Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Blaðsíða 60
60 fólk 4. maí 2018 S amfélagsmiðlastjarnan Birgitta Líf Björnsdóttir fjárfesti á dögunum í sinni fyrstu íbúð sem staðsett er í einu dýrasta fjölbýlishúsi landsins. Um er að ræða 104 fermetra íbúð á 3. hæð í Vatnsstíg 20–22 í Skugga- hverfinu. Kaupverð íbúðarinn- ar var 62,9 milljónir króna og var það að stærstum hluta staðgreitt, 61,4 milljónir króna við undirritun kaupsamnings og síðan 1,5 millj- ónir króna við afsal. Birgitta Líf, sem er aðeins 25 ára gömul, er lögfræðimenntuð. Hún starfar sem framkvæmdastjóri feg- urðarsamkeppninnar Ungfrú Ís- land auk þess sem hún sér um markaðssetningu á samfélags- miðlum fyrir fjölskyldufyrirtækið World Class. Hún er dóttir eigend- anna, þeirra Björns Leifsson- ar og Hafdísar Jónsdóttur. Birgitta Líf er afar vinsæl á samfélagsmið- lunum Instagram og Snapchat þar sem hún fjallar um hreyfingu og heilsu. Ljóst er að ekki mun væsa um Birgittu Líf í húsinu glæsilega. Ef hún þarf að biðja um stevíudropa að láni hjá nágrönnum þá getur hún bankað upp á hjá fituskert- um rjóma íslensks samfélags. Meðal nágranna hennar er auð- kýfingurinn Róbert Wessman, ráðherrann fyrrverandi Þor- steinn Pálsson og útgerðarmað- urinn Jakob Valgeir Flosason. Ef Birgittu Líf vantar bolla af spelti þá getur hún þó gleymt því að banka upp á hjá indónesíska auðjöfrinum Alwin Arifin sem á tvær íbúðir í húsinu. Sá óholl- ustupési efnaðist nefnilega á hveiti og pitsum. n Birgitta staðgreiddi sína fyrstu íbúð í einu dýrasta húsi landsins Birgitta Líf hélt glæsilegt innflutningspartí í íbúðinni nýju. Hildur samdi tvö lög með sigurvegara eurovision S öngkonan og lagahöfundurinn Hildur Kristín Stefánsdóttir, sem gefur út tónlist undir nafninu Hildur, lenti heldur betur í lukkupottinum á fimmtudag. Hildur greinir frá því á Twitter að hún hafi mætt í upptökur í Los Angeles, þar sem henni hafði verið tilkynnt að nýr höfundur myndi koma sem héti Laureen. Reyndist það vera hin sænska Loreen sem kom sá og sigraði Eurovision árið 2012 með laginu Euphoria. „Sömdum tvö geggj- uð lög,“ segir Hildur sem sjálf tók þátt í forkeppni Eurovision hér heima í fyrra. Hildur komst ekki áfram í það sinn, en lag hennar I´ll Walk With You var valið popplag ársins á íslensku tón- listarverðlaununum. Hildur mun koma fram á Secret Solstice í sum- ar og kannski fá áheyr- endur að heyra lög hennar og Loreen þar. ragna@dv.is Heimsfræg blússöngkona syngur í Cadillac-klúbbnum B andaríska blússöng- konan Karen Lovely dvelur nú hér á landi, en hún hefur heim- sótt Ísland nokkrum sinn- um og er heilluð af landi og þjóð. Karen hélt tónleika á Bryggjunni brugghús í lok apríl og tróð einnig upp með hljómsveit sinni í Cad- illac-klúbbnum. Þar spilaði hún ásamt Mark Bowden, Dave Melyan og Ben Rice við frábærar undirtektir. Karen var tilnefnd sem besti samtímakvenblúsar- inn á Blues Music Awards árið 2016, en hún byrj- aði söngferilinn vel komin á fimmtugsaldur. Fimmta plata hennar, Fish Outta Water, er samin undir áhrif- um frá Íslandi. Karen og vinir hennar eru búin að ferðast víða og skoða meðal annars Bláa Lónið, Gullfoss og Geysi, Hörpu og helstu pöbba og veitingastaði í 101.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.