4 sinnum og sitja svo og
leyfa huganum að róast. Allar hugsanir sem
koma upp eru bara hugsanir, mundu það,
þær eru ekki þú, hleyptu þeim í gegn án
þess að stoppa við þær. Einblíndu á andar-
dráttinn þinn og njóttu kyrrðarinnar, ein
með sjálfri þér.
Grænn drykkur:
Borða eitthvað úr plönturíkinu daglega.
Oftast er það græni drykkurinn minn. Svo
er hér annar með eplum, virkar sérlega vel
fyrir frísklegt útlit. Uppskrift að báðum má
finna á heimasíðu Lindu.
Göngutúr:
Nauðsynlegt er að hreyfa mig eitthvað alla
daga. Ég nota skrefamæli og miða við +8000
skref daglega. Það að ganga úti í náttúrunni
hefur jákvæð áhrif á andlega og líkamlega
heilsu, og ef þú átt hund eins og ég, þá er
það nú aldeilis ástæða til þess að fara út og
hreyfa sig.
Og mundu að í öllum erfiðleikum má
finna lausnir til að bæta líf sitt.
Steini saumaði
Star Wars-jakka
úr sængurveri
Aðalsteinn Sigvaldason fatahönnuður, betur
þekktur sem Steini í Steini design, hannar sín
eigin föt og hefur gert í mörg ár. Nú í vikunni fékk
hann þá hugmynd að sauma Star Wars-jakka.
É
g hef aldrei horft á
Star Wars, en mér hef-
ur alltaf fundist Star
Wars-flíkur eitthvað
skemmtilegar og finnst oft
gaman að klæðast flíkum
með smá húmor í. Hug-
myndin kom þegar ég
labbaði í gegnum Rúm-
fatalagerinn og sá Star Wars-
sængurver. Og ég er bara
þannig að ef ég fæ hugmynd
þá framkvæmi ég hana og
útkoman kemur í ljós!“
Steini keypti sér sængur-
verið og fóður, skellti sér á
gólfið og byrjaði að sníða.
„Sængurverið hafði tvær
hliðar, þannig að ég ákvað
að gera jakkann tvöfald-
an, það er sem sagt hægt að
snúa honum við.“