Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Blaðsíða 51
tímavélin 514. maí 2018 Sif steppaði í stríðinu Sif Þórz Þórðardóttir listdansari kom fyrst fram um jólin 1938, þá aðeins 14 ára gömul. Hún hafði þá fyrst Íslendinga stund- að nám við Ballettskóla Kon- unglega leikhússins í Kaup- mannahöfn sem var nokkuð merkilegt í ljósi þess að hún kom af reykvísku alþýðufólki. Sif sýndi dans, bæði ball- ett og steppdans, öll stríðs- árin og um tíma bjó hún í London þar sem hún upplifði loftárásir Þjóðverja á borgina. Aðeins 17 ára hélt hún sýna fyrstu stóru sýningu í Reykja- vík, ásamt enska dansaranum Teddy Harkel, og sýndu þau bæði listdans og stepp. Á eftir- stríðsárunum lagði Sif skóna á hilluna en kom þá að stofnun dansskóla og Listdansarafélags Íslands. Fyrsta áramóta- skaupið Ríkisútvarpið var með glens útvarpsþætti á dagskrá á gamlárskvöldi allt frá árinu 1948 en fyrsta eiginlega ára- mótaskaupið var sýnt í sjón- varpinu sama ár og því var komið á laggirnar, árið 1966. Skaupið breytti því strax hvernig Íslendingar héldu upp á þennan dag því varla sást hræða á ferli á meðan þátturinn var sýndur. Reynd- ar var mest áhersla lögð á tveggja tíma þátt sem nefndist Stjörnuspá en sá þáttur fékk afleita dóma. Skaupið, sem rit- höfundurinn Andrés Indriða- son hafði umsjón með, mæltist miklu betur fyrir en var með allt öðru sniði en við þekkj- um í dag. Þátturinn var tekinn upp í einu rennsli og minnti á hefðbundinn vikulokaþátt með frásögnum, uppákomum og söngvum helstu leikara og tón- listarmanna þjóðarinnar. Upp- taka af skaupinu árið 1966 hef- ur ekki varðveist. HM ´95 Í slendingum hefur sjaldnast ver- ið það tamt að bera sig saman við aðrar smáþjóðir enda er Ís- land „stórasta land í heimi“. Að vilja halda Eurovision eða stórmót í íþróttum er hluti af viðleitni okk- ar til að sanna okkur og slíkt tæki- færi gafst árið 1995 þegar Ísland hélt HM í handbolta. Sigurður Sveinsson ræddi við DV um mótið. Gerðu ráð fyrir þúsundum gesta Um miðjan níunda áratuginn urðu þær raddir sífellt háværari innan úr Handknattleikssambandinu að Ísland gæti haldið heimsmeistara- keppnina. Jón Hjaltalín Magnús- son, þáverandi formaður HSÍ, beitti sér fyrir þessu og árið 1988 sóttu Íslendingar formlega um að fá að halda mótið 1994. Hann gerði sér grein fyrir þeim mikla kostnaði sem fylgdi því að halda mótið en gerði ráð fyrir því að hundruð milljóna myndu koma inn sem gjaldeyrir. Hingað myndu streyma hundruð blaðamanna og þúsundir gesta. Tveir af fjórum riðlum áttu að spilast á höfuðborgarsvæð- inu, einn á Akureyri og Húsavík og einn sennilega á Austfjörðum. Af þessu tilefni átti að byggja 30 íþróttamannvirki víða um land og eina stóra íþróttahöll í Reykjavík. En Svíar buðu einnig í mótið og fengu að halda keppnina sem var flýtt um eitt ár vegna skipulags- breytinga. Íslendingar voru hins vegar ekki af baki dottnir og sóttu um að fá að halda mótið 1995 sem var samþykkt sumarið 1992. 50 manns á leik Svíþjóðar og Brasilíu Íslendingar voru á nálum í að- draganda mótsins eins og kristall- aðist í leiðara Morgunblaðsins. Þar stóð: „Mikilvægt er fyrir margra hluta sakir að vel takist til. Í fyrsta lagi er heimsmeistarakeppni haldin hér dýrmæt kynning á landi og þjóð. Í annan stað er hún mikil lyftistöng fyrir handboltann sem íþrótta- grein. Í þriðja lagi færir framkvæmd keppninnar, ef vel tekst til, heim sanninn um það að Íslendingar hafa burði til að standa fyrir íþrótta- viðburðum af þessu tagi. Það er ekki slakt veganesti inn í framtíð okkar.“ Mótið fór fram dagana 7. til 21. maí á fjórum stöðum á landinu. Laugardalshöllinni, Kaplakrika í Hafnarfirði, Digranesi í Kópavogi og íþróttahöllinni á Akureyri. Það var töluvert stærra í sniðum en mótið í Svíþjóð 1993 því að liðun- um var fjölgað úr 16 í 24. Ljóst var því að kostnaðurinn myndi hækka umtalsvert miðað við það sem áætlað hafði verið árið 1988. Í júní árið 1994 samdi fram- kvæmdanefnd mótsins við Hall- dór Jóhannsson hjá ferðaskrif- stofunni Ratvís á Akureyri um einkasölu aðgöngumiða. Þá fékk nefndin tryggingu upp á 40 millj- ónir króna til að undirbúa mótið en aðrir aðilar í ferðaþjónustunni sem rætt var við voru ekki tilbúnir til að taka áhættuna. Strax var far- ið að tala um að fáir erlendir gest- ir myndu koma hingað og á sama tíma hækkuðu hótelin verðið. Það gekk eftir og salan á miðum var langt undir því marki sem stefnt hafði verið að. Tveimur mánuðum fyrir mótið voru einungis komn- ar um 8 milljónir í kassann af þeim 80 sem gert var ráð fyrir og einu útlendingarnir sem keyptu miða voru Þjóðverjar. Hákon Gunnars- son, framkvæmdastjóri nefndar- innar, sagði ekki rétt að gera Hall- dór einan að blóraböggli en að nýtt átak væri hafið til að bjarga sölunni. Samkvæmt skilmálum Alþjóða- handknattleikssambandsins þurfti HSÍ að semja við Ríkisútvarpið um upptökur sem síðan voru seld- ar áfram út í heim. Alls þurfti HSÍ því að greiða 42 milljónir fyrir 100 manna tökulið á stöðunum fjór- um og sérútbúna upptökubíla. Þá þurfti að gera töluverðar endur- bætur á Laugardalshöllinni og íþróttahöllinni á Akureyri. Sjónvarpsáhorfið á leikina var gott og rúmlega helmingur þjóðarinnar fylgdist með mótinu. En miðasalan var fyrirsjáanlega slök. Til dæmis mættu einungis 150 manns til að sjá leik Sviss og Bandaríkjanna í Laugardalshöll og aðeins 50 manns sáu Svíþjóð etja kappi við Brasilíu á Akureyri. Verðlaunasæti raunhæft Íslenska landsliðið stóð á tíma- mótum árið 1995. Í liðinu voru kempur sem höfðu spilað í meira en áratug eins og Geir Sveins- son, Bjarki Sigurðsson, Sigurð- ur Sveinsson og markvörðurinn Guðmundur Hrafnkelsson og einnig nýstirnin Ólafur Stefáns- son og Dagur Sigurðsson. Mestar vonir voru bundnar við skyttuna Patrek Jóhannesson en vonbrigði að Héðinn Gilsson meiddist fyrir mót. Sigurður segir: „Það var gríðarleg stemning fyrir þetta mót og við höfðum fulla trú á að við myndum rúlla þessu móti upp. Við æfðum tvisvar á dag í vikur fyrir mótið og vorum í frá- bæru formi í æfingarleikjunum. Pressan á okkur var mikil enda mótið haldið á klakanum og mik- ið fjallað um okkur í fjölmiðlum. Við töldum að verðlaunasæti væri raunhæft og það var bara spurning um hvaða litur yrði á plattanum.“ Liðið hóf leik með skyldusigri á Bandaríkjamönnum 27-16 en fyr- irliðinn Geir Sveinsson sagðist alls ekki ánægður með frammistöðu liðsins. Þeir hefðu verið stressað- ir og einungis spilað vel í 20 mín- útur. Við tók strembinn leikur við Afríkumeistarana frá Túnis sem Ís- lendingar unnu þó 25-21. Ungverj- ar reyndust íslenska liðinu einnig erfiðir og leikurinn í járnum allan tímann. 23-20 sigur varð raunin og höfðu Íslendingar þá unnið þrjá ósannfærandi sigra í röð. Stærsta tap sögunnar gegn Rússum Slík lukka gat ekki gengið enda- laust og Íslendingar fengu að kynnast því gegn Asíumeisturun- um frá Suður-Kóreu. Markvörð- urinn Lee reyndist liðinu ákaflega erfiður og skyttan Yoon, sem stóð uppi sem langmarkahæsti leik- maður mótsins, skoraði 9 mörk. Niðurstaðan var 23-26 tap og góð niðurstaða varð að fást í lokaleik riðilsins því annars yrði róðurinn í útsláttarkeppninni erfiður. Sviss var alltaf erfiður múr að klífa enda fyrir fram talið sterkasta lið riðilsins með stórskyttuna Marc Baumgartner innanborðs. Íslendingar spiluðu ágætlega mið- að við þá leiki sem á undan fóru og héldu í við Sviss allan leik- inn og náðu að halda Baumgar- tner niður. Bitinn var hins vegar of stór og 21-24 tap raunin og þriðja sætið í riðlinum. Þetta þýddi að- eins eitt, leikur gegn heims og ólympíumeisturum Rússa. Eftir leikinn við Sviss sagði Geir að liðið væri að spila langt undir vænting- um og hugsanlega ætti stressið við að spila á heimavelli þátt í því. Íslendingar byrjuðu sterkt gegn Rússum og framan af var jafnt á öllum tölum. Í hálfleik var einung- is þriggja marka munur milli lið- anna, 8-11 fyrir Rússum, en Ís- lendingar vel inni í leiknum. En snemma í seinni hálfleik byrjaði einn versti kafli í sögu íslensks handknattleiks og leikurinn end- aði 12-25. Hvorki fyrr né síðar hef- ur liðið tapað svo stórt. Stjarn- an Patrekur var auk þess rekinn af velli eftir gróft brot. Íslendingar kórónuðu svo slakan árangur mótsins með 23-28 tapi gegn Hvít- Rússum og enduðu í 14. sæti. Hvað gerðist gegn Rússum? „Rússaleikurinn var í sjálfu sér stórskrítinn frá upphafi. Það var eins og við hefðum gleymt að reima á okkur skóna og áttum ein- hvern daprasta leik á stórmóti frá upphafi. Þetta var gríðarlegt kjafts- högg sem ég er ekki enn þá búinn að jafna mig á. 14 sætið í keppn- inni var í raun skandal frammi- staða af okkar hálfu en það er alltaf erfitt að segja hvað gerðist. Topp- uðum við á röngum tíma? Þold- um við ekki álagið? Að mínu mati vorum við einfaldlega ekki í rétt- um gír er mótið hófst og við strák- pungarnir þoldum ekki fjölmiðla- fárið fyrir keppnina.“ Hvernig brugðust þið við? „Það má segja að við höfum grafið okkur í sand dagana á eft- ir mótið og létum ekki sjá okkur á almannafæri næstu mánuðina. Ég hætti eftir mót en strákarnir náðu sér á strik á HM í Japan árið 1997. Þar náðist fínn árangur.“ Stórveldi fæddist Mótið markaði viss tímamót í handknattleiknum á heimsvísu því að þar komu fram tvö ný stórveldi sem kepptu til úrslita, Króatar og Frakkar. Króatar sem töpuðu úr- slitaleiknum höfðu reyndar unnið fjölda titla sem hluti á Júgóslavíu en með silfri á Íslandi sýndi liðið að þeir væru raunverulegir arf- takar þess liðs. Frakkar höfðu aldrei unnið stórmót fyrir HM á Íslandi en síðan hafa þeir unnið 11 titla. Hvað finnst þér um mótið eftir á að hyggja? „Fyrir utan okkar árangur var þetta frábært mót. Þarna komust Frakkarnir á blað og þeir hafa vart stigið feilspor síðan, þökk sé ís- lenska fiskinum. Það var gríðar- leg bjartsýni að ætla í byrjun að við fengjum að halda mótið en hið óvænta gerðist og við héldum frá- bært mót með allri þeirri umgjörð sem stórþjóðir gætu verið stoltar af. Ég veit ekki alveg með fjárhags- hliðina en óttast að við höfum ekki beint riðið feitu hrossi frá keppn- inni að því leyti. Áfram Ísland!“ n Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is „Við létuM ekki sjá okkur á alMannaFæri“ HM ´95 var lokamót Sigga Sveins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.