Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Blaðsíða 40
40 fólk - viðtal 4. maí 2018 kvöld. Lögreglan beið eftir skip- inu á bryggjunni og fjórir rann- sóknarlögreglumenn, sem kvadd- ir voru til frá Reykjavík, og einn frá Akureyri stigu um borð til að rann- saka vettvang og yfirheyra skip- verjana. Með þeim í för var Þór- oddur Jónasson héraðslæknir. Fyrst um sinn mátt enginn fara frá borði nema með sérstöku leyfi en síðar voru yfirheyrslurnar færðar yfir á lögreglustöðina á Akureyri. Þegar líkin voru flutt úr skipinu stóð áhöfnin heiðursvörð á aft- urþiljunum. Þau voru síðan flutt með flugi til Reykjavíkur daginn eftir. Starði út í loftið og keðjureykti Sjódómur á Akureyri tók málið til meðferðar þriðjudaginn 8. janúar og reynt var að skilja verknað Jóns. Hann hafði unnið hjá Landhelgis- gæslunni í þrjú ár og talinn hinn besti starfsmaður. Skipverjarnir báru vitni einn af öðrum og kom þá ýmislegt í ljós. Jón hafði verið órólegur alveg frá því að Týr fór frá Reykjavíkurhöfn á föstudeginum. Til dæmis hafði hann muldrað eitthvað rugl þegar skipverjarnir sátu saman og horfðu á íþróttaþátt í sjónvarpinu. Einnig sást til hans sitja í matsal yfirmanna, stara út í loftið og keðjureykja. Kvöldið fyr- ir árásina sást til hans ganga sífellt fram og aftur um ganga skipsins og gat ekki verið kyrr. Engu að síður fannst skipverjunum árásin tilefn- islaus og hlyti að hafa verið gerð í æðiskasti. Engin áfengis- eða lyf- janeysla hafði verið um borð. Steinar var lykilvitni í málinu og fyrir dóminum. Um aðdraganda árásarinnar sagði hann: „Ég veitti Jóni ekki sérstaka athygli en fékk mér kaffi í könnu. Tók ég þá eftir að Jón var með stór- an brauðhníf í höndunum, en slík- ir hnífar eru geymdir í rekka yfir eldhúsborðinu. Jón hélt um skaft- ið með vinstri hendi en oddurinn lék við fingur hægri handar. Ég sá hann ekki taka hnífinn úr rekk- anum Ég gekk að hlið Jóhannesar með kaffið í könnunni. Jón sagði eitthvað sem ég heyrði ekki og Jó- hannes svaraði: Þú ert ekki maður til að valda svona vopni. Um leið tók Jón hnífinn í hægri hendi, steig skref fram og keyrði hnífinn að Jó- hannesi, sem hafði snúið sér við. Jóhannes fékk högg og ég hélt að hann hefði verið sleginn. Hann kiknaði við. Jón lyfti hnífnum og nú var hann alblóðugur. Jóhann- es stóð álútur og ég sá mikið blóð- streymi. Jón stóð nú álengdar með hnífinn reiddan til höggs en ég heyrði hann aldrei segja orð“ og enn fremur „Hann leit fram star- andi, tryllingslegu augnaráði. Ég hugsaði nú um það eitt að forða mér og hljóp upp í brú og tilkynnti fyrsta stýrimanni hvað gerst hafði.“ Steinar sagðist hafa þekkt Jón í nokkur ár og aðeins haft góða hluti um hann að segja. Þeir hafi ekki verið nánir vinir en Jón hafi verið léttur og skemmtilegur félagi. Bjarni skipherra sagði sömu sögu um Jón: „Ég þekkti Jón Guðmundsson lítið persónulega en ég varð ekki var við neitt óvenjulegt í fari hans. Hann kom mér fyrir sjónir sem al- gjörlega heilbrigður maður.“ Svona er sorgin Er hann enn í fersku minni þessi dagur, þegar þér var tilkynnt um lát bróður þíns? „Alveg nákvæmlega! Þetta var sjöundi janúar,“ segir Sveinn og bætir við: „Ég var að leika mér í Breiðholtsskóla og labbaði á milli Bakkanna og svo þegar ég kem fyrir hornið sé ég mergð af bílum. Bílaplanið var fullt. Ég man að ég var svo hissa að einn bíllinn hafi verið merkt- ur Landhelgisgæslunni. Mér datt strax í hug að það væri veisla og ég geng í hægum skrefum að úti- dyrahurðinni og ég skynjaði ein- hvern ótta. Ég stíg inn í anddyr- ið og það var búið að draga fyrir gluggatjöld, það voru kerti logandi og blóm komin í blómavasa. Þetta var svo yfirþyrmandi allt og ég heyri grátur í fjarska sem mér fannst svo óskaplega stingandi. Það var svo erfitt og ég vissi ekki hver það var. Ég hugsaði með mér: „hver grætur svona?“ Hér situr fólk inni og kemur auga á mig og enginn þorir að gera neitt eða segja. Þá kemur pabbi út með annan bróður minn og held- ur á honum og hann grætur mikið, en pabbi er alveg eins og klettur. Við förum inn í herbergi Einars. Pabbi biður mig um að setjast á rúmið sem Einar átti og ann- ar bróðir minn var þarna líka. Ég man svo ofboðslega vel eftir hitan- um þarna inni. Mér fannst ég vera að kafna. Við setjumst inn, bróðir minn tekur utan um mig og ég sé að hann grætur mikið. Það var óskap- lega erfitt að horfast í augu við þetta,“ segir Sveinn og tár læðast fram í augnkrókana. Hann tekur sér hvíld, þerrar tárin. Láttu þér ekki vera kalt Sími 555 3100 www.donna.is hitarar og ofnar Olíufylltir ofnar 7 og 9 þilja 1500W og 2000 W Keramik hitarar með hringdreifingu á hita Hitablásarar í úrvali Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Bjarni Helgason skipherra ber vitni, Vísir 9. janúar 1980 Kisturnar fluttar til Reykjavík- ur. Skipverjarnir sem urðu fyrir árás, Morgunblaðið 8. janúar 1980 „Ég hef alveg stundum yfirgef- ið Guð, bara í reiði. Ég hef ýtt honum í burtu þegar ég hef verið við það að bugast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.